Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júlí 2022 20:42 Ferðamenn við Hallgrímskirkju. Vísir/Sigurjón Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. Brottförum erlendra farþega frá Íslandi hefur fjölgað hratt undanfarna mánuði eftir kórónuveirufaraldurinn en alls hafa tæplega 636 þúsund farþegar farið frá Keflavíkurflugvelli það sem af er ári. Það er meira en allt árið 2020, þegar tæplega 480 þúsund fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll, og nánast jafn mikið og allt árið 2021, þegar tæplega 690 þúsund fóru þar í gegn. „Við erum náttúrulega að bera þetta saman við afleit ár, sem sagt þessi Covid ár. Það sem er búið að gerast á síðustu mánuðum, við höfum verið að sjá stöðuga fjölgun erlendra farþega til landsins og ef við ætlum að bera þetta saman við einhver ár aftur í tímann, þá má segja að við séum svona á pari við 2016,“ segir Oddný Þóra Óladóttir, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu. Oddný Þóra Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu.Vísir/Sigurjón Brottfarir á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru þó færri en þær voru árið 2019, síðasta eðlilega árið fyrir faraldurinn. Í síðasta mánuði voru til að mynda ríflega 176 þúsund farþegar, samanborið við tæplega 195 þúsund í júnímánuði 2019. Nokkuð er því í að brottfarir nái sömu hæðum en engu að síður má gera ráð fyrir stóru sumri. „Ef við gerum ráð fyrir að við höldum bara sama dampi og hefur verið síðustu tvo mánuði, þá má ætla að það komi hér allt að eða yfir fjögur hundruð þúsund erlendir gestir næstu tvo mánuði og þá erum við að tala um að við séum kannski að ná svona 75 prósent af því sem best var árið 2018,“ segir Oddný. Gera meira úr ferðinni nú en áður Hún telur ólíklegt að brottfarir verði svipaðar og árið 2018, þegar yfir tvær milljónir erlendra gesta voru á landinu, og á frekar von á að tölurnar verði í kringum 1,5 milljónir til 1,8 milljónir fyrir allt árið 2022. Þó þurfi að líta til fleiri þátta en aðeins fjölda. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti í morgun yfirlit yfir kortaveltu erlendra ferðamanna en hún nam 28,3 milljörðum króna í júní og jókst um hátt í 49 prósent milli mánaða. Veltan hefur ekki mælst hærri í júnímánuði frá upphafi mælinga en áður mældist hún hæst árið 2018. Þannig hafa færri ferðamenn ekki komið að sök. „Ferðamenn eru að dvelja lengur eftir covid. Fólk er sem sagt að fara þessa einu ferð og það dvelur lengur, gerir vel við sig, eyðir meiru. Þetta er svona þróun sem við sjáum bara á alþjóðavísu,“ segir Oddný. „Ég held að menn séu orðnir svolítið meðvitaðri um að það þurfi, þá í tengslum við bara almenna þróun í heiminum, að draga úr ferðalögum og kannski leggja meiri áherslu á fólk fari kannski eina ferð og dvelji þá lengur, geri meira úr fríinu sínu, heldur en þessar endalausu hoppferðir milli landa,“ segir hún enn fremur. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. 11. júlí 2022 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Brottförum erlendra farþega frá Íslandi hefur fjölgað hratt undanfarna mánuði eftir kórónuveirufaraldurinn en alls hafa tæplega 636 þúsund farþegar farið frá Keflavíkurflugvelli það sem af er ári. Það er meira en allt árið 2020, þegar tæplega 480 þúsund fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll, og nánast jafn mikið og allt árið 2021, þegar tæplega 690 þúsund fóru þar í gegn. „Við erum náttúrulega að bera þetta saman við afleit ár, sem sagt þessi Covid ár. Það sem er búið að gerast á síðustu mánuðum, við höfum verið að sjá stöðuga fjölgun erlendra farþega til landsins og ef við ætlum að bera þetta saman við einhver ár aftur í tímann, þá má segja að við séum svona á pari við 2016,“ segir Oddný Þóra Óladóttir, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu. Oddný Þóra Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu.Vísir/Sigurjón Brottfarir á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru þó færri en þær voru árið 2019, síðasta eðlilega árið fyrir faraldurinn. Í síðasta mánuði voru til að mynda ríflega 176 þúsund farþegar, samanborið við tæplega 195 þúsund í júnímánuði 2019. Nokkuð er því í að brottfarir nái sömu hæðum en engu að síður má gera ráð fyrir stóru sumri. „Ef við gerum ráð fyrir að við höldum bara sama dampi og hefur verið síðustu tvo mánuði, þá má ætla að það komi hér allt að eða yfir fjögur hundruð þúsund erlendir gestir næstu tvo mánuði og þá erum við að tala um að við séum kannski að ná svona 75 prósent af því sem best var árið 2018,“ segir Oddný. Gera meira úr ferðinni nú en áður Hún telur ólíklegt að brottfarir verði svipaðar og árið 2018, þegar yfir tvær milljónir erlendra gesta voru á landinu, og á frekar von á að tölurnar verði í kringum 1,5 milljónir til 1,8 milljónir fyrir allt árið 2022. Þó þurfi að líta til fleiri þátta en aðeins fjölda. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti í morgun yfirlit yfir kortaveltu erlendra ferðamanna en hún nam 28,3 milljörðum króna í júní og jókst um hátt í 49 prósent milli mánaða. Veltan hefur ekki mælst hærri í júnímánuði frá upphafi mælinga en áður mældist hún hæst árið 2018. Þannig hafa færri ferðamenn ekki komið að sök. „Ferðamenn eru að dvelja lengur eftir covid. Fólk er sem sagt að fara þessa einu ferð og það dvelur lengur, gerir vel við sig, eyðir meiru. Þetta er svona þróun sem við sjáum bara á alþjóðavísu,“ segir Oddný. „Ég held að menn séu orðnir svolítið meðvitaðri um að það þurfi, þá í tengslum við bara almenna þróun í heiminum, að draga úr ferðalögum og kannski leggja meiri áherslu á fólk fari kannski eina ferð og dvelji þá lengur, geri meira úr fríinu sínu, heldur en þessar endalausu hoppferðir milli landa,“ segir hún enn fremur.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. 11. júlí 2022 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. 11. júlí 2022 18:31