Druslugangan haldin í dag: „Það er hiti og fólk er tilbúið að berjast“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. júlí 2022 13:19 Inga Hrönn er einn af skipuleggjendum göngunnar. Druslugangan verður haldin í dag í fyrsta skipti eftir tveggja ára hlé í heimsfaraldri. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhaldi og tónlistarflutningi. Inga Hrönn Jónsdóttir er einn af skipuleggjendum göngunnar. Hún segir hana tímabæra og tala beint inn í ástand samfélagsins í dag. „Já, klárlega. Það er náttúrulega búin að vera þessi MeToo-bylgja núna í svoldið langan tíma. Og það er reiði í samfélaginu, það er hiti og fólk er tilbúið að berjast. Og það eru búin að vera mikil læti. Þannig að ég held svona að við séum allavega að hitta á mjög góðan tíma,“ segir Inga Hrönn. Verður margmenni þarna í dag? „Við erum að vona það allavega. Það náttúrulega var ekki ganga síðustu tvö ár og árið þar á undan var mætingin svona aðeins farin að dvína en við erum að vona að fólk sé spennt að mæta núna þegar það er búið að vera tveggja ára hlé,“ segir Inga Hrönn. Í ár er gengið til að vekja athygli á valdaójafnvægi í samfélaginu. „Við erum að reyna að sýna fram á hvað það birtist á mörgum mismunandi sviðum. Samfélagið hefur verið að sjá valdaójafnvægi undanfarið til dæmis með frægu strákana og fótboltamennina og allt þetta. En svo erum við að reyna að varpa ljósi á að þetta er á miklu fleiri stöðum. Það eru yfirmenn og það er valdaójafnvægi á milli einstaklings sem er fatlaður og einstaklings sem er ekki fatlaður. Við erum að reyna að sýna fram á að þetta er alls staðar í samfélaginu,“ segir Inga Hrönn. Á Austurvelli halda þrjár konur ræður og síðan koma fram þrjú tónlistaratriði. Druslugangan Reykjavík MeToo Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Inga Hrönn Jónsdóttir er einn af skipuleggjendum göngunnar. Hún segir hana tímabæra og tala beint inn í ástand samfélagsins í dag. „Já, klárlega. Það er náttúrulega búin að vera þessi MeToo-bylgja núna í svoldið langan tíma. Og það er reiði í samfélaginu, það er hiti og fólk er tilbúið að berjast. Og það eru búin að vera mikil læti. Þannig að ég held svona að við séum allavega að hitta á mjög góðan tíma,“ segir Inga Hrönn. Verður margmenni þarna í dag? „Við erum að vona það allavega. Það náttúrulega var ekki ganga síðustu tvö ár og árið þar á undan var mætingin svona aðeins farin að dvína en við erum að vona að fólk sé spennt að mæta núna þegar það er búið að vera tveggja ára hlé,“ segir Inga Hrönn. Í ár er gengið til að vekja athygli á valdaójafnvægi í samfélaginu. „Við erum að reyna að sýna fram á hvað það birtist á mörgum mismunandi sviðum. Samfélagið hefur verið að sjá valdaójafnvægi undanfarið til dæmis með frægu strákana og fótboltamennina og allt þetta. En svo erum við að reyna að varpa ljósi á að þetta er á miklu fleiri stöðum. Það eru yfirmenn og það er valdaójafnvægi á milli einstaklings sem er fatlaður og einstaklings sem er ekki fatlaður. Við erum að reyna að sýna fram á að þetta er alls staðar í samfélaginu,“ segir Inga Hrönn. Á Austurvelli halda þrjár konur ræður og síðan koma fram þrjú tónlistaratriði.
Druslugangan Reykjavík MeToo Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira