Will Smith skeit á skó Chris Rock Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 17:11 Grínistanir Dave Chappelle, Chris Rock og Kevin Hart með geitinni Will Smith á sviðinu. Twitter Leikarinn Kevin Hart gaf uppistandaranum Chris Rock geitina Will Smith að gjöf þegar þeir héldu uppistand saman nýverið. Á sviðinu tók geitin upp á því að gera nýjum eiganda sínum grikk og skíta á hvíta skó hans. Grínistarnir tveir héldu saman sýninguna Rock Hart: Only Headliners Allowed í New York-borg nýverið og ákvað Hart að koma Rock á óvart með því að gefa honum geit. Þegar David Chappelle, sem var með þeim félögum á sviðinu, spurði hvert nafn geitarinnar væri sagði Hart að hún héti Will Smith. Nafn geitarinnar er án efa vísun í það þegar Will Smith fór óvænt upp á svið á síðustu Óskarsverðlaunahátíð til Chris Rock, sem var að kynna verðlaunin, og gaf honum kinnhest. Ástæða kinnhestsins virtist vera að Rock hafði sagt brandara sem tengdist hárlosi Jödu Pinkett-Smith, eiginkonu Will. Last night was by far the best moment of my career I can t even explain it I can t find the words Just know that last night was the true definition of a EPIC NIGHT I love my brothers more than words can explain. We made history last night!!!#RockHartChappelle pic.twitter.com/x1XtRXZQCO— Kevin Hart (@KevinHart4real) July 24, 2022 Kevin Hart var inntur frekari skýringa á gjöfinni af Jimmy Kimmel í viðtalsþættinum The Tonight Show á mánudag og sagði þá að hann hefði gefið Chris Rock geitina af því Rock væri í hans augum „the G.O.A.T“ sem stendur fyrir „the greatest of all time“ og er algengur frasi í bandarískri íþróttamenningu. Í viðtalinu við Kimmel sagðist Hart jafnframt hafa haldið að geitin Will Smith myndi halda tveggja mínútna uppistand á sviðinu en „í staðinn skeit hann á skó Chris,“ sagði Hart. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
Grínistarnir tveir héldu saman sýninguna Rock Hart: Only Headliners Allowed í New York-borg nýverið og ákvað Hart að koma Rock á óvart með því að gefa honum geit. Þegar David Chappelle, sem var með þeim félögum á sviðinu, spurði hvert nafn geitarinnar væri sagði Hart að hún héti Will Smith. Nafn geitarinnar er án efa vísun í það þegar Will Smith fór óvænt upp á svið á síðustu Óskarsverðlaunahátíð til Chris Rock, sem var að kynna verðlaunin, og gaf honum kinnhest. Ástæða kinnhestsins virtist vera að Rock hafði sagt brandara sem tengdist hárlosi Jödu Pinkett-Smith, eiginkonu Will. Last night was by far the best moment of my career I can t even explain it I can t find the words Just know that last night was the true definition of a EPIC NIGHT I love my brothers more than words can explain. We made history last night!!!#RockHartChappelle pic.twitter.com/x1XtRXZQCO— Kevin Hart (@KevinHart4real) July 24, 2022 Kevin Hart var inntur frekari skýringa á gjöfinni af Jimmy Kimmel í viðtalsþættinum The Tonight Show á mánudag og sagði þá að hann hefði gefið Chris Rock geitina af því Rock væri í hans augum „the G.O.A.T“ sem stendur fyrir „the greatest of all time“ og er algengur frasi í bandarískri íþróttamenningu. Í viðtalinu við Kimmel sagðist Hart jafnframt hafa haldið að geitin Will Smith myndi halda tveggja mínútna uppistand á sviðinu en „í staðinn skeit hann á skó Chris,“ sagði Hart.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35
Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42
Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42