Frelsi á Alþingi Hildur Sverrisdóttir skrifar 13. júlí 2022 07:01 Frelsið á sér of fáa málsvara í samfélaginu í dag. Kannski er það vegna þess að við njótum þess að miklu leyti og teljum okkur ekki þurfa að hafa af því áhyggjur – en ef við pössum ekki stöðugt upp á frelsið getur það hæglega orðið hinni alræmdu salamiaðferð aðferð að bráð, þar sem sneitt er af því smám saman. „Hvað með börnin?“ er auðvitað þekkt stef. En lýðheilsuna? Öryggið? Oft eru vissulega verðug sjónarmið í forgrunninum þegar varast á frelsið en heildaráhrif verða aldrei metin nema fórnarkostnaðurinn sé tekinn með í reikninginn. Það skiptir máli að velunnarar frelsisins láti að sér kveða á Alþingi og í því samhengi er vert að minnast á helstu frelsisslagi síðasta þingveturs. Valfrelsi gegn ríkisbragðinu Nikótínmálið svokallaða vakti athygli þegar það var lagt fram af heilbrigðisráðherra. Frumvarpið fékk hvað mesta athygli fyrir að fela í sér bann nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. Málið hlaut hörð viðbrögð við fyrstu umræðu í þingsal og benti undirrituð á það meðal annars að það skyti skökku við að banna bragðefni á vöru sem hvort eð er yrði bönnuð börnum og því einungis verið að hefta frelsi fullorðins fólks til að neyta vörunnar eins og það kýs helst að hafa hana. Í meðförum málsins á þingi hefði að mínu viti mátt ganga mun lengra í frelsisátt í málinu almennt en þessari reglu var allavega blessunarlega breytt og fólk mun því geta valið sitt uppáhalds bragð á nikótínpúðum sem fyrr. Það verður að breyta leigubílakerfinu Burtséð frá allri réttmætri lögfræði eftirlitsstofnanna og sjónarmiða Samkeppniseftirlitsins þá hreinlega blasir við neyðarástand í leigubílaþjónustu. Frumvarpið sem innviðaráðherra lagði fram er því fagnaðarefni og þá ekki síst þær nauðsynlegu breytingar sem voru gerðar á þinginu í frelsisátt; að veita lögaðilum leyfi til reksturs leigubifreiða, að rekstrarleyfi veiti rétt til reksturs einnar eða fleiri leigubifreiða, að krafa um starfsstöð verði felld brott og að hægt verði að semja heildarverð í stað stífra krafna um notkun löggildra gjaldmæla. Allt mikilvæg atriði sem sporna nauðsynlega við undirliggjandi aðgangshindrunum á leigubílamarkaðinum sem verða að vera enn í forgrunni frumvarpsins þegar það verður lagt fram að nýju í haust. Regluramma netverslunar verður að skýra til jafnræðis Frumvarp sem ég lagði fram um að heimila innlenda netverslun með áfengi náði ekki fram að ganga á lokametrum þingsins þrátt fyrir að hafa klárast í þinglegri meðferð. Það voru mér vonbrigði, ekki síst þar sem þrátt fyrir fínt frelsisskref var ekki boðuð nein stórkostleg kollvörpun heldur fyrst og fremst gerður skýrari reglurammi um starfsemi sem er hér þegar til staðar, með erlendum netverslununum sem eru varðar af EES-samningnum, og undirstrika tækifæri innlendra framleiðenda til að standa jafnfætis þeim. Ójafnræðið er því enn til staðar og mun ríkisstjórnin þurfa að greiða úr þeirri stöðu og því fagnaðarefni að dómsmálaráðherra hefur þegar boðað samhljóða frumvarp strax í haust. Brugghúsamálið skemmtilegasta frelsisfrétt sumarsins Huggun harmi gegn í nútímavæðingu áfengislöggjafarinnar er að samstaða náðist um brugghúsamálið svokallaða sem dómsmálaráðherra lagði fram. Það var gott mál sem varð enn betra í meðförum þingsins. Frumvarpið bar upphaflega með sér að lítil bjórbrugghús mættu selja afurðir á framleiðslustað. Þingið bætti um betur og víkkaði heimildina til allra framleiðenda áfengis, líka líkjöra og sterks áfengis. Skemmtilegt hænuskref í frelsisátt en líka nauðsynlegt og sjálfsagt ferðaþjónustumál og rekstrarmál fyrir þessa litlu framleiðendur. Sjálfsákvörðunarréttur fólks í tæknifrjóvgunum Frumvarp sem stendur mér nærri er annað mál sem ég lagði fram til að afmá úreltar og óþarfar reglur sem geta orðið mikill tálmi í erfiðum og sárum kringumstæðum fólks í tæknifrjóvgunum. Með breytingunum sem ég lagði til fær fólk meðal annars fullt samningsfrelsi til að ákveða sjálft fyrirkomulag tæknifrjóvgana sinna án þess að sambúðarform, sambúðarslit, andlát maka eða nokkuð annað en vilji fólks ákveði tilhögunina. Málið náði ekki fram að ganga í þetta sinn, eins og raunin er því miður um nánast öll þingmannamál á Alþingi, en sýndi að þingheimi er nú ekki alls varnað í frelsishugsuninni því þingmenn úr öllum flokkum vildu standa að frumvarpinu með mér. Það er eðli stjórnmálanna að finna málamiðlanir. Frelsisgleraugun eru nauðsynleg í því stóra samtali og ég held að þau hafi tvímælalaust orðið okkur til heilla á síðasta þingvetri. Með þeim gætum við þess að vel meintar reglur séu hugsaðar til fulls - og höldum til haga þeirri meginreglu að fólki sé treystandi fyrir eigin lífi án þess að hið opinbera sé sífellt að hafa af því óþarfa áhyggjur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Hildur Sverrisdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nikótínpúðar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Frelsið á sér of fáa málsvara í samfélaginu í dag. Kannski er það vegna þess að við njótum þess að miklu leyti og teljum okkur ekki þurfa að hafa af því áhyggjur – en ef við pössum ekki stöðugt upp á frelsið getur það hæglega orðið hinni alræmdu salamiaðferð aðferð að bráð, þar sem sneitt er af því smám saman. „Hvað með börnin?“ er auðvitað þekkt stef. En lýðheilsuna? Öryggið? Oft eru vissulega verðug sjónarmið í forgrunninum þegar varast á frelsið en heildaráhrif verða aldrei metin nema fórnarkostnaðurinn sé tekinn með í reikninginn. Það skiptir máli að velunnarar frelsisins láti að sér kveða á Alþingi og í því samhengi er vert að minnast á helstu frelsisslagi síðasta þingveturs. Valfrelsi gegn ríkisbragðinu Nikótínmálið svokallaða vakti athygli þegar það var lagt fram af heilbrigðisráðherra. Frumvarpið fékk hvað mesta athygli fyrir að fela í sér bann nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. Málið hlaut hörð viðbrögð við fyrstu umræðu í þingsal og benti undirrituð á það meðal annars að það skyti skökku við að banna bragðefni á vöru sem hvort eð er yrði bönnuð börnum og því einungis verið að hefta frelsi fullorðins fólks til að neyta vörunnar eins og það kýs helst að hafa hana. Í meðförum málsins á þingi hefði að mínu viti mátt ganga mun lengra í frelsisátt í málinu almennt en þessari reglu var allavega blessunarlega breytt og fólk mun því geta valið sitt uppáhalds bragð á nikótínpúðum sem fyrr. Það verður að breyta leigubílakerfinu Burtséð frá allri réttmætri lögfræði eftirlitsstofnanna og sjónarmiða Samkeppniseftirlitsins þá hreinlega blasir við neyðarástand í leigubílaþjónustu. Frumvarpið sem innviðaráðherra lagði fram er því fagnaðarefni og þá ekki síst þær nauðsynlegu breytingar sem voru gerðar á þinginu í frelsisátt; að veita lögaðilum leyfi til reksturs leigubifreiða, að rekstrarleyfi veiti rétt til reksturs einnar eða fleiri leigubifreiða, að krafa um starfsstöð verði felld brott og að hægt verði að semja heildarverð í stað stífra krafna um notkun löggildra gjaldmæla. Allt mikilvæg atriði sem sporna nauðsynlega við undirliggjandi aðgangshindrunum á leigubílamarkaðinum sem verða að vera enn í forgrunni frumvarpsins þegar það verður lagt fram að nýju í haust. Regluramma netverslunar verður að skýra til jafnræðis Frumvarp sem ég lagði fram um að heimila innlenda netverslun með áfengi náði ekki fram að ganga á lokametrum þingsins þrátt fyrir að hafa klárast í þinglegri meðferð. Það voru mér vonbrigði, ekki síst þar sem þrátt fyrir fínt frelsisskref var ekki boðuð nein stórkostleg kollvörpun heldur fyrst og fremst gerður skýrari reglurammi um starfsemi sem er hér þegar til staðar, með erlendum netverslununum sem eru varðar af EES-samningnum, og undirstrika tækifæri innlendra framleiðenda til að standa jafnfætis þeim. Ójafnræðið er því enn til staðar og mun ríkisstjórnin þurfa að greiða úr þeirri stöðu og því fagnaðarefni að dómsmálaráðherra hefur þegar boðað samhljóða frumvarp strax í haust. Brugghúsamálið skemmtilegasta frelsisfrétt sumarsins Huggun harmi gegn í nútímavæðingu áfengislöggjafarinnar er að samstaða náðist um brugghúsamálið svokallaða sem dómsmálaráðherra lagði fram. Það var gott mál sem varð enn betra í meðförum þingsins. Frumvarpið bar upphaflega með sér að lítil bjórbrugghús mættu selja afurðir á framleiðslustað. Þingið bætti um betur og víkkaði heimildina til allra framleiðenda áfengis, líka líkjöra og sterks áfengis. Skemmtilegt hænuskref í frelsisátt en líka nauðsynlegt og sjálfsagt ferðaþjónustumál og rekstrarmál fyrir þessa litlu framleiðendur. Sjálfsákvörðunarréttur fólks í tæknifrjóvgunum Frumvarp sem stendur mér nærri er annað mál sem ég lagði fram til að afmá úreltar og óþarfar reglur sem geta orðið mikill tálmi í erfiðum og sárum kringumstæðum fólks í tæknifrjóvgunum. Með breytingunum sem ég lagði til fær fólk meðal annars fullt samningsfrelsi til að ákveða sjálft fyrirkomulag tæknifrjóvgana sinna án þess að sambúðarform, sambúðarslit, andlát maka eða nokkuð annað en vilji fólks ákveði tilhögunina. Málið náði ekki fram að ganga í þetta sinn, eins og raunin er því miður um nánast öll þingmannamál á Alþingi, en sýndi að þingheimi er nú ekki alls varnað í frelsishugsuninni því þingmenn úr öllum flokkum vildu standa að frumvarpinu með mér. Það er eðli stjórnmálanna að finna málamiðlanir. Frelsisgleraugun eru nauðsynleg í því stóra samtali og ég held að þau hafi tvímælalaust orðið okkur til heilla á síðasta þingvetri. Með þeim gætum við þess að vel meintar reglur séu hugsaðar til fulls - og höldum til haga þeirri meginreglu að fólki sé treystandi fyrir eigin lífi án þess að hið opinbera sé sífellt að hafa af því óþarfa áhyggjur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun