Óli Valur mættur til Sirius Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 09:30 Óli Valur ritar undir samninginn í Svíþjóð. @siriusfotboll Besta deild karla í fótbolta heldur áfram að missa skemmtikrafta úr deildinni. Fyrr í morgun var staðfest að Kristall Máni Ingason væri búinn að skrifa undir hjá Rosenborg og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið IK Sirius staðfest komu Óla Vals Ómarssonar. Óli Valur kemur úr Garðabænum en hann hefur heillað gríðarlega með frammistöðu sinni í sumar. Hefur hann að öðrum ólöstuðum verið besti maður Stjörnunnar það sem af er sumri. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall þá var hann valinn í U-21 árs landslið Íslands og spilaði hann sinn þátt í að liðið er komið í umspil um sæti á EM U-21 árs landsliða. Hann er nú mættur til Svíþjóðar þar sem hann skrifaði undir samning til ársins 2027. Fyrir tímabilið var Óli Valur titlaður sem „Fylgist með“ leikmaður Stjörnunnar og sá hefur ekki valdið vonbrigðum. Hann hefur verið líkt og rennilás í á hægri væng Stjörnunnar en sókndjarfari bakvörður er vandfundinn á Íslandi og þó víðar væri leitað. Stutt er síðan það var staðfest að Sirius hefði boðið í leikmanninn og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið náð bæði samningum við Stjörnuna sem og Óla Val sjálfan. Var hann svo tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins nú í dag. Fyrir er Aron Bjarnason hjá liðinu og gætu þeir myndað einkar spennandi hægri væng saman, Óli Valur í bakverðinum og Aron á vængnum. Välkommen till Sirius, Óli Valur Ómarsson! Läs mer om Óli Valur på https://t.co/wgYrOUfWhmEn videointervju med dagens två nyförvärv publiceras efter dagens träning. pic.twitter.com/hoo6uVREfn— IK Sirius Fotboll (@siriusfotboll) July 13, 2022 „Mér líður vel með að vera kominn hingað. Sirius er flott félag í mjög góðri deild. Ég er mjög spenntur að koma hingað og reyna hjálpa liðinu með leik mínum,“ sagði Óli Valur við undirskriftina. „Við erum mjög ánægðir með að Óli Valur hafi ákveðið að koma til Sirius. Við höfum fylgst með honum í dágóðan tíma og leikstíll hans passar vel inn í það sem við viljum,“ sagði Ola Andersson, yfirmaður íþróttamála félagsins, um komu Óla Vals. Óli Valur á að baki 37 leiki í efstu deild hér á landi sem og tvo leiki í bikarkeppni. Þá á hann að baki tvo leiki fyrir U-21 árs landsliðið sem og 15 aðra leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þegar 13 umferðum er lokið er Sirius í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti og sjö stigum frá Evrópusæti. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Sænski boltinn Tengdar fréttir Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Óli Valur kemur úr Garðabænum en hann hefur heillað gríðarlega með frammistöðu sinni í sumar. Hefur hann að öðrum ólöstuðum verið besti maður Stjörnunnar það sem af er sumri. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall þá var hann valinn í U-21 árs landslið Íslands og spilaði hann sinn þátt í að liðið er komið í umspil um sæti á EM U-21 árs landsliða. Hann er nú mættur til Svíþjóðar þar sem hann skrifaði undir samning til ársins 2027. Fyrir tímabilið var Óli Valur titlaður sem „Fylgist með“ leikmaður Stjörnunnar og sá hefur ekki valdið vonbrigðum. Hann hefur verið líkt og rennilás í á hægri væng Stjörnunnar en sókndjarfari bakvörður er vandfundinn á Íslandi og þó víðar væri leitað. Stutt er síðan það var staðfest að Sirius hefði boðið í leikmanninn og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið náð bæði samningum við Stjörnuna sem og Óla Val sjálfan. Var hann svo tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins nú í dag. Fyrir er Aron Bjarnason hjá liðinu og gætu þeir myndað einkar spennandi hægri væng saman, Óli Valur í bakverðinum og Aron á vængnum. Välkommen till Sirius, Óli Valur Ómarsson! Läs mer om Óli Valur på https://t.co/wgYrOUfWhmEn videointervju med dagens två nyförvärv publiceras efter dagens träning. pic.twitter.com/hoo6uVREfn— IK Sirius Fotboll (@siriusfotboll) July 13, 2022 „Mér líður vel með að vera kominn hingað. Sirius er flott félag í mjög góðri deild. Ég er mjög spenntur að koma hingað og reyna hjálpa liðinu með leik mínum,“ sagði Óli Valur við undirskriftina. „Við erum mjög ánægðir með að Óli Valur hafi ákveðið að koma til Sirius. Við höfum fylgst með honum í dágóðan tíma og leikstíll hans passar vel inn í það sem við viljum,“ sagði Ola Andersson, yfirmaður íþróttamála félagsins, um komu Óla Vals. Óli Valur á að baki 37 leiki í efstu deild hér á landi sem og tvo leiki í bikarkeppni. Þá á hann að baki tvo leiki fyrir U-21 árs landsliðið sem og 15 aðra leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þegar 13 umferðum er lokið er Sirius í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti og sjö stigum frá Evrópusæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Sænski boltinn Tengdar fréttir Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. 13. júlí 2022 07:30