Sakfelldur fyrir að bana unglingi sem hann hitti aldrei Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. júlí 2022 14:31 Artur Borzecki/Getty Images Rúmlega sextugur karl hefur verið sakfelldur í Katalóníu á Spáni fyrir að hafa banað 17 ára unglingi. Maðurinn hitti unglinginn aldrei og þeir höfðu einungis átt í samskiptum í einn sólarhring. Íván var venjulegur 17 ára unglingur sem gekk vel í skóla, hafði gaman af fótbolta og stundaði píanónám. Dag nokkurn fór hann inn á stefnumótasíðu og byrjaði að spjalla við karlmann. Þegar hann uppgötvaði að maðurinn var meira en 40 árum eldri, sá hann að sér og reyndi að slíta samskiptunum. Sendi mörg hundruð hótanir Hinn fullorðni karl setti þá í gang skæðadrífu skilaboða á WhatsApp, sem er eitt útbreiddasta samskiptaforrit á Spáni. Hann sagði drengnum að hann skyldi sjá eftir þessu og að hann skyldi ná sér niðri á honum. Hann hótaði honum misþyrmingum og að hann myndi skaða foreldra hans. Áreitið og hótanirnar stóðu yfir látlaust í 7 klukkustundir, á 3ja klukkustunda tímabili sendi hann Iván 219 andstyggileg skilaboð. Iván bað manninn afsökunar, lofaði að gera hvað sem væri, bara ef maðurinn léti sig og fjölskylduna í friði. Loks var líðan drengsins orðin það slæm, að hann sagðist vera að hugsa um að taka eigið líf. Sá sextugi sagði að sér gæti ekki staðið meira á sama og hvatti hann til þess fremur en hitt. Tók eigið líf Við svo búið, undir kvöldmatarleyti, fór Iván upp á þak byggingar, kastaði sér niður og lést samstundis. Þetta var í desember 2016. Af einhverjum ástæðum láðist algerlega að kanna innihald farsímans hans og það var ekki fyrr en 8 mánuðum síðar, sem hótanir hins sextuga karls, Vicente Paradís, urðu lýðum ljósar. Vicente Paradís var á fimmtudag fundinn sekur um að hafa orðið Iván að bana. Hann má nú vænta þess að verða dæmdur í allt að 16 ára fangelsi. Paradís hefur á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir, sýnt af sér svipaða hegðun og lesa mátti út úr skilaboðunum 219 sem hann sendi Iván. Að honum stæði hjartanlega á sama. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Íván var venjulegur 17 ára unglingur sem gekk vel í skóla, hafði gaman af fótbolta og stundaði píanónám. Dag nokkurn fór hann inn á stefnumótasíðu og byrjaði að spjalla við karlmann. Þegar hann uppgötvaði að maðurinn var meira en 40 árum eldri, sá hann að sér og reyndi að slíta samskiptunum. Sendi mörg hundruð hótanir Hinn fullorðni karl setti þá í gang skæðadrífu skilaboða á WhatsApp, sem er eitt útbreiddasta samskiptaforrit á Spáni. Hann sagði drengnum að hann skyldi sjá eftir þessu og að hann skyldi ná sér niðri á honum. Hann hótaði honum misþyrmingum og að hann myndi skaða foreldra hans. Áreitið og hótanirnar stóðu yfir látlaust í 7 klukkustundir, á 3ja klukkustunda tímabili sendi hann Iván 219 andstyggileg skilaboð. Iván bað manninn afsökunar, lofaði að gera hvað sem væri, bara ef maðurinn léti sig og fjölskylduna í friði. Loks var líðan drengsins orðin það slæm, að hann sagðist vera að hugsa um að taka eigið líf. Sá sextugi sagði að sér gæti ekki staðið meira á sama og hvatti hann til þess fremur en hitt. Tók eigið líf Við svo búið, undir kvöldmatarleyti, fór Iván upp á þak byggingar, kastaði sér niður og lést samstundis. Þetta var í desember 2016. Af einhverjum ástæðum láðist algerlega að kanna innihald farsímans hans og það var ekki fyrr en 8 mánuðum síðar, sem hótanir hins sextuga karls, Vicente Paradís, urðu lýðum ljósar. Vicente Paradís var á fimmtudag fundinn sekur um að hafa orðið Iván að bana. Hann má nú vænta þess að verða dæmdur í allt að 16 ára fangelsi. Paradís hefur á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir, sýnt af sér svipaða hegðun og lesa mátti út úr skilaboðunum 219 sem hann sendi Iván. Að honum stæði hjartanlega á sama.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira