Mættu ekki til leiks á N1 mótinu: „Hlutir sem eiga ekkert skylt við fótbolta“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2022 21:43 N1 mótið gekk ekki áfallalaust fyrir sig. troll.is Eitt af liðum Þróttar á N1 mótinu á Akureyri mætti ekki til síðasta leiks liðsins gegn liði FH þar sem keppa átti um 5. sætið. Þróttarar segja ábyrgðaraðila hafa brugðist þegar leikir FH liðsins fóru úr böndunum en yfirmaður knattspyrnumála hjá FH er óánægður með hvernig leyst var úr málinu. N1 mótinu á Akureyri lauk í dag og hafði staðið yfir frá miðvikudeginum 29. júní. Um 2000 keppendur voru skráðir til leiks á mótinu sem er það 36. í röðinni. Um er að ræða hápunkt sumarsins hjá ungum knattspyrnuiðkendum en ekki virðist allt hafa gengið áfallalaust fyrir sig á mótinu. Á samfélagsmiðlum eru foreldrar sagðir hafa orðið sér til skammar með ummælum sínum á mótinu og einhverjir kalla eftir foreldrabanni. „Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín?“ skrifar Styrmir Sigurðsson á Twitter og deilir um leið myndbandi frá síðasta leik FH sem keppti við foreldra leikmanna sem hlupu í skarð Þróttaraliðsins. Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín? Foreldrar drengja í Þrótt neituðu semsagt að spila leikinn við FH þvi þeim fannst FH vera svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlinum #lifi https://t.co/iQFJeoYk66— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 „Ekkert skylt við fótbolta“ Þórður Einarsson, þjálfari 5. flokks karla hjá Þrótti segir í samtali við Vísi að Þróttur hafi tekið ákvörðun um að senda lið sitt ekki til leiks gegn FH eftir að hafa keppt á móti sama liði í riðlakeppni mótsins. „Maður vill ekki kasta neinum börnum undir rútuna en við völdum í raun að spila ekki við lið sem virtist eiga mjög erfitt með að stjórna skapi sínu og að okkar mati var það ekki tekið nógu föstum tökum af mótshöldurum og þjálfurum. Við erum ekki að tala um tuddaskap heldur bara hluti sem eiga ekkert skylt við fótbolta.“ Þórður Einarsson er yfirþjálfari hjá Þrótti Reykjavík.trottur.is Hann segir viðbrögð mótshaldara, eftir ákvörðunina um að keppa ekki, vera vísbendingu um að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Mótshöldurum hafi fundist það til skammar að Þróttur hafi ekki mætt til leiks. „Á samfélagsmiðlum er þetta portray-að eins og þetta sé einhver angi af aumingjavæðingu. Aumingjavæðingin felst í því að vera meðvirkur með svona hegðun og framkomu.“ Yfirlýsing barst frá Þrótti í kvöld þar sem segir að enginn ávinningur væri fyrir lið Þróttar að „taka þátt í leik sem snerist um eitthvað allt annað en fótbolta“ Ekki rétt mæta ekki til leiks Davíð Þór Viðarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann segir að á endanum séu það iðkendur sem líði fyrir svona ákvarðanir og það sé aldrei rétt leið. Davíð Þór Viðarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann var áður aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Bára Dröfn Kristinsdóttir „Það er alveg hárrétt í þessu tiltekna atviki þá náðu menn ekki að hemja skap sitt en maður þarf líka að taka mið af því að þetta eru ellefu til tólf ára strákar sem gera mistök og ná ekki alltaf stjórn á skapi sínu. En það er klárlega eitthvað sem við verðum sem félag að hugsa út í, hvernig við getum hjálpað þessum strákum að ná jafnvægi og hvernig eigi að höndla erfiðar aðstæður.“ Hann segist aldrei myndu mæla með því að mæta ekki til leiks þótt óánægja ríki með það hvernig andstæðingurinn spili. Leita ætti annarra leiða til að leysa slík vandamál. Foreldar til skammar Þeir þjálfarar sem Vísir ræddi við segja foreldra á mótinu oft ekki til fyrirmyndar og viðvera þeirra geti haft áhrif á spennustigið inni á vellinum. Mikil viðbrigði séu fyrir drengi, sem spili alla jafnan fyrir um tíu manns á íslandsmóti að spila fyrir tvö til þrjú hundruð manns þar sem flest allir séu gargandi. Sumir foreldrar eigi það til að missa sig og þróunin hafi verið í þá átt, síðustu ár, að meiri ofsi hafi færst í leikinn á mótinu. Á samfélagsmiðlum hafa þó nokkrir lýst sorglegum ummælum foreldra og furða sig á hegðun þeirra á mótinu. „Við erum ekki að fara raka af okkur bringuhárin og spila eins og stelpur,“ segir Fjóla Guðjóns að einn faðirinn hafi sagt. “Við erum ekki að fara að raka af okkur bringuhárin og spila eins og stelpur” - pabbi á N1 mótinu 2022 🤯😢— Fjola (@fjolagudjons) June 30, 2022 Birkir Örn Pétursson segir einnig frá öðrum ósæmilegum ummælum á Twitter: „Til móðurinnar sem kallaði "tussa“ á einu stúlkuna sem spilaði í drengjaliði hjá KA á N1 mótinu. Ekki fylgja barninu þínu á fleiri mót og leitaðu þér aðstoðar.“ Til móðurinnar sem kallaði “Tussa” á einu stúlkuna sem spilaði í drengja liði hjá KA á N1 mótinu. Ekki fylgja barninu þínu á fleiri mót og leitaðu þér aðstoðar.— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) July 1, 2022 Styrmir Sigurðsson kallar eftir því að foreldrar verði bannaðir á mótunum og vísar í sömu sögu. Móðir að kalla stelpu í liði andstæðinga "Tussu" og fleira skemmtilegt sem maður hefur séð af N1 mótinu um helgina hér á Twitter. Hættið að lifa brostna drauma um atvinnumennsku í gegnum börnin ykkar og leyfið þeim að eiga sviðið!— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 Akureyri Íþróttir barna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
N1 mótinu á Akureyri lauk í dag og hafði staðið yfir frá miðvikudeginum 29. júní. Um 2000 keppendur voru skráðir til leiks á mótinu sem er það 36. í röðinni. Um er að ræða hápunkt sumarsins hjá ungum knattspyrnuiðkendum en ekki virðist allt hafa gengið áfallalaust fyrir sig á mótinu. Á samfélagsmiðlum eru foreldrar sagðir hafa orðið sér til skammar með ummælum sínum á mótinu og einhverjir kalla eftir foreldrabanni. „Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín?“ skrifar Styrmir Sigurðsson á Twitter og deilir um leið myndbandi frá síðasta leik FH sem keppti við foreldra leikmanna sem hlupu í skarð Þróttaraliðsins. Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín? Foreldrar drengja í Þrótt neituðu semsagt að spila leikinn við FH þvi þeim fannst FH vera svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlinum #lifi https://t.co/iQFJeoYk66— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 „Ekkert skylt við fótbolta“ Þórður Einarsson, þjálfari 5. flokks karla hjá Þrótti segir í samtali við Vísi að Þróttur hafi tekið ákvörðun um að senda lið sitt ekki til leiks gegn FH eftir að hafa keppt á móti sama liði í riðlakeppni mótsins. „Maður vill ekki kasta neinum börnum undir rútuna en við völdum í raun að spila ekki við lið sem virtist eiga mjög erfitt með að stjórna skapi sínu og að okkar mati var það ekki tekið nógu föstum tökum af mótshöldurum og þjálfurum. Við erum ekki að tala um tuddaskap heldur bara hluti sem eiga ekkert skylt við fótbolta.“ Þórður Einarsson er yfirþjálfari hjá Þrótti Reykjavík.trottur.is Hann segir viðbrögð mótshaldara, eftir ákvörðunina um að keppa ekki, vera vísbendingu um að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Mótshöldurum hafi fundist það til skammar að Þróttur hafi ekki mætt til leiks. „Á samfélagsmiðlum er þetta portray-að eins og þetta sé einhver angi af aumingjavæðingu. Aumingjavæðingin felst í því að vera meðvirkur með svona hegðun og framkomu.“ Yfirlýsing barst frá Þrótti í kvöld þar sem segir að enginn ávinningur væri fyrir lið Þróttar að „taka þátt í leik sem snerist um eitthvað allt annað en fótbolta“ Ekki rétt mæta ekki til leiks Davíð Þór Viðarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann segir að á endanum séu það iðkendur sem líði fyrir svona ákvarðanir og það sé aldrei rétt leið. Davíð Þór Viðarsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann var áður aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Bára Dröfn Kristinsdóttir „Það er alveg hárrétt í þessu tiltekna atviki þá náðu menn ekki að hemja skap sitt en maður þarf líka að taka mið af því að þetta eru ellefu til tólf ára strákar sem gera mistök og ná ekki alltaf stjórn á skapi sínu. En það er klárlega eitthvað sem við verðum sem félag að hugsa út í, hvernig við getum hjálpað þessum strákum að ná jafnvægi og hvernig eigi að höndla erfiðar aðstæður.“ Hann segist aldrei myndu mæla með því að mæta ekki til leiks þótt óánægja ríki með það hvernig andstæðingurinn spili. Leita ætti annarra leiða til að leysa slík vandamál. Foreldar til skammar Þeir þjálfarar sem Vísir ræddi við segja foreldra á mótinu oft ekki til fyrirmyndar og viðvera þeirra geti haft áhrif á spennustigið inni á vellinum. Mikil viðbrigði séu fyrir drengi, sem spili alla jafnan fyrir um tíu manns á íslandsmóti að spila fyrir tvö til þrjú hundruð manns þar sem flest allir séu gargandi. Sumir foreldrar eigi það til að missa sig og þróunin hafi verið í þá átt, síðustu ár, að meiri ofsi hafi færst í leikinn á mótinu. Á samfélagsmiðlum hafa þó nokkrir lýst sorglegum ummælum foreldra og furða sig á hegðun þeirra á mótinu. „Við erum ekki að fara raka af okkur bringuhárin og spila eins og stelpur,“ segir Fjóla Guðjóns að einn faðirinn hafi sagt. “Við erum ekki að fara að raka af okkur bringuhárin og spila eins og stelpur” - pabbi á N1 mótinu 2022 🤯😢— Fjola (@fjolagudjons) June 30, 2022 Birkir Örn Pétursson segir einnig frá öðrum ósæmilegum ummælum á Twitter: „Til móðurinnar sem kallaði "tussa“ á einu stúlkuna sem spilaði í drengjaliði hjá KA á N1 mótinu. Ekki fylgja barninu þínu á fleiri mót og leitaðu þér aðstoðar.“ Til móðurinnar sem kallaði “Tussa” á einu stúlkuna sem spilaði í drengja liði hjá KA á N1 mótinu. Ekki fylgja barninu þínu á fleiri mót og leitaðu þér aðstoðar.— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) July 1, 2022 Styrmir Sigurðsson kallar eftir því að foreldrar verði bannaðir á mótunum og vísar í sömu sögu. Móðir að kalla stelpu í liði andstæðinga "Tussu" og fleira skemmtilegt sem maður hefur séð af N1 mótinu um helgina hér á Twitter. Hættið að lifa brostna drauma um atvinnumennsku í gegnum börnin ykkar og leyfið þeim að eiga sviðið!— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022
Akureyri Íþróttir barna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira