Skrautleg ferð víkingaskips á sýningarstað í Hornafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júlí 2022 22:12 Víkingaskipið í fjörunni undir Horni, sem upphaflega var Horn hið eystra, eða Eystrahorn, en hefur í seinni tíð verið nefnt Vestrahorn. Horn hið vestra var hins vegar notað um Hornbjarg á Vestfjörðum. KMU Víkingaskip, sem smíðað var í Brasilíu eftir norska Gaukstaðaskipinu, hefur eftir skrautlegt ferðalag, meðal annars niður Jökulsá á Breiðamerkursandi, fengið dvalarstað undir Horni við Hornafjörð þar sem það verður hluti af víkingaþorpi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá ferðalagi skipsins en við sáum það síðastliðinn mánudag í hinu stórbrotna umhverfi við fjallið Horn, í fjörunni sem liggur þaðan að Stokksnesi. Þar var landeigandinn Ómar Antonsson mættur á gröfu til að búa til rás. Svo sáum við stóra hjólaskóflu koma akandi. Það var greinlega verið að undirbúa það að koma víkingaskipinu á land. Ómar Antonsson, landeigandi Horns, rekur Viking Cafe á jörðinni.KMU „Ég er að flytja það frá Kópavogi og hingað austur í Hornafjörð, að Horni, þar sem það á að vera við víkingabæinn,“ segir Ómar Antonsson, landeigandi á Horni. Víkingaþorpið undir Horni var upphaflega smíðað árið 2009 sem leikmynd fyrir víkingamynd sem aldrei var gerð en þjónar núna því hlutverki að laða að ferðamenn. Víkingaskipinu er ætlað að treysta þann segul en það hafði lengið legið í reiðileysi í Kópavogshöfn. Skipið dregið upp í sandfjöruna undir Horni.Ómar Antonsson Ómar hugðist flytja það austur á flutningabíl sem komst ekki lengra en að Jökulsárlóni því brúin þar reyndist of mjó. „Ég komst ekki í gegnum Jökulsána á Breiðamerkursandi þannig að við urðum að fleyta því þaðan,“ segir Ómar. Fleyta varð víkingaskipinu niður Jökulsá á Breiðamerkursandi þar sem brúin við Jökulsárlón var of mjó til að skipið kæmist yfir á flutningabíl.Ómar Antonsson Lóðsinn á Hornafirði, Björn lóðs, var svo fenginn til að draga skipið frá ósi Jökulsár á Breiðamerkursandi og upp að Horni. Þetta tignarlega fjall er fyrsta örnefnið á Íslandi sem getið er í upphafskafla Landnámabókar en þangað var sögð sjö dægra sigling frá Stað í Noregi. Björn lóðs kemur með skipið að Horni.Sigurjón Andrésson „Horn var náttúrlega þar sem þú kemur fyrst að úr hafinu, ef þú ferð rétta leið hérna á milli Færeyja og Íslands, náttúrlega. Þannig að þetta er landnámsstaðurinn,“ segir landeigandinn. Víkingaskipið var upphaflega smíðað árið 2007 í Brasilíu af áhugamanni um víkingasögur, með norska Gaukstaðaskipið sem fyrirmynd. Það var síðan keypt til Íslands í þeim tilgangi að sigla með ferðamenn úr Reykjavíkurhöfn. Víkingaskipið komið á endanlegan áfangastað í tjörninni neðan við víkingabæinn.Ómar Antonsson Eftir fimmtán ára ferðalag virðist það núna hafa fengið endanlegan samastað undir Horni en eftir er að setja á það mastrið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipið komst í fréttirnar í fyrrahaust þegar það rak úr Kópavogshöfn og strandaði á Bessastaðanesi. Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Landnemarnir Kópavogur Skipaflutningar Tengdar fréttir Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ 29. október 2021 15:37 Universal mun framleiða víkingamynd Baltasars Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið hefur tryggt sér réttinn á fyrirhugaðri stórmynd Baltasars Kormáks sem á að bera heitið Vikingr. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu í dag. 7. október 2014 21:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá ferðalagi skipsins en við sáum það síðastliðinn mánudag í hinu stórbrotna umhverfi við fjallið Horn, í fjörunni sem liggur þaðan að Stokksnesi. Þar var landeigandinn Ómar Antonsson mættur á gröfu til að búa til rás. Svo sáum við stóra hjólaskóflu koma akandi. Það var greinlega verið að undirbúa það að koma víkingaskipinu á land. Ómar Antonsson, landeigandi Horns, rekur Viking Cafe á jörðinni.KMU „Ég er að flytja það frá Kópavogi og hingað austur í Hornafjörð, að Horni, þar sem það á að vera við víkingabæinn,“ segir Ómar Antonsson, landeigandi á Horni. Víkingaþorpið undir Horni var upphaflega smíðað árið 2009 sem leikmynd fyrir víkingamynd sem aldrei var gerð en þjónar núna því hlutverki að laða að ferðamenn. Víkingaskipinu er ætlað að treysta þann segul en það hafði lengið legið í reiðileysi í Kópavogshöfn. Skipið dregið upp í sandfjöruna undir Horni.Ómar Antonsson Ómar hugðist flytja það austur á flutningabíl sem komst ekki lengra en að Jökulsárlóni því brúin þar reyndist of mjó. „Ég komst ekki í gegnum Jökulsána á Breiðamerkursandi þannig að við urðum að fleyta því þaðan,“ segir Ómar. Fleyta varð víkingaskipinu niður Jökulsá á Breiðamerkursandi þar sem brúin við Jökulsárlón var of mjó til að skipið kæmist yfir á flutningabíl.Ómar Antonsson Lóðsinn á Hornafirði, Björn lóðs, var svo fenginn til að draga skipið frá ósi Jökulsár á Breiðamerkursandi og upp að Horni. Þetta tignarlega fjall er fyrsta örnefnið á Íslandi sem getið er í upphafskafla Landnámabókar en þangað var sögð sjö dægra sigling frá Stað í Noregi. Björn lóðs kemur með skipið að Horni.Sigurjón Andrésson „Horn var náttúrlega þar sem þú kemur fyrst að úr hafinu, ef þú ferð rétta leið hérna á milli Færeyja og Íslands, náttúrlega. Þannig að þetta er landnámsstaðurinn,“ segir landeigandinn. Víkingaskipið var upphaflega smíðað árið 2007 í Brasilíu af áhugamanni um víkingasögur, með norska Gaukstaðaskipið sem fyrirmynd. Það var síðan keypt til Íslands í þeim tilgangi að sigla með ferðamenn úr Reykjavíkurhöfn. Víkingaskipið komið á endanlegan áfangastað í tjörninni neðan við víkingabæinn.Ómar Antonsson Eftir fimmtán ára ferðalag virðist það núna hafa fengið endanlegan samastað undir Horni en eftir er að setja á það mastrið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipið komst í fréttirnar í fyrrahaust þegar það rak úr Kópavogshöfn og strandaði á Bessastaðanesi.
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Landnemarnir Kópavogur Skipaflutningar Tengdar fréttir Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ 29. október 2021 15:37 Universal mun framleiða víkingamynd Baltasars Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið hefur tryggt sér réttinn á fyrirhugaðri stórmynd Baltasars Kormáks sem á að bera heitið Vikingr. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu í dag. 7. október 2014 21:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ 29. október 2021 15:37
Universal mun framleiða víkingamynd Baltasars Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið hefur tryggt sér réttinn á fyrirhugaðri stórmynd Baltasars Kormáks sem á að bera heitið Vikingr. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu í dag. 7. október 2014 21:55