Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Atli Ísleifsson skrifar 4. júlí 2022 07:17 Vélin er ekki í staðlaðri uppsetningu Icelandair enda um skammtímaleigu að ræða sem kemur upp með skömmum fyrirvara. Wikipedia Commons/Maxime C-M/ Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að vélin, sem hafi komið til landsins landsins í gær, verði fyrst og fremst nýtt í Evrópuflug og sé fyrsta flug hennar í leiðakerfi Icelandair klukkan 7:40 í dag til München. Áætlað sé að vélin verði í rekstri Icelandair í um það bil tvær vikur. „Vélin er ekki í staðlaðri uppsetningu Icelandair enda um skammtímaleigu að ræða sem kemur upp með skömmum fyrirvara. Icelandair mun leitast við að lágmarka áhrif á farþega og verður þessi vél einvörðungu notuð þegar nauðsynlegt er til að halda áætlun. Áhöfn verður skipuð að hluta til starfsfólki Icelandair og starfsfólki Euro Atlantic að hluta. Flug og ferðaþjónusta hafa farið hratt af stað eftir Covid faraldurinn og eftirspurn hefur margfaldast. Á sama tíma hefur uppbygging innviða til að mæta þessari eftirspurn tekið tíma. Þetta hefur meðal annars komið fram í töfum í afgreiðslu á flugvöllum erlendis vegna manneklu sem hefur valdið talsverðum röskunum á flugi. Þá hefur truflun í aðföngum í kjölfar faraldursins valdið töfum á viðhaldsverkefnum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Jens Bjarnasyni, framkvæmdastjóra rekstrar hjá Icelandair, að félagið sé með metnaðarfulla flugáætlun í sumar, mikla tíðni og fjölbreytta brottfarartíma innan dagsins til að mæta mikilli eftirspurn eftir flugi og ferðalögum í sumar. „Þetta umfang hefur einnig gert okkur kleift að bregðast við þeim röskunum sem hafa orðið á flugi vegna aðstæðna sem hafa skapast eftir faraldurinn og tryggja að farþegar okkar komist sem fyrst á leiðarenda. Hins vegar, þar sem allir innviðir eru þandir til hins ítrasta og tafir hafa orðið á viðhaldi flugvéla, teljum við nauðsynlegt að búa okkur til enn meiri sveigjanleika þegar kemur að flotanum næstu vikurnar. Þetta er mikilvægt til að geta haldið uppi yfirgripsmikilli flugáætlun okkar og til að geta brugðist við ófyrirséðum aðstæðum,“ segir Jens. Icelandair Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02 Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að vélin, sem hafi komið til landsins landsins í gær, verði fyrst og fremst nýtt í Evrópuflug og sé fyrsta flug hennar í leiðakerfi Icelandair klukkan 7:40 í dag til München. Áætlað sé að vélin verði í rekstri Icelandair í um það bil tvær vikur. „Vélin er ekki í staðlaðri uppsetningu Icelandair enda um skammtímaleigu að ræða sem kemur upp með skömmum fyrirvara. Icelandair mun leitast við að lágmarka áhrif á farþega og verður þessi vél einvörðungu notuð þegar nauðsynlegt er til að halda áætlun. Áhöfn verður skipuð að hluta til starfsfólki Icelandair og starfsfólki Euro Atlantic að hluta. Flug og ferðaþjónusta hafa farið hratt af stað eftir Covid faraldurinn og eftirspurn hefur margfaldast. Á sama tíma hefur uppbygging innviða til að mæta þessari eftirspurn tekið tíma. Þetta hefur meðal annars komið fram í töfum í afgreiðslu á flugvöllum erlendis vegna manneklu sem hefur valdið talsverðum röskunum á flugi. Þá hefur truflun í aðföngum í kjölfar faraldursins valdið töfum á viðhaldsverkefnum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Jens Bjarnasyni, framkvæmdastjóra rekstrar hjá Icelandair, að félagið sé með metnaðarfulla flugáætlun í sumar, mikla tíðni og fjölbreytta brottfarartíma innan dagsins til að mæta mikilli eftirspurn eftir flugi og ferðalögum í sumar. „Þetta umfang hefur einnig gert okkur kleift að bregðast við þeim röskunum sem hafa orðið á flugi vegna aðstæðna sem hafa skapast eftir faraldurinn og tryggja að farþegar okkar komist sem fyrst á leiðarenda. Hins vegar, þar sem allir innviðir eru þandir til hins ítrasta og tafir hafa orðið á viðhaldi flugvéla, teljum við nauðsynlegt að búa okkur til enn meiri sveigjanleika þegar kemur að flotanum næstu vikurnar. Þetta er mikilvægt til að geta haldið uppi yfirgripsmikilli flugáætlun okkar og til að geta brugðist við ófyrirséðum aðstæðum,“ segir Jens.
Icelandair Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02 Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02
Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20