Henderson ein á toppnum á Evian meistaramótinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2022 16:01 Brooke M. Henderson trónir á toppnum á Evian meistaramótinu í golfi þegar mótið er hálfnað. Stuart Franklin/Getty Images Kanadíska golfkonan Brooke M. Henderson er með þriggja högga forystu á Evian meistaramótinu í golfi sem nú fer fram í Frakklandi. Þetta er annar dagur risamótsins og nú hafa nánast allir kylfingar lokið sér af í dag. Henderson lék hringinn í dag á 64 höggum og er nú á samtals 14 höggum undir pari, ein í efsta sæti. Henderson lék frábærlega í dag og endaði hringinn á þrem fuglum í röð. Næst á eftir henni kemur bandaríski kylfingurinn Nelly Korda á 11 höggum undir pari vallarins, en hún og Henderson voru jafnar í öðru sæti eftir fyrsta hringinn í gær. Ayaka Furue var í forystu fyrir hring dagsins, en hún lék hringinn í gær á 63 höggum, átta höggum undir pari. Hún náði hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir og kláraði hringinn í dag á 72 höggum, einu höggi yfir pari. Furue situr nú í 11. sæti mótsins ásamt þrem öðrum kylfingum. Þá verður skorið niður í dag og búist er við því að þeir kylfingar sem verða á pari eða betra eftir daginn komist í gegn. Eins og staðan er núna komast 74 kylfingar af 132 sem hófu leik í gegnum niðurskurðinn. Golf Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þetta er annar dagur risamótsins og nú hafa nánast allir kylfingar lokið sér af í dag. Henderson lék hringinn í dag á 64 höggum og er nú á samtals 14 höggum undir pari, ein í efsta sæti. Henderson lék frábærlega í dag og endaði hringinn á þrem fuglum í röð. Næst á eftir henni kemur bandaríski kylfingurinn Nelly Korda á 11 höggum undir pari vallarins, en hún og Henderson voru jafnar í öðru sæti eftir fyrsta hringinn í gær. Ayaka Furue var í forystu fyrir hring dagsins, en hún lék hringinn í gær á 63 höggum, átta höggum undir pari. Hún náði hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir og kláraði hringinn í dag á 72 höggum, einu höggi yfir pari. Furue situr nú í 11. sæti mótsins ásamt þrem öðrum kylfingum. Þá verður skorið niður í dag og búist er við því að þeir kylfingar sem verða á pari eða betra eftir daginn komist í gegn. Eins og staðan er núna komast 74 kylfingar af 132 sem hófu leik í gegnum niðurskurðinn.
Golf Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira