Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2022 11:53 Að minnsta kosti átján óbreyttir borgarar féllu í árás Rússa á verslunarmiðstöðina og um sextíu særðust. AP/Efrem Lukatsky Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hétu Úkraínu auknum hernaðarstuðningi á leiðtogafundi bandalagsins í gær. Þannig ætla Bretar að auka framlög sín um einn milljarð punda, eða um rúmlega 160 milljarða króna. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands í hópi kvenkyns utanríkis- og varnarmálaráðherra NATO á leiðtogafundi bandalagsins í Madrid. Meðal annarra á myndinni er Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra, sem stendur hægra megin við Truss.AP/Manu Fernandez Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands hefur verið einn einarðasti stuðningsmaður Úkraínu og talskona þess að Rússum verði mætt af fullkominni hörku. Hún fagnar aðild Svía og Finna að NATO. Hlutlausra þjóða til áratuga sem gerðu sér nú grein fyrir þeirri ógn sem stafaði af Rússum. „Þannig að Putin sem vildi draga úr mætti NATO situr nú uppi með sterkara NATO,“ sagði Truss á leiðtogafundinum í Madrid í morgun. Vladimir Putin Russian President Vladimir Putin gestures as he speaks to the media after the summit of Caspian Sea littoral states in Ashgabat, Turkmenistan, Thursday, June 30, 2022. (Dmitry Azarov, Sputnik, Kremlin Pool Photo via AP) Vladimir Putin forseti Rússlands sótti leiðtogafundi bandalags þjóða við Kaspíahaf í Turkmenistan í gær. Hann segir NATO beita Úkraínu fyrir sig til að uppfylla heimsveldisstefnu Vesturlanda. Rússland ætti ekki í sams konar landfræðilegum deilum við Finnland og Svíþjóð og þeir ættu því miður í við Úkraínu. Forsetinn segir sókn rússneskra hersveita ganga hægt og örugglega og þær næðu settum markmiðum á hverju stigi innrásarinnar, sem hann kallar auðvitað sérstaka hernaðaraðgerð. Allt gengi samkvæmt áætlun og óþarfi að setja aðgerðunum einhver tímamörk. Þá þvertók Putin fyrir að Rússar gerðu árásir á borgaraleg skotmörk eins og verslunarmiðstöðina í Kremenchuk. Verslunarmiðstöðin í Kremenchuk er rústir einar eftir eldflaugaárás Rússa á mánudag.AP/Efrem Lukatsky „Rússneski herinn ræðst ekki á borgaraleg skotmörk. Við þurfum þess ekki. Við höfum alla möguleika á að finna út hvað er hvar, með nákvæmum nútíma og langdrægum vopnum. En auðvitað mun ég kanna málin nánar þegar ég kem til baka til Moskvu," sagði Putin og lét eins og hann vissi lítið um eldflaugaárásina á verslunarmiðstöðina á mánudag. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir að ekki eigi að hlusta á yfirlýsingar Putins heldur mæta honum af fullkominni hörku þannig að Úkraína vinni stríðið.AP/Paul White Liz Truss segir að hunsa beri yfirlýsingar Putins sem hafi hótað Vesturlöndum öllu illu ef þau útveguðu Úkraínu vopn. „Við eigum að láta orð hans eins og vind um eyru þjóta og gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu með þeim vopnum sem nauðsynleg eru til að vinna þetta ömurlega stríð. Ef við gerum það ekki verður ógnin við öryggi Evrópu enn meiri í framtíðinni,“ sagði Liz Truss. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Rússland Úkraína Tengdar fréttir Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði. 30. júní 2022 10:42 Vaktin: Pútín segir Rússa munu bregðast við ef Nató eykur viðbúnað í Svíþjóð og Finnlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57 NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. 29. júní 2022 19:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hétu Úkraínu auknum hernaðarstuðningi á leiðtogafundi bandalagsins í gær. Þannig ætla Bretar að auka framlög sín um einn milljarð punda, eða um rúmlega 160 milljarða króna. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands í hópi kvenkyns utanríkis- og varnarmálaráðherra NATO á leiðtogafundi bandalagsins í Madrid. Meðal annarra á myndinni er Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra, sem stendur hægra megin við Truss.AP/Manu Fernandez Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands hefur verið einn einarðasti stuðningsmaður Úkraínu og talskona þess að Rússum verði mætt af fullkominni hörku. Hún fagnar aðild Svía og Finna að NATO. Hlutlausra þjóða til áratuga sem gerðu sér nú grein fyrir þeirri ógn sem stafaði af Rússum. „Þannig að Putin sem vildi draga úr mætti NATO situr nú uppi með sterkara NATO,“ sagði Truss á leiðtogafundinum í Madrid í morgun. Vladimir Putin Russian President Vladimir Putin gestures as he speaks to the media after the summit of Caspian Sea littoral states in Ashgabat, Turkmenistan, Thursday, June 30, 2022. (Dmitry Azarov, Sputnik, Kremlin Pool Photo via AP) Vladimir Putin forseti Rússlands sótti leiðtogafundi bandalags þjóða við Kaspíahaf í Turkmenistan í gær. Hann segir NATO beita Úkraínu fyrir sig til að uppfylla heimsveldisstefnu Vesturlanda. Rússland ætti ekki í sams konar landfræðilegum deilum við Finnland og Svíþjóð og þeir ættu því miður í við Úkraínu. Forsetinn segir sókn rússneskra hersveita ganga hægt og örugglega og þær næðu settum markmiðum á hverju stigi innrásarinnar, sem hann kallar auðvitað sérstaka hernaðaraðgerð. Allt gengi samkvæmt áætlun og óþarfi að setja aðgerðunum einhver tímamörk. Þá þvertók Putin fyrir að Rússar gerðu árásir á borgaraleg skotmörk eins og verslunarmiðstöðina í Kremenchuk. Verslunarmiðstöðin í Kremenchuk er rústir einar eftir eldflaugaárás Rússa á mánudag.AP/Efrem Lukatsky „Rússneski herinn ræðst ekki á borgaraleg skotmörk. Við þurfum þess ekki. Við höfum alla möguleika á að finna út hvað er hvar, með nákvæmum nútíma og langdrægum vopnum. En auðvitað mun ég kanna málin nánar þegar ég kem til baka til Moskvu," sagði Putin og lét eins og hann vissi lítið um eldflaugaárásina á verslunarmiðstöðina á mánudag. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir að ekki eigi að hlusta á yfirlýsingar Putins heldur mæta honum af fullkominni hörku þannig að Úkraína vinni stríðið.AP/Paul White Liz Truss segir að hunsa beri yfirlýsingar Putins sem hafi hótað Vesturlöndum öllu illu ef þau útveguðu Úkraínu vopn. „Við eigum að láta orð hans eins og vind um eyru þjóta og gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu með þeim vopnum sem nauðsynleg eru til að vinna þetta ömurlega stríð. Ef við gerum það ekki verður ógnin við öryggi Evrópu enn meiri í framtíðinni,“ sagði Liz Truss.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Rússland Úkraína Tengdar fréttir Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði. 30. júní 2022 10:42 Vaktin: Pútín segir Rússa munu bregðast við ef Nató eykur viðbúnað í Svíþjóð og Finnlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57 NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. 29. júní 2022 19:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði. 30. júní 2022 10:42
Vaktin: Pútín segir Rússa munu bregðast við ef Nató eykur viðbúnað í Svíþjóð og Finnlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57
NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. 29. júní 2022 19:21