„Klæðaburður er í raun tungumál, tjáning og samskiptakerfi án orða“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. júlí 2022 07:01 Tískuspegúlantinn og hönnuðurinn Tanja Levý er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Íris Martensdóttir Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er búninga-, tísku-, textíl- og leikmyndahönnuður sem hefur gaman af litagleði og elskar fjölbreytileikann sem tískan býr yfir. Hún lýsir stílnum sínum sem mjög flæðandi en rauði þráðurinn í klæðaburði hjá henni hefur alltaf verið dass af húmor. Tanja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Varðandi tískuna í dag þá finnst mér ótrúlega gaman að sjá Y2K fagurfræðina koma aftur. Það er undarleg upplifun að ákveðið trend sem ég tók þátt í á unglingsárum sé búið að fara hringinn. Það sem mér finnst svo skemmtilegast við tísku er að upplifa fjölbreytileika þess hvernig fólk tjáir sig með klæðnaði. Klæðaburður er í raun tungumál í sjálfu sér, tjáning og samskiptakerfi án orða. Með klæðaburði gefum við upplýsingar um okkur, um það sem einkennir okkur. Sem búningahönnuður finnst mér áhugavert að fylgjast með fólki sem verður á vegi mínum, hvernig það tjáir sig á þennan hátt og veitir mér innblástur í persónusköpun. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er erfitt að velja eina. Á veturna er uppáhalds flíkin mín risa stór hvít dúnúlpa frá Stefánsbúð hönnuð af Katharine Hamnett. Ég er mikill aðdáandi hennar, en Katharine Hamnett hefur í áratugi barist fyrir umhverfisvænum framleiðsluháttum og hefur verið mér mikil fyrirmynd. Það gerir veturinn á Íslandi bærilegan að klæðast úlpunni, en það er eins og að vera í stórum mjúkum svefnpoka. Önnur af mínum uppáhalds flíkum er kjóll frá Jeremy Scott, munstrið er lyklaborð í öllum regnboganslitum. Þetta eru mín bestu second hand kaup, en ég var svo heppin að finna hann nánast ónotaðan og vel farinn. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Síðast en ekki síst þá held ég mikið upp á snjógallann minn góða sem er úr endurskinsefni, hann lýsir upp skammdegið á veturna. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Yfirleitt þá gef ég mér tíma þegar ekkert er í gangi hjá mér til þess að fara yfir fataskápinn og sjá fyrir mér skemmtilegar samsetningar sem ég á svo inni fyrir ákveðin tilefni. Ég á það til að klæða mig eftir því í hvaða verkefni ég er og verð þess vegna fyrir innblæstri verkefnanna að hverju sinni. Sem dæmi má nefna þá var ég að hanna búninga á hunda um daginn fyrir auglýsingu og klæðnaðurinn sem varð fyrir valinu var „Dog mom realness“. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Í öðru verkefni var ég að hanna búninga með 80’s ívafi. Þá fór ég mér í klippingu, fékk mér möllara og fór í snjóþvegnar 80's gallabuxur og krumpujakka með því. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Svo auðvitað þegar þú ferð á tónleika með Írafár þá er dressið insperað af Birgittu Haukdal. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að stíllinn væri mjög flæðandi, getur flætt frá því að vera mjög kvenlegur með væmnu en húmorísku ívafi og alveg út í það að vera í vinnufatnaði í smekkbuxum og vesti með ótal vösum með praktík í fyrirrúmi. Allt eftir því hvað ég er að gera að hverju sinni og ég verð iðulega mjög innblásin af verkefnum sem ég er í að hverju sinni eins og ég nefndi áður. Ég er mikið fyrir liti, skemmtilegar og óvæntar samsetningar með munstrum. Ég er klárlega mjög innblásin af 70’s og 80’s tísku og finnst áhugavert að tvinna því saman í einhvers konar nútímalega útgáfu af þessum tímabilum. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn hefur vissulega breyst með tíðarandanum en rauði þráðurinn hefur samt verið að flíkurnar sem verða fyrir valinu eru oft á tíðum litríkar með dass af húmor. Ég hef alltaf verið mikið fyrir að versla í second hand búðum og þar að auki finna second hand gersemar frá hönnuðum sem ég held mikið upp á. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur í umhverfi mínu, frá verkefnum sem ég er í að hverju sinni, fólkinu í kringum mig eða verður á vegi mínum. Ég er alltaf með augun opin, forvitin og tilbúin að meðtaka upplýsingar. Li Edelkoort hefur verið mikill áhrifavaldur fyrir mig, hún er eins konar framtíðar spákona um hvernig tískan og hegðun fólks þróast með breyttri heimsmynd. Hún vakti sérstaklega athygli mína með „Anti-fashion manifesto“ í kringum 2015, um að tískan og framleiðsla sem við tókum sem sjálfsögðum hlut fyrir nokkrum árum væri komin að endalokum. Hún stendur einnig fyrir World Hope forum, sem er málþing haldið í hverjum mánuði um skapandi verkefni um allan heim sem stuðla að jákvæðri og sjálfbærri sýn í hönnun og listum. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Mér finnst alls ekki að það ætti að vera boð og bönn í klæðaburði, ég fagna fjölbreytileikanum í klæðavali. Ég elska að sjá fólk fara út fyrir kassan og nota tísku sem tjáningarmáta á sinn eigin hátt. Ef ég mætti setja einhver bönn væri það að klæðast einhverju sem þér líður illa í, vegna þess að það er ekki gott fyrir neinn. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftirminnilegasta flík sem ég hef klæðst er kápa ég fékk þegar ég var 13 ára í Mótor, blessuð sé minning verslunarinnar. Hún hefur fylgt mér síðustu 20 ár í gegnum súrt og sætt. Hágæða bútasaumur úr riffluðu flaueli og gallaefni með gervi loðfeld. Fyrst um sinn kápa drauma minna en fengið nokkrum árum síðar viðurnefnið „ljóta kápan“ frá vinahópnum ásamt því að vera umræðuefni sem vekur upp hlátur. Svo er kápan búin að fara heilan hring og þykir mér hún aftur afar glæsileg. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Þora að vera þú sjálf/sjálft/sjálfur, gefa sér leyfi til þess að leika sér með klæðaburðinn, hætta að hugsa um hvað öðrum finnst eða hvað aðrir ætlast til af þér. Ég mæli með að velja second hand en einnig skoða þá flottu íslensku hönnuði sem starfa hér. Ég mæli einnig með því að vanda valið og velja gæði fram yfir magn. Annað gott ráð er að skoða alltaf hvaða efni er í flíkinni, en ég reyni að velja náttúruleg efni fram yfir gerviefni vegna þess að mér líður betur í náttúrulegum efnum. Alltaf flottust/flottast/flottastur í því sem þér líður vel í. Annars segir Jimothy Lacoste segir allt sem segja þarf í laginu Fashion. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“ Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. júní 2022 07:01 „Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“ Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. júní 2022 07:01 „Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku“ Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir er mikil áhugakona um tísku og er óhrædd við að fara eigin leiðir í klæðaburði. Sóley er fyrsti viðmælandi Tískutals. 12. júní 2022 07:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Varðandi tískuna í dag þá finnst mér ótrúlega gaman að sjá Y2K fagurfræðina koma aftur. Það er undarleg upplifun að ákveðið trend sem ég tók þátt í á unglingsárum sé búið að fara hringinn. Það sem mér finnst svo skemmtilegast við tísku er að upplifa fjölbreytileika þess hvernig fólk tjáir sig með klæðnaði. Klæðaburður er í raun tungumál í sjálfu sér, tjáning og samskiptakerfi án orða. Með klæðaburði gefum við upplýsingar um okkur, um það sem einkennir okkur. Sem búningahönnuður finnst mér áhugavert að fylgjast með fólki sem verður á vegi mínum, hvernig það tjáir sig á þennan hátt og veitir mér innblástur í persónusköpun. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er erfitt að velja eina. Á veturna er uppáhalds flíkin mín risa stór hvít dúnúlpa frá Stefánsbúð hönnuð af Katharine Hamnett. Ég er mikill aðdáandi hennar, en Katharine Hamnett hefur í áratugi barist fyrir umhverfisvænum framleiðsluháttum og hefur verið mér mikil fyrirmynd. Það gerir veturinn á Íslandi bærilegan að klæðast úlpunni, en það er eins og að vera í stórum mjúkum svefnpoka. Önnur af mínum uppáhalds flíkum er kjóll frá Jeremy Scott, munstrið er lyklaborð í öllum regnboganslitum. Þetta eru mín bestu second hand kaup, en ég var svo heppin að finna hann nánast ónotaðan og vel farinn. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Síðast en ekki síst þá held ég mikið upp á snjógallann minn góða sem er úr endurskinsefni, hann lýsir upp skammdegið á veturna. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Yfirleitt þá gef ég mér tíma þegar ekkert er í gangi hjá mér til þess að fara yfir fataskápinn og sjá fyrir mér skemmtilegar samsetningar sem ég á svo inni fyrir ákveðin tilefni. Ég á það til að klæða mig eftir því í hvaða verkefni ég er og verð þess vegna fyrir innblæstri verkefnanna að hverju sinni. Sem dæmi má nefna þá var ég að hanna búninga á hunda um daginn fyrir auglýsingu og klæðnaðurinn sem varð fyrir valinu var „Dog mom realness“. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Í öðru verkefni var ég að hanna búninga með 80’s ívafi. Þá fór ég mér í klippingu, fékk mér möllara og fór í snjóþvegnar 80's gallabuxur og krumpujakka með því. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Svo auðvitað þegar þú ferð á tónleika með Írafár þá er dressið insperað af Birgittu Haukdal. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að stíllinn væri mjög flæðandi, getur flætt frá því að vera mjög kvenlegur með væmnu en húmorísku ívafi og alveg út í það að vera í vinnufatnaði í smekkbuxum og vesti með ótal vösum með praktík í fyrirrúmi. Allt eftir því hvað ég er að gera að hverju sinni og ég verð iðulega mjög innblásin af verkefnum sem ég er í að hverju sinni eins og ég nefndi áður. Ég er mikið fyrir liti, skemmtilegar og óvæntar samsetningar með munstrum. Ég er klárlega mjög innblásin af 70’s og 80’s tísku og finnst áhugavert að tvinna því saman í einhvers konar nútímalega útgáfu af þessum tímabilum. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn hefur vissulega breyst með tíðarandanum en rauði þráðurinn hefur samt verið að flíkurnar sem verða fyrir valinu eru oft á tíðum litríkar með dass af húmor. Ég hef alltaf verið mikið fyrir að versla í second hand búðum og þar að auki finna second hand gersemar frá hönnuðum sem ég held mikið upp á. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur í umhverfi mínu, frá verkefnum sem ég er í að hverju sinni, fólkinu í kringum mig eða verður á vegi mínum. Ég er alltaf með augun opin, forvitin og tilbúin að meðtaka upplýsingar. Li Edelkoort hefur verið mikill áhrifavaldur fyrir mig, hún er eins konar framtíðar spákona um hvernig tískan og hegðun fólks þróast með breyttri heimsmynd. Hún vakti sérstaklega athygli mína með „Anti-fashion manifesto“ í kringum 2015, um að tískan og framleiðsla sem við tókum sem sjálfsögðum hlut fyrir nokkrum árum væri komin að endalokum. Hún stendur einnig fyrir World Hope forum, sem er málþing haldið í hverjum mánuði um skapandi verkefni um allan heim sem stuðla að jákvæðri og sjálfbærri sýn í hönnun og listum. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Mér finnst alls ekki að það ætti að vera boð og bönn í klæðaburði, ég fagna fjölbreytileikanum í klæðavali. Ég elska að sjá fólk fara út fyrir kassan og nota tísku sem tjáningarmáta á sinn eigin hátt. Ef ég mætti setja einhver bönn væri það að klæðast einhverju sem þér líður illa í, vegna þess að það er ekki gott fyrir neinn. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftirminnilegasta flík sem ég hef klæðst er kápa ég fékk þegar ég var 13 ára í Mótor, blessuð sé minning verslunarinnar. Hún hefur fylgt mér síðustu 20 ár í gegnum súrt og sætt. Hágæða bútasaumur úr riffluðu flaueli og gallaefni með gervi loðfeld. Fyrst um sinn kápa drauma minna en fengið nokkrum árum síðar viðurnefnið „ljóta kápan“ frá vinahópnum ásamt því að vera umræðuefni sem vekur upp hlátur. Svo er kápan búin að fara heilan hring og þykir mér hún aftur afar glæsileg. View this post on Instagram A post shared by Tanja Levý (@tanjalevy) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Þora að vera þú sjálf/sjálft/sjálfur, gefa sér leyfi til þess að leika sér með klæðaburðinn, hætta að hugsa um hvað öðrum finnst eða hvað aðrir ætlast til af þér. Ég mæli með að velja second hand en einnig skoða þá flottu íslensku hönnuði sem starfa hér. Ég mæli einnig með því að vanda valið og velja gæði fram yfir magn. Annað gott ráð er að skoða alltaf hvaða efni er í flíkinni, en ég reyni að velja náttúruleg efni fram yfir gerviefni vegna þess að mér líður betur í náttúrulegum efnum. Alltaf flottust/flottast/flottastur í því sem þér líður vel í. Annars segir Jimothy Lacoste segir allt sem segja þarf í laginu Fashion.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“ Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. júní 2022 07:01 „Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“ Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. júní 2022 07:01 „Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku“ Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir er mikil áhugakona um tísku og er óhrædd við að fara eigin leiðir í klæðaburði. Sóley er fyrsti viðmælandi Tískutals. 12. júní 2022 07:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“ Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. júní 2022 07:01
„Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“ Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. júní 2022 07:01
„Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku“ Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir er mikil áhugakona um tísku og er óhrædd við að fara eigin leiðir í klæðaburði. Sóley er fyrsti viðmælandi Tískutals. 12. júní 2022 07:01