Fjögur möguleg skipti fyrir Durant sem Brooklyn Nets gæti samþykkt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 15:01 Kevin Durant spilar væntanlega ekki fleiri leiki fyrir Brooklyn Nets liðið. Getty/Al Bello Það verður frekar erfitt að átta sig á landslaginu í NBA-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð fyrr en við vitum hvar hinn frábæri Kevin Durant muni spila. Kappinn hefur beðið um að komast frá Brooklyn Nets þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum. Það vantar ekki áhugasöm lið því eftir að fréttirnar bárust að Durant vildi í burtu þá stoppaði ekki síminn hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma var það strax ljóst að forráðamenn Brooklyn liðsins ætluðu ekki að leyfa honum að fara nema að fá eitthvað svakalega mikið í staðinn. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið að velta því fyrir sér hvaða lið geti boðið best í Durant og hér fyrir neðan má sjá slíkar pælingar. Brooklyn Nets hefur gefið það út að félagið vilji fá stjörnuleikmann í skiptum fyrir Durant auk þess að fá valrétti og aðra leikmenn með í pakkanum. Það eru ekki nærri því öll félög í NBA-deildinni sem geta boðið vel en sum eru í betri stöðu en önnur eins og kemur fram í samantekt The Score. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Fjögur lið eru nefnd til leiks en það eru Phoenix Suns, Toronto Raptors, Miami Heat og Golden State Warriors. Suma rekur augun örugglega strax í nafn Golden State Warriors en NBA-meistarnir hafa áhuga á sínum gamla liðsmanni og geta boðið vel. Brooklyn fengi þá spútnikstjörnuna Andrew Wiggins, framtíðarstjörnuna James Wiseman og svo fyrsta valrétt Golden State í nýliðavalinu á næsta ári. Allt frá byrjun hafa lið Phoenix Suns og Miami Heat verið í kapphlaupinu en Durant á að hafa nefnt þau tvö sem lið sem hann vildi spila með. Miami gæti boðið Tyler Herro, Duncan Robinson og marga valrétti úr fyrstu umferð en Phoenix gæti boðið Deandre Ayton, Mikal Bridges og marga valrétti úr fyrstu umferð. Það er almennt talið að það séu mestar líkur á því að Durant endi sem leikmaður Phoenix Suns. Toronto Raptors virðist líka ætla að keppa um Durant og gætu líka boðið vel eða tvo öfluga leikmenn, OG Anunoby, Pascal Siakam sem og valrétt úr fyrstu umferð. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Það vantar ekki áhugasöm lið því eftir að fréttirnar bárust að Durant vildi í burtu þá stoppaði ekki síminn hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma var það strax ljóst að forráðamenn Brooklyn liðsins ætluðu ekki að leyfa honum að fara nema að fá eitthvað svakalega mikið í staðinn. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið að velta því fyrir sér hvaða lið geti boðið best í Durant og hér fyrir neðan má sjá slíkar pælingar. Brooklyn Nets hefur gefið það út að félagið vilji fá stjörnuleikmann í skiptum fyrir Durant auk þess að fá valrétti og aðra leikmenn með í pakkanum. Það eru ekki nærri því öll félög í NBA-deildinni sem geta boðið vel en sum eru í betri stöðu en önnur eins og kemur fram í samantekt The Score. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Fjögur lið eru nefnd til leiks en það eru Phoenix Suns, Toronto Raptors, Miami Heat og Golden State Warriors. Suma rekur augun örugglega strax í nafn Golden State Warriors en NBA-meistarnir hafa áhuga á sínum gamla liðsmanni og geta boðið vel. Brooklyn fengi þá spútnikstjörnuna Andrew Wiggins, framtíðarstjörnuna James Wiseman og svo fyrsta valrétt Golden State í nýliðavalinu á næsta ári. Allt frá byrjun hafa lið Phoenix Suns og Miami Heat verið í kapphlaupinu en Durant á að hafa nefnt þau tvö sem lið sem hann vildi spila með. Miami gæti boðið Tyler Herro, Duncan Robinson og marga valrétti úr fyrstu umferð en Phoenix gæti boðið Deandre Ayton, Mikal Bridges og marga valrétti úr fyrstu umferð. Það er almennt talið að það séu mestar líkur á því að Durant endi sem leikmaður Phoenix Suns. Toronto Raptors virðist líka ætla að keppa um Durant og gætu líka boðið vel eða tvo öfluga leikmenn, OG Anunoby, Pascal Siakam sem og valrétt úr fyrstu umferð.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira