„Í fyrra skoruðum við úr færunum en erum að spila betur í ár“ Andri Már Eggertsson skrifar 4. júlí 2022 22:14 Sigurður Heiðar Höskuldsson var í skýjunum með þrjú stig í kvöld Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis var í skýjunum með fyrsta sigur Leiknis á tímabilinu. Leiknir vann ÍA 1-0 þar sem Mikkel Elbæk Jakobsen gerði sigurmark heimamanna. „Það var geggjað að vinna deildarleik, ég var búinn að bíða lengi eftir sigrinum. Mér fannst fyrri hálfleikur vera nokkuð jafn, við fengum allt of góð færi til að skora ekki líkt og Skagamenn. Í síðari hálfleik byrjuðum við illa en eftir að við gerðum skiptingu kom líf í okkur sem endaði með marki,“ sagði Sigurður Höskuldsson í samtali við Vísi eftir leik. Leiknir byrjaði síðari hálfleik rólega en eftir markið komust heimamenn í gang og fengu færi til að bæta við mörkum. „Mér fannst skrítið hvernig við komum út í seinni hálfleik sem endaði með að við gerðum breytingar og strákarnir sem komu inn á breyttu augnabliki leiksins. Það hefur gengið illa að skora og vinna leiki en þetta mark kveikti í mínu liði.“ „Fyrr á tímabilinu höfum við tvisvar komist yfir og haldið því forskoti í innan við fimm mínútur. Ég var því afar ánægður með hvernig við spiluðum eftir markið og við ætluðum okkur að klára leikinn.“ Á síðasta tímabili eftir ellefu umferðir hafði Leiknir skorað 11 mörk og safnað 11 stigum. Í ár hefur Leiknir skorað átta mörk og safnað sjö stigum. Sigurður taldi liðið fá betri færi á þessu tímabili en nýtingin verri. „Í fyrra skoruðum við úr færunum okkar. Þegar ég horfi á leikina og skoða tölfræðina þá erum við töluvert betri í ár heldur en í fyrra. Fótbolti snýst um að skora mörk og þegar mörkin koma ekki þá litar það umræðuna en ég er að mörgu leyti mjög ánægður með tímabilið og mér finnst við hafa bætt þá hluti sem við vildum bæta.“ Félagsskiptaglugginn er opinn og Leiknir er að skoða leikmenn en Sigurður mun ekki taka hvað sem er heldur aðeins það sem bætir liðið. „Ég veit ekki hvaða stöðu ég vill styrkja. Það hafa margir staðið sig mjög vel og mörkin fara að detta með okkur. Við gætum þurft að styrkja breiddina í sóknarleiknum,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að lokum. Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira
„Það var geggjað að vinna deildarleik, ég var búinn að bíða lengi eftir sigrinum. Mér fannst fyrri hálfleikur vera nokkuð jafn, við fengum allt of góð færi til að skora ekki líkt og Skagamenn. Í síðari hálfleik byrjuðum við illa en eftir að við gerðum skiptingu kom líf í okkur sem endaði með marki,“ sagði Sigurður Höskuldsson í samtali við Vísi eftir leik. Leiknir byrjaði síðari hálfleik rólega en eftir markið komust heimamenn í gang og fengu færi til að bæta við mörkum. „Mér fannst skrítið hvernig við komum út í seinni hálfleik sem endaði með að við gerðum breytingar og strákarnir sem komu inn á breyttu augnabliki leiksins. Það hefur gengið illa að skora og vinna leiki en þetta mark kveikti í mínu liði.“ „Fyrr á tímabilinu höfum við tvisvar komist yfir og haldið því forskoti í innan við fimm mínútur. Ég var því afar ánægður með hvernig við spiluðum eftir markið og við ætluðum okkur að klára leikinn.“ Á síðasta tímabili eftir ellefu umferðir hafði Leiknir skorað 11 mörk og safnað 11 stigum. Í ár hefur Leiknir skorað átta mörk og safnað sjö stigum. Sigurður taldi liðið fá betri færi á þessu tímabili en nýtingin verri. „Í fyrra skoruðum við úr færunum okkar. Þegar ég horfi á leikina og skoða tölfræðina þá erum við töluvert betri í ár heldur en í fyrra. Fótbolti snýst um að skora mörk og þegar mörkin koma ekki þá litar það umræðuna en ég er að mörgu leyti mjög ánægður með tímabilið og mér finnst við hafa bætt þá hluti sem við vildum bæta.“ Félagsskiptaglugginn er opinn og Leiknir er að skoða leikmenn en Sigurður mun ekki taka hvað sem er heldur aðeins það sem bætir liðið. „Ég veit ekki hvaða stöðu ég vill styrkja. Það hafa margir staðið sig mjög vel og mörkin fara að detta með okkur. Við gætum þurft að styrkja breiddina í sóknarleiknum,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að lokum.
Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira