Til hamingju, þroskaþjálfar! Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 18. júlí 2022 11:01 Straumhvörf urðu í vor þegar fyrsti hópur þroskaþjálfa útskrifaðist frá Háskóla Íslands að loknu fjögurra ára háskólanámi. Af því tilefni stóðu Menntavísindasvið og Þroskaþjálfafélag Íslands saman að sérstakri útskriftarathöfn fyrir nemendur og aðstandendur þeirra. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið mjög miklum breytingum frá því að Þroskaþjálfaskóli íslands var stofnaður árið 1971. Námið færðist á háskólastig árið 1998 og var þriggja ára nám þar til reglugerð um menntun þroskaþjálfa breyttist árið 2018 og kveðið var á um að lengja skyldi námið í fjögur ár. Sú breyting var gerð vegna krafna í samfélaginu, ekki síst frá fagstéttinni sjálfri, um að nauðsynlegt væri að efla faglegan undirbúning þroskaþjálfa til þeirra flóknu og ábyrgðarmiklu verkefna sem þeim er ætlað að sinna. Samhliða því fleygir fram þekkingu og þróun innan fræða- og vísindasamfélagsins um nýjar leiðir og bjargráð sem einstaklingar með skerta hæfni geta nýtt sér til að auka lífsgæði sín og þátttöku, bæði með umbyltingu þjónustu og félagslegra ferla, en einnig vegna stafrænnar þróunar og innleiðingar nýrrar tækni. Því er ákaflega brýnt að fjölga þeim þroskaþjálfum sem fá tækifæri til að sinna rannsóknum á fagsviðinu, til að mynda með því að sækja meistara- eða doktorsnám. Þrátt fyrir að síðustu tvö námsárin hafi verið krefjandi vegna heimsfaraldurs, jarðskjálfta og eldgosa, skipulögðu útskrifarnemendur vorið 2021 glæsilega málstofu þar sem þau kynntu loka-verkefni sín sem endurspegla vel hinn fjölbreytta og breiða vettvang þroskaþjálfafræða, þar var meðal annars fjallað um: geðheilbrigði, atvinnumál fatlaðs fólks, skóla án aðgreiningar, félagsfærni í grunnskóla, hlutverk þroskaþjálfa á tímum COVID-19, fjölskyldumiðaða þjónusta, börn með fjölþættan vanda, fólk með heilabilun, leiðir til að bæta líf barna með einhverfu, leiðir til að bæta líf barna með ADHD og áhrif tónlistar á þroska. Verkefnin tengdust mannréttindum, lífsgæðum, jöfnuði, valdeflingu og virkri þátttöku. Þau endurspegla gildi og fagmennsku þroskaþjálfa sem hverfast um rétt einstaklinga til að þroskast, lifa og starfa í samfélagi við aðra og njóta lífsgæða. Menntun þroskaþjálfa er samvinnuverkefni og verður ávallt að mótast og þróast í nánu samstarfi við forystu fagstéttarinnar. Það hefur verið okkur á Menntavísindasviði ákaflega mikils virði að hafa átt traust og gott samráð við forystu Þroskaþjálfafélags Íslands, meðal annars um mótun fjórða ársins, inntak og skipulag þess, og fyrirkomulag vettvangsnáms. Árið 2020 var Menntakvika, árleg ráðstefna sviðsins, helguð alþjóðlegum degi þroskaþjálfa og fór þar fram glæsileg málstofa helguð sögu og sérstöðu þroskaþjálfafræða. Eins og flestir vita þá einkenndist 20. öldin af mikilli vanþekkingu og fordómum gagnvart fötluðu og jaðarsettu fólki, ekki síst fólki með þroskahömlun, sem flestum var gert að alast upp á stofnunum. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar og jákvæðar breytingar hafi orðið, þá eru því miður enn ýmsar félagslegar og kerfislegar hindranir og áskoranir sem koma í veg fyrir fulla þátttöku allra í samfélaginu. Þroskaþjálfar eru eftirsóttir starfskraftar víða í samfélaginu og hafa verið brautryðjendur í því að valdefla einstaklinga til virkrar þátttöku og skapa þannig aukinn félagslegan jöfnuð. Að mörgu leyti er námið einstakt á heimsvísu og búa Íslendingar að því að eiga þessa öflugu fagstétt sem starfar á mörgum sviðum samfélagsins. Ég óska þroskaþjálfum og íslensku samfélagi til hamingju með þessi tímamót! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggir á ávarpi sem flutt var við útskriftarathöfn þroskaþjálfa laugardaginn 25. júní sl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Straumhvörf urðu í vor þegar fyrsti hópur þroskaþjálfa útskrifaðist frá Háskóla Íslands að loknu fjögurra ára háskólanámi. Af því tilefni stóðu Menntavísindasvið og Þroskaþjálfafélag Íslands saman að sérstakri útskriftarathöfn fyrir nemendur og aðstandendur þeirra. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið mjög miklum breytingum frá því að Þroskaþjálfaskóli íslands var stofnaður árið 1971. Námið færðist á háskólastig árið 1998 og var þriggja ára nám þar til reglugerð um menntun þroskaþjálfa breyttist árið 2018 og kveðið var á um að lengja skyldi námið í fjögur ár. Sú breyting var gerð vegna krafna í samfélaginu, ekki síst frá fagstéttinni sjálfri, um að nauðsynlegt væri að efla faglegan undirbúning þroskaþjálfa til þeirra flóknu og ábyrgðarmiklu verkefna sem þeim er ætlað að sinna. Samhliða því fleygir fram þekkingu og þróun innan fræða- og vísindasamfélagsins um nýjar leiðir og bjargráð sem einstaklingar með skerta hæfni geta nýtt sér til að auka lífsgæði sín og þátttöku, bæði með umbyltingu þjónustu og félagslegra ferla, en einnig vegna stafrænnar þróunar og innleiðingar nýrrar tækni. Því er ákaflega brýnt að fjölga þeim þroskaþjálfum sem fá tækifæri til að sinna rannsóknum á fagsviðinu, til að mynda með því að sækja meistara- eða doktorsnám. Þrátt fyrir að síðustu tvö námsárin hafi verið krefjandi vegna heimsfaraldurs, jarðskjálfta og eldgosa, skipulögðu útskrifarnemendur vorið 2021 glæsilega málstofu þar sem þau kynntu loka-verkefni sín sem endurspegla vel hinn fjölbreytta og breiða vettvang þroskaþjálfafræða, þar var meðal annars fjallað um: geðheilbrigði, atvinnumál fatlaðs fólks, skóla án aðgreiningar, félagsfærni í grunnskóla, hlutverk þroskaþjálfa á tímum COVID-19, fjölskyldumiðaða þjónusta, börn með fjölþættan vanda, fólk með heilabilun, leiðir til að bæta líf barna með einhverfu, leiðir til að bæta líf barna með ADHD og áhrif tónlistar á þroska. Verkefnin tengdust mannréttindum, lífsgæðum, jöfnuði, valdeflingu og virkri þátttöku. Þau endurspegla gildi og fagmennsku þroskaþjálfa sem hverfast um rétt einstaklinga til að þroskast, lifa og starfa í samfélagi við aðra og njóta lífsgæða. Menntun þroskaþjálfa er samvinnuverkefni og verður ávallt að mótast og þróast í nánu samstarfi við forystu fagstéttarinnar. Það hefur verið okkur á Menntavísindasviði ákaflega mikils virði að hafa átt traust og gott samráð við forystu Þroskaþjálfafélags Íslands, meðal annars um mótun fjórða ársins, inntak og skipulag þess, og fyrirkomulag vettvangsnáms. Árið 2020 var Menntakvika, árleg ráðstefna sviðsins, helguð alþjóðlegum degi þroskaþjálfa og fór þar fram glæsileg málstofa helguð sögu og sérstöðu þroskaþjálfafræða. Eins og flestir vita þá einkenndist 20. öldin af mikilli vanþekkingu og fordómum gagnvart fötluðu og jaðarsettu fólki, ekki síst fólki með þroskahömlun, sem flestum var gert að alast upp á stofnunum. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar og jákvæðar breytingar hafi orðið, þá eru því miður enn ýmsar félagslegar og kerfislegar hindranir og áskoranir sem koma í veg fyrir fulla þátttöku allra í samfélaginu. Þroskaþjálfar eru eftirsóttir starfskraftar víða í samfélaginu og hafa verið brautryðjendur í því að valdefla einstaklinga til virkrar þátttöku og skapa þannig aukinn félagslegan jöfnuð. Að mörgu leyti er námið einstakt á heimsvísu og búa Íslendingar að því að eiga þessa öflugu fagstétt sem starfar á mörgum sviðum samfélagsins. Ég óska þroskaþjálfum og íslensku samfélagi til hamingju með þessi tímamót! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggir á ávarpi sem flutt var við útskriftarathöfn þroskaþjálfa laugardaginn 25. júní sl.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar