Faðir Elon Musk eignaðist annað barn með stjúpdóttur sinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2022 15:29 Musk staðfesti það í viðtali við Sun í vikunni að hann hefði eignast annað barn árið 2019 með stjúpdóttur sinni, hinni 35 ára Jönu Bezuidenhout. Cyrus McCrimmon/Getty Errol Musk, faðir Elon Musk, greindi frá því í vikunni að hann hefði eignast annað barn með Jönu Bezuidenhout, stjúpdóttur sinni. Stjúpfeðginin eignuðust soninn Elliot Rush árið 2017 og nú kom í ljós að þau eignuðust annað barn í leyni árið 2019. Hinn 76 ára Errol Musk staðfesti þetta í viðtali við The Sun á miðvikudag. Um þá yfirlýsingu sagði Errol að „eina ástæðan fyrir því að við erum á jörðinni er til að fjölga okkur.“ Musk sagði óléttuna hafa verið óvænta og að þau Jana byggju ekki lengur saman. Ástæðan fyrir því væri 41 árs aldursmunurinn milli þeirra en Jana er 35 ára. Hins vegar segir Musk að bæði börnin komi reglulega í heimsókn til hans til Pretoríu í suður-Afríku. Fréttirnar af þessu leynda barni koma stuttu eftir að það var greint frá því að Elon Musk, sonur Errol, hefði eignast tvíbura með stjórnenda hjá Neuralink, fyrirtæki sínu. Þeir tvíburar komu í heiminn nokkrum vikum eftir að Elon eignaðist annað barn með tónlistarkonunni Grimes. Í það heila á Elon tíu börn en Errol á aðeins færri, eða sjö. Stjúpfaðir barnsmóður sinnar frá því hún var fjögurra ára Errol Musk sem er suður-afrískur verkfræðingur giftist fyrstu eiginkonu sinni, módelinu Maye Haldeman Musk, árið 1970 og eignaðist með henni þrjú börn, þar á meðal Elon. Þau hjónin skildu 1979 og þá giftist hann ekkjunni Heide Bezuidenhout. Errol eignaðist tvö börn með Heide en hún átti einnig tvö börn fyrir. Annað þeirra var Jana og tók Errol þátt í að ala upp stjúpdótturina frá því hún var fjögurra ára gömul. Á endanum skildu Errol og Heide eftir átján ára hjónaband en þar með var sögunni ekki lokið. View this post on Instagram A post shared by Jana Bezuidenhout (@janaloves_life) Öllum að óvörum varð Jana ólétt eftir stjúpföður sinn árið 2017 þegar Elliot Rush kom í heiminn. Það varð til þess að Elon Musk skar á tengsl við föður sinn, brjálaður yfir óléttunni. Í viðtali við Rolling Stone sama ár sagði Elon að faðir sinn væri „hræðileg manneskja.“ Að sögn Errol voru hin börn hans einnig hneyksluð á þessari óvæntu óléttu og nú hefur komið í ljós að þau stjúpfeðginin hafi eignast annað barn tveimur árum síðar. Bandaríkin Suður-Afríka Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Hinn 76 ára Errol Musk staðfesti þetta í viðtali við The Sun á miðvikudag. Um þá yfirlýsingu sagði Errol að „eina ástæðan fyrir því að við erum á jörðinni er til að fjölga okkur.“ Musk sagði óléttuna hafa verið óvænta og að þau Jana byggju ekki lengur saman. Ástæðan fyrir því væri 41 árs aldursmunurinn milli þeirra en Jana er 35 ára. Hins vegar segir Musk að bæði börnin komi reglulega í heimsókn til hans til Pretoríu í suður-Afríku. Fréttirnar af þessu leynda barni koma stuttu eftir að það var greint frá því að Elon Musk, sonur Errol, hefði eignast tvíbura með stjórnenda hjá Neuralink, fyrirtæki sínu. Þeir tvíburar komu í heiminn nokkrum vikum eftir að Elon eignaðist annað barn með tónlistarkonunni Grimes. Í það heila á Elon tíu börn en Errol á aðeins færri, eða sjö. Stjúpfaðir barnsmóður sinnar frá því hún var fjögurra ára Errol Musk sem er suður-afrískur verkfræðingur giftist fyrstu eiginkonu sinni, módelinu Maye Haldeman Musk, árið 1970 og eignaðist með henni þrjú börn, þar á meðal Elon. Þau hjónin skildu 1979 og þá giftist hann ekkjunni Heide Bezuidenhout. Errol eignaðist tvö börn með Heide en hún átti einnig tvö börn fyrir. Annað þeirra var Jana og tók Errol þátt í að ala upp stjúpdótturina frá því hún var fjögurra ára gömul. Á endanum skildu Errol og Heide eftir átján ára hjónaband en þar með var sögunni ekki lokið. View this post on Instagram A post shared by Jana Bezuidenhout (@janaloves_life) Öllum að óvörum varð Jana ólétt eftir stjúpföður sinn árið 2017 þegar Elliot Rush kom í heiminn. Það varð til þess að Elon Musk skar á tengsl við föður sinn, brjálaður yfir óléttunni. Í viðtali við Rolling Stone sama ár sagði Elon að faðir sinn væri „hræðileg manneskja.“ Að sögn Errol voru hin börn hans einnig hneyksluð á þessari óvæntu óléttu og nú hefur komið í ljós að þau stjúpfeðginin hafi eignast annað barn tveimur árum síðar.
Bandaríkin Suður-Afríka Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira