Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2022 20:00 Heiðdís Dögg Eiríksdóttir er formaður Félags heyrnarlausra. aðsend Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. Í gær greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs hefur kært leikskóla sonar síns til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hún telur skólann ekki koma til móts við þarfir hans eins og lög gera ráð fyrir. Hún sagði að oft treysti hún sér ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Lög sett en síðan lítið gerst Formaður félags heyrnarlausra segir að fréttin hafi ekki komið á óvart þar sem þjónusta fyrir heyrnarlaus börn sé oft bágborin. Ellefu ár séu síðan lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmál voru sett á Alþingi en síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fjölskyldur gefist upp á þjónustuleysinu á Íslandi og flúið út Þá segir hún að bara á síðustu tveimur árum hafi að minnsta kosti þrjár fjölskyldur fundið sig knúnar til að flytja úr landi í leit að betri táknmálsþjónustu fyrir börn sín. Þrjár fjölskyldur, er það ekki hellingur miðað við þá sem eru heyrnarlausir á Íslandi, miðað við fjöldann? „Jú það er í rauninni mjög mikið. Þetta er mjög stór hluti og mikið skorið af íslenska táknmálssamfélaginu.“ Of dreifð ábyrgð Heiðdís segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt hér á landi og að ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifð. Ríkið hafi sett lögin og hvorki fjármagn né aðgerðarpakki fylgt. Sveitarfélögunum sé svo falið að meta þjónustuþörfina hverju sinni en þau séu misjafnlega vel í stakk búin til að veita sérþekkingu. Heiðdís vill að ríkið sjái alfarið um málaflokkinn því nú sé hætta á að heyrnarlausum börnum verði mismunað eftir búsetu. „Það er það og þekkingin er mismunandi á milli sveitarfélaga. Það er mikil áhætta sem því fylgir því börnin eiga öll rétt á þessari þjónustu sem krefst svo mikillar sérþekkingar.“ Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Í gær greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs hefur kært leikskóla sonar síns til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hún telur skólann ekki koma til móts við þarfir hans eins og lög gera ráð fyrir. Hún sagði að oft treysti hún sér ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Lög sett en síðan lítið gerst Formaður félags heyrnarlausra segir að fréttin hafi ekki komið á óvart þar sem þjónusta fyrir heyrnarlaus börn sé oft bágborin. Ellefu ár séu síðan lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmál voru sett á Alþingi en síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fjölskyldur gefist upp á þjónustuleysinu á Íslandi og flúið út Þá segir hún að bara á síðustu tveimur árum hafi að minnsta kosti þrjár fjölskyldur fundið sig knúnar til að flytja úr landi í leit að betri táknmálsþjónustu fyrir börn sín. Þrjár fjölskyldur, er það ekki hellingur miðað við þá sem eru heyrnarlausir á Íslandi, miðað við fjöldann? „Jú það er í rauninni mjög mikið. Þetta er mjög stór hluti og mikið skorið af íslenska táknmálssamfélaginu.“ Of dreifð ábyrgð Heiðdís segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt hér á landi og að ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifð. Ríkið hafi sett lögin og hvorki fjármagn né aðgerðarpakki fylgt. Sveitarfélögunum sé svo falið að meta þjónustuþörfina hverju sinni en þau séu misjafnlega vel í stakk búin til að veita sérþekkingu. Heiðdís vill að ríkið sjái alfarið um málaflokkinn því nú sé hætta á að heyrnarlausum börnum verði mismunað eftir búsetu. „Það er það og þekkingin er mismunandi á milli sveitarfélaga. Það er mikil áhætta sem því fylgir því börnin eiga öll rétt á þessari þjónustu sem krefst svo mikillar sérþekkingar.“
Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00