Netþrjótarnir þaulskipulagðir í Landsbanka-svikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 13:40 Lögreglan hefur netþrjótana til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki. Landsbankinn gaf í morgun út aðvörun þess efnis að slík vefsíða væri opin og herjaði á viðskiptavini bankans. Síðan er fölsk innskráningarsíða fyrir netbanka Landsbankans og í einhverjum tilvikum hafi viðskiptavinir slegið inn notendanafn og lykilorð og þar með hafi netþrjótarnir verið komnir með þær upplýsingar. Í kjölfarið hafi fólk fengið beiðni frá svikurunum að auðkenna sig, meðal annars með því að gefa upp leyninúmer. „Búið er að gera skuggasíður, þær sem líta alveg eins út og síður Landsbankans en eru honum ótengdar. Síðan eru þær settar út í loftið og með smá klækjum er þeim komið þannig fyrir að þær koma fyrst ef þú ferð í gegn um leitarvélar,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli vinnur að rannsóknum á netglæpum hjá lögreglunni. Hann segir málið stórmerkilegt og það fyrsta sem lögreglan sjái hér á svo háum tæknilegum stuðli. Fyrir vikið sé málið alvarlegt. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Síðan er það gert á rauntíma að þegar notandi skráir sig inn þá er síða á raunverulegri síðu bankans opnuð og glæpamennirnir komast þannig inn á hinn raunverulega aðgang. Þar sem brotaþoli heldur að hann sé á réttri síðu,“ segir Gísli. „Glæpurinn er vel skipulagður og búið að gera greiðslunet líka. Þeir sem standa að baki honum eru búnir að kortleggja og undirbúa marga þætti, þar á meðal að læra inn á íslenska banka. Þetta er faglega gert og ég myndi halda að þetta sé skipulagður glæpahópur með mikla tæknigetu og þekkingu á netglæpum.“ Hér má sjá dæmi um eina af þeim síðum sem settar hafa verið upp til að líkjast heimasíðu Landsbankans.Facebook Hvetur fólk til að kæra Allt bendi til um að netþrjótarnir séu erlendir. Þá telji hann enga tilviljun að þrjótarnir velji júlímánuð til að herja á landsmenn, þar sem flestir þeirra sem hafi þekkingu á þessum málum séu í fríi. „Kerfi Landsbankans eru heil, það er þessi natni að ná að komast fremst á leitarvélum sem er það sem er snjallt í þessum glæp, síðurnar sjálfar eru hins vegar með brengluð lén: landsbankinn.com / auth.landsbanikinn.com,“ skrifar Gísli sem dæmi. „Það á að vera búið að loka á flesta enda veldur það okkur áhyggjum hvað þessi atlaga er vönduð og það þýðir að við erum með skipulagðan hóp sem er með háa tækniþekkingu sem er að miða á Ísland. Rannsókn er á frumstigi en við hvetjum fólk sem eru þolendur í þessari árás að koma og kæra.“ Netglæpir Íslenskir bankar Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Landsbankinn gaf í morgun út aðvörun þess efnis að slík vefsíða væri opin og herjaði á viðskiptavini bankans. Síðan er fölsk innskráningarsíða fyrir netbanka Landsbankans og í einhverjum tilvikum hafi viðskiptavinir slegið inn notendanafn og lykilorð og þar með hafi netþrjótarnir verið komnir með þær upplýsingar. Í kjölfarið hafi fólk fengið beiðni frá svikurunum að auðkenna sig, meðal annars með því að gefa upp leyninúmer. „Búið er að gera skuggasíður, þær sem líta alveg eins út og síður Landsbankans en eru honum ótengdar. Síðan eru þær settar út í loftið og með smá klækjum er þeim komið þannig fyrir að þær koma fyrst ef þú ferð í gegn um leitarvélar,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli vinnur að rannsóknum á netglæpum hjá lögreglunni. Hann segir málið stórmerkilegt og það fyrsta sem lögreglan sjái hér á svo háum tæknilegum stuðli. Fyrir vikið sé málið alvarlegt. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Síðan er það gert á rauntíma að þegar notandi skráir sig inn þá er síða á raunverulegri síðu bankans opnuð og glæpamennirnir komast þannig inn á hinn raunverulega aðgang. Þar sem brotaþoli heldur að hann sé á réttri síðu,“ segir Gísli. „Glæpurinn er vel skipulagður og búið að gera greiðslunet líka. Þeir sem standa að baki honum eru búnir að kortleggja og undirbúa marga þætti, þar á meðal að læra inn á íslenska banka. Þetta er faglega gert og ég myndi halda að þetta sé skipulagður glæpahópur með mikla tæknigetu og þekkingu á netglæpum.“ Hér má sjá dæmi um eina af þeim síðum sem settar hafa verið upp til að líkjast heimasíðu Landsbankans.Facebook Hvetur fólk til að kæra Allt bendi til um að netþrjótarnir séu erlendir. Þá telji hann enga tilviljun að þrjótarnir velji júlímánuð til að herja á landsmenn, þar sem flestir þeirra sem hafi þekkingu á þessum málum séu í fríi. „Kerfi Landsbankans eru heil, það er þessi natni að ná að komast fremst á leitarvélum sem er það sem er snjallt í þessum glæp, síðurnar sjálfar eru hins vegar með brengluð lén: landsbankinn.com / auth.landsbanikinn.com,“ skrifar Gísli sem dæmi. „Það á að vera búið að loka á flesta enda veldur það okkur áhyggjum hvað þessi atlaga er vönduð og það þýðir að við erum með skipulagðan hóp sem er með háa tækniþekkingu sem er að miða á Ísland. Rannsókn er á frumstigi en við hvetjum fólk sem eru þolendur í þessari árás að koma og kæra.“
Netglæpir Íslenskir bankar Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira