Frumsýning á Vísi: Snorri Helgason og Ari Eldjárn sameina krafta sína Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. júlí 2022 12:30 Snorri Helgason var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Hæ Stína. Stilla úr myndbandi Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Snorra Helgasonar, en myndbandið er við glænýtt lag frá Snorra sem ber nafnið Hæ Stína. Uppistandarinn og filmuáhugamaðurinn Ari Eldjárn leikstýrði en blaðamaður tók púlsinn á þeim vinum og fékk að heyra nánar frá. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Gömul filmumyndavél „Við Ari erum gamlir vinir, kynntumst fyrst í gegnum Berg Ebba þegar Sprengjuhöllin var að byrja og svo alltaf meira og meira í gegnum árin,“ segir Snorri og bætir við að konan hans, Saga Garðarsdóttir, og Ari séu einnig mjög góðir vinir. „Einhvern tímann haustið 2021 voru þau tvö, Saga og Ari, að fara að vera með uppistand á Hólmavík og ég var fenginn í að vera driver. Á leiðinni var ég að leyfa Ara að heyra röffmix af stöffinu sem ég var að vinna með Daníel Friðriki og þess á meðal var lagið Hæ Stína sem Ari kveikti strax á og stakk upp á að hann gerði myndband við. Ari er nefnilega ekki bara gúrme uppistandari heldur líka gamall filmuperri. Hann var alltaf að taka upp og framkalla filmur þegar hann var barn og unglingur en hafði þarna nýverið fest kaup á geggjaðri gamalli filmumyndavél og langaði til að prófa að gera eitthvað á henni. Þannig að það var kjörið að hann myndi leikstýra myndbandi við þetta lag.“ Stilla úr myndbandi Dagur í lífi Snorri segir ferlið hafa gengið vel fyrir sig og allt verið í góðu flæði við gerð myndbandsins. „Svo byrjuðum við bara að hittast og leika okkur og gera eiginlega bara eitthvað því allt sem maður tekur upp á þessar vélar lúkkar svo ógeðslega vel að það skiptir nánast engu hvað maður er að horfa á. Svo fór pæling að mótast í kringum þetta myndefni að gera nokkurs konar „A day in the life“ myndband þar sem fylgt er eftir mér að gera einhverja frekar hversdagslega hluti; helli upp á kaffi, fer í stúdíóið mitt að dúllast, göngutúr með sjónum, hitti fjölskylduna mína á listasafni, kíki í Kolaportið og enda svo á að bjóða vinum mínum í hljómsveitinni í mat.“ Stilla úr myndbandi Marga áratugi í vinnslu Samkvæmt Ara hafa vélarnar lifað tímana tvo og ólík tímabil mætast í myndbandinu. „Myndbandið er tekið á tvær gamlar Aaton Super-16 filmuvélar. Önnur var notuð til að taka hluta af Sódómu Reykjavík og hugsanlega myndina Veggfóður líka, þannig það er góð 90’s orka í henni líkt og í öllu í kringum Víðihlíð plöturnar. Anton Smári tökumaður var með okkur í byrjun á ferlinu og tók nokkur vel valin skot. Eitt skotið er tekið af Reyni Oddssyni sem leikstýrði Morðsögu og Hljómamyndinni Umbarumbamba. Það er tekið í sólskálanum hans, með málverkum eftir Líneyju Friðfinnsdóttur í bakgrunni. Svo er eitt skot sem Karl Óskarsson tók 1984 sem fannst á gamalli filmu í ruslagámi í fyrra. Þannig það má segja að þetta myndband hafi verið marga áratugi í vinnslu.“ Stilla úr myndbandi Útgáfutónleikar, vínylplata og annað myndband Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Snorra þar sem vínylplata er á leiðinni en ásamt því mega aðdáendur búast við frekara samstarfi hjá honum og Ara. View this post on Instagram A post shared by Snorri Helgason (@snossiheyhey) „Vínyllinn var að koma til landsins og ég er að fara af stað með karolinafund til að selja sem mest beint þaðan og koma á móti framleiðslukostnaði. Eiginlegur útgáfudagur LP plötunnar verður um mánaðamótin, ég stefni svo á útgáfutónleika um miðjan ágúst og annað myndband eftir Ara kemur út um svipað leyti,“ segir Snorri að lokum. Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Gömul filmumyndavél „Við Ari erum gamlir vinir, kynntumst fyrst í gegnum Berg Ebba þegar Sprengjuhöllin var að byrja og svo alltaf meira og meira í gegnum árin,“ segir Snorri og bætir við að konan hans, Saga Garðarsdóttir, og Ari séu einnig mjög góðir vinir. „Einhvern tímann haustið 2021 voru þau tvö, Saga og Ari, að fara að vera með uppistand á Hólmavík og ég var fenginn í að vera driver. Á leiðinni var ég að leyfa Ara að heyra röffmix af stöffinu sem ég var að vinna með Daníel Friðriki og þess á meðal var lagið Hæ Stína sem Ari kveikti strax á og stakk upp á að hann gerði myndband við. Ari er nefnilega ekki bara gúrme uppistandari heldur líka gamall filmuperri. Hann var alltaf að taka upp og framkalla filmur þegar hann var barn og unglingur en hafði þarna nýverið fest kaup á geggjaðri gamalli filmumyndavél og langaði til að prófa að gera eitthvað á henni. Þannig að það var kjörið að hann myndi leikstýra myndbandi við þetta lag.“ Stilla úr myndbandi Dagur í lífi Snorri segir ferlið hafa gengið vel fyrir sig og allt verið í góðu flæði við gerð myndbandsins. „Svo byrjuðum við bara að hittast og leika okkur og gera eiginlega bara eitthvað því allt sem maður tekur upp á þessar vélar lúkkar svo ógeðslega vel að það skiptir nánast engu hvað maður er að horfa á. Svo fór pæling að mótast í kringum þetta myndefni að gera nokkurs konar „A day in the life“ myndband þar sem fylgt er eftir mér að gera einhverja frekar hversdagslega hluti; helli upp á kaffi, fer í stúdíóið mitt að dúllast, göngutúr með sjónum, hitti fjölskylduna mína á listasafni, kíki í Kolaportið og enda svo á að bjóða vinum mínum í hljómsveitinni í mat.“ Stilla úr myndbandi Marga áratugi í vinnslu Samkvæmt Ara hafa vélarnar lifað tímana tvo og ólík tímabil mætast í myndbandinu. „Myndbandið er tekið á tvær gamlar Aaton Super-16 filmuvélar. Önnur var notuð til að taka hluta af Sódómu Reykjavík og hugsanlega myndina Veggfóður líka, þannig það er góð 90’s orka í henni líkt og í öllu í kringum Víðihlíð plöturnar. Anton Smári tökumaður var með okkur í byrjun á ferlinu og tók nokkur vel valin skot. Eitt skotið er tekið af Reyni Oddssyni sem leikstýrði Morðsögu og Hljómamyndinni Umbarumbamba. Það er tekið í sólskálanum hans, með málverkum eftir Líneyju Friðfinnsdóttur í bakgrunni. Svo er eitt skot sem Karl Óskarsson tók 1984 sem fannst á gamalli filmu í ruslagámi í fyrra. Þannig það má segja að þetta myndband hafi verið marga áratugi í vinnslu.“ Stilla úr myndbandi Útgáfutónleikar, vínylplata og annað myndband Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Snorra þar sem vínylplata er á leiðinni en ásamt því mega aðdáendur búast við frekara samstarfi hjá honum og Ara. View this post on Instagram A post shared by Snorri Helgason (@snossiheyhey) „Vínyllinn var að koma til landsins og ég er að fara af stað með karolinafund til að selja sem mest beint þaðan og koma á móti framleiðslukostnaði. Eiginlegur útgáfudagur LP plötunnar verður um mánaðamótin, ég stefni svo á útgáfutónleika um miðjan ágúst og annað myndband eftir Ara kemur út um svipað leyti,“ segir Snorri að lokum.
Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira