Hið opinbera hefði þurft að stíga inn á byggingamarkað fyrir áratug Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2022 11:49 Ólafur Margeirsson er doktor í hagfræði. Vísir/Skjáskot Doktor í hagfræði segir að ekki sé tilefni til að hið opinbera stígi inn á húsnæðismarkað á meðan einkaðilar byggja nóg. Hins vegar hefði það mátt stíga inn fyrir tíu árum þegar lítið var byggt. Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Credit Suisse, var fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þeir ræddu húsnæðismarkaðinn og Ólafur segir margt liggja að baki ört hækkandi fasteignaverði. „Þetta er blanda af mörgum þáttum á sama tíma, það er minna byggt á hverja þúsund íbúa en áður í mörgum tilvikum, það eru hærri laun, það eru lægri skattar á eignir, það eru lægri vextir. Þegar þú tekur alla heildarmyndina endar með því að fasteignaverð hækkar,“ segir hann. Vaxtalækkanir vegna Covid-19 hafi keyrt eignaverð upp Hann segir að viðbrögð stjórnvalda á Vesturlöndum við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19 orsaki gríðarlega hækkun fasteignaverðs. „Það endar sem sagt með því að eignaverð, hlutabréfaverð, skuldabréfaverð og fasteignaverð hækkar mjög hratt. Þess vegna kemur þessi óþægilega mikla sveifla á fasteignamarkaði, sem ýtir til dæmis the Economist í þá átt að segja að við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta „eitthvað“ er einfaldlega að sjá til þess að framboð af fasteignum sé nægilega mikið. Það er að segja, það verður að byggja meira,“ segir Ólafur,“ Of seint í rassinn gripið að stíga inn á markaðinn núna Ólafur segir að ónægt framboð á húsnæðismarkaði sé ekki til komið vegna þess að ekki sé nægilega mikið byggt núna. „Upp úr 2009 til 2016 eða svo þá erum við að byggja um það bil þúsund íbúðir á ári, að meðaltali. Núna erum við að byggja kannski 3500, eða allavega yfir 3000, íbúðir á ári. Þannig að það er erfitt að segja að það sé markaðsbrestur í dag. Ég myndi frekar segja að það hafi verið markaðsbrestur fyrir nokkrum árum síðan. Ef við hefðum viljað koma í veg fyrir framboðsskortinn sem er í dag, þá hefðum við átt að stíga inn á byggingamarkaðinn fyrir tíu árum frekar en í dag,“ segir hann. Samtal þeirra Ólafs og Kristjáns má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fasteignamarkaður Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Credit Suisse, var fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þeir ræddu húsnæðismarkaðinn og Ólafur segir margt liggja að baki ört hækkandi fasteignaverði. „Þetta er blanda af mörgum þáttum á sama tíma, það er minna byggt á hverja þúsund íbúa en áður í mörgum tilvikum, það eru hærri laun, það eru lægri skattar á eignir, það eru lægri vextir. Þegar þú tekur alla heildarmyndina endar með því að fasteignaverð hækkar,“ segir hann. Vaxtalækkanir vegna Covid-19 hafi keyrt eignaverð upp Hann segir að viðbrögð stjórnvalda á Vesturlöndum við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19 orsaki gríðarlega hækkun fasteignaverðs. „Það endar sem sagt með því að eignaverð, hlutabréfaverð, skuldabréfaverð og fasteignaverð hækkar mjög hratt. Þess vegna kemur þessi óþægilega mikla sveifla á fasteignamarkaði, sem ýtir til dæmis the Economist í þá átt að segja að við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta „eitthvað“ er einfaldlega að sjá til þess að framboð af fasteignum sé nægilega mikið. Það er að segja, það verður að byggja meira,“ segir Ólafur,“ Of seint í rassinn gripið að stíga inn á markaðinn núna Ólafur segir að ónægt framboð á húsnæðismarkaði sé ekki til komið vegna þess að ekki sé nægilega mikið byggt núna. „Upp úr 2009 til 2016 eða svo þá erum við að byggja um það bil þúsund íbúðir á ári, að meðaltali. Núna erum við að byggja kannski 3500, eða allavega yfir 3000, íbúðir á ári. Þannig að það er erfitt að segja að það sé markaðsbrestur í dag. Ég myndi frekar segja að það hafi verið markaðsbrestur fyrir nokkrum árum síðan. Ef við hefðum viljað koma í veg fyrir framboðsskortinn sem er í dag, þá hefðum við átt að stíga inn á byggingamarkaðinn fyrir tíu árum frekar en í dag,“ segir hann. Samtal þeirra Ólafs og Kristjáns má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Fasteignamarkaður Sprengisandur Byggingariðnaður Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira