Vardy tapaði knattspyrnueiginkonumálinu Árni Sæberg skrifar 29. júlí 2022 11:51 Rebekah Vardy ásamt eiginmanni sínum Jamie þegar málið var tekið fyrir í maí. EPA-EFE/NEIL HALL Knattspyrnueiginkonan Rebekah Vardy tapaði meiðyrðamáli sínu á hendur knattspyrnueiginkonunni Coleen Rooney. Konurnar tvær eru hafa tekist á í þrjú ár eftir að Rooney komst að njósnum Rebekuh um einkalíf Rooneyhjónanna. Málið hefur fengið nafnið „Wagatha Christie“ í gulu pressunni í Bretlandi en það er orðaleikur með skammstöfunina WAG (wifes and girlfriends) og þekktasta glæpasagnahöfund allra tíma, Agöthu Christie. Vardy, eiginkona knattspyrnumannsins Jamie, höfðaði mál á hendur Rooney, eiginkonu knattspyrnumannsins Wayne, eftir að hún uppljóstraði um njósnir Vardy. Það gerði hún með því að spenna gildru á samfélagsmiðlinum Instagram og bíða eftir að Vardy seldi slúðurblöðum myndir sem einungis voru henni aðgengilegar. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp árið 2019, ekki síst fyrir þær sakir hvernig Rooney afhjúpaði hin meintu svik Vardy, en leikmennirnir tveir voru á sínum tíma félagar í landsliði Englands í knattspyrnu. Almenningsálitið komið í ruslflokk Vardy tapaði málinu sem áður segir en í frétt The Guardian um málið segir að hún hefði betur sleppt því að höfða það. Mannorð hennar hafi beðið hnekki í málaferlunum vegna þess að ítarlega hafi verið farið yfir sögu hennar af viðskiptum við bresku slúðurblöðin. Í vitnaleiðslum var hún ítrekað spurð út í sölu hennar á myndum af söngvaranum Peter Andre og sögum af enskum landsliðsmönnum í knattspyrnu. Þá hefur almenningur gert stólpagrín að skýringum Vardy á því hvernig mikilvæg gögn tengd málinu hurfu. Verjendur hennar héldu því fram að gögn hefðu verið geymd á farsíma sem datt í Norðursjó skömmu eftir að óskað hafði verið eftir gögnunum. Upplýsingarnar hafi átt erindi við almenning Verjendur Rooney í málinu játuðu að hún hefði engin skotheld sönnunargögn sem sönnuðu hinar meintu njósnir Vardy. Þeir báru hins vegar fyrir sig að öll gögn bentu til þess að Vardy væri sek auk þess að það upplýsingar um Vardy hafi átt erindi við almenning og því ekki meiðyrði. Verjendur Vardy sögðu fyrir dómi að ásakanir Rooney hefðu haft slæm áhrif á líf Vardy, hún hafi mátt þola útbreitt háð almennings, svívirðingar á netinu og að níðsöngvar hafi verið sungnir um eiginmann hennar þegar hann lék knattspyrnu. Samfélagsmiðlar Bretland Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Tengdar fréttir Rebekah Vardy stefnir Coleen Rooney fyrir meiðyrði Rebekah Vardy, eiginkona enska landsliðsmannsins Jamie Vardy, hefur ákveðið að stefna Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney, fyrir meiðyrði. 23. júní 2020 15:29 Eiginkona Vardy skaut á Coleen Rooney: „Þetta er…… Jamie Vardy“ Það hefur mikið gengið á hjá eiginkonum knattspyrnumannanna Jamie Vardy og Wayne Rooney undanfarnar vikur en það má með sanni segja að þær séu í stríði. 26. október 2019 08:00 Rebekah Vardy lak öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. 9. október 2019 11:30 Eiginkona Jamie Vardy óttaðist um líf sitt Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. 13. júní 2016 17:15 Lögreglan komin í mál Vardy vegna ógeðfelldra ummæla um eins árs gamla dóttur hans Vardy segir ummælin „sláandi og ógeðfelld.“ 4. apríl 2016 13:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Málið hefur fengið nafnið „Wagatha Christie“ í gulu pressunni í Bretlandi en það er orðaleikur með skammstöfunina WAG (wifes and girlfriends) og þekktasta glæpasagnahöfund allra tíma, Agöthu Christie. Vardy, eiginkona knattspyrnumannsins Jamie, höfðaði mál á hendur Rooney, eiginkonu knattspyrnumannsins Wayne, eftir að hún uppljóstraði um njósnir Vardy. Það gerði hún með því að spenna gildru á samfélagsmiðlinum Instagram og bíða eftir að Vardy seldi slúðurblöðum myndir sem einungis voru henni aðgengilegar. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp árið 2019, ekki síst fyrir þær sakir hvernig Rooney afhjúpaði hin meintu svik Vardy, en leikmennirnir tveir voru á sínum tíma félagar í landsliði Englands í knattspyrnu. Almenningsálitið komið í ruslflokk Vardy tapaði málinu sem áður segir en í frétt The Guardian um málið segir að hún hefði betur sleppt því að höfða það. Mannorð hennar hafi beðið hnekki í málaferlunum vegna þess að ítarlega hafi verið farið yfir sögu hennar af viðskiptum við bresku slúðurblöðin. Í vitnaleiðslum var hún ítrekað spurð út í sölu hennar á myndum af söngvaranum Peter Andre og sögum af enskum landsliðsmönnum í knattspyrnu. Þá hefur almenningur gert stólpagrín að skýringum Vardy á því hvernig mikilvæg gögn tengd málinu hurfu. Verjendur hennar héldu því fram að gögn hefðu verið geymd á farsíma sem datt í Norðursjó skömmu eftir að óskað hafði verið eftir gögnunum. Upplýsingarnar hafi átt erindi við almenning Verjendur Rooney í málinu játuðu að hún hefði engin skotheld sönnunargögn sem sönnuðu hinar meintu njósnir Vardy. Þeir báru hins vegar fyrir sig að öll gögn bentu til þess að Vardy væri sek auk þess að það upplýsingar um Vardy hafi átt erindi við almenning og því ekki meiðyrði. Verjendur Vardy sögðu fyrir dómi að ásakanir Rooney hefðu haft slæm áhrif á líf Vardy, hún hafi mátt þola útbreitt háð almennings, svívirðingar á netinu og að níðsöngvar hafi verið sungnir um eiginmann hennar þegar hann lék knattspyrnu.
Samfélagsmiðlar Bretland Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Tengdar fréttir Rebekah Vardy stefnir Coleen Rooney fyrir meiðyrði Rebekah Vardy, eiginkona enska landsliðsmannsins Jamie Vardy, hefur ákveðið að stefna Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney, fyrir meiðyrði. 23. júní 2020 15:29 Eiginkona Vardy skaut á Coleen Rooney: „Þetta er…… Jamie Vardy“ Það hefur mikið gengið á hjá eiginkonum knattspyrnumannanna Jamie Vardy og Wayne Rooney undanfarnar vikur en það má með sanni segja að þær séu í stríði. 26. október 2019 08:00 Rebekah Vardy lak öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. 9. október 2019 11:30 Eiginkona Jamie Vardy óttaðist um líf sitt Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. 13. júní 2016 17:15 Lögreglan komin í mál Vardy vegna ógeðfelldra ummæla um eins árs gamla dóttur hans Vardy segir ummælin „sláandi og ógeðfelld.“ 4. apríl 2016 13:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Rebekah Vardy stefnir Coleen Rooney fyrir meiðyrði Rebekah Vardy, eiginkona enska landsliðsmannsins Jamie Vardy, hefur ákveðið að stefna Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney, fyrir meiðyrði. 23. júní 2020 15:29
Eiginkona Vardy skaut á Coleen Rooney: „Þetta er…… Jamie Vardy“ Það hefur mikið gengið á hjá eiginkonum knattspyrnumannanna Jamie Vardy og Wayne Rooney undanfarnar vikur en það má með sanni segja að þær séu í stríði. 26. október 2019 08:00
Rebekah Vardy lak öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. 9. október 2019 11:30
Eiginkona Jamie Vardy óttaðist um líf sitt Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. 13. júní 2016 17:15
Lögreglan komin í mál Vardy vegna ógeðfelldra ummæla um eins árs gamla dóttur hans Vardy segir ummælin „sláandi og ógeðfelld.“ 4. apríl 2016 13:00