Alpine kynnti eftirmann Alonso án þess að fá samþykki hans: „Þetta er rangt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. ágúst 2022 19:27 Oscar Piastri fær tækifærið í Formúlu 1 á næsta tímabili. Mark Thompson/Getty Images Fyrr í dag sendi Alpine-liðið í Formúlu 1 frá sér tilkynningu þar sem Oscar Piastri, varamaður liðsins, myndi taka sæti tvöfalda heimsmeistarans Fernando Alonso. Piastri segir það þó rangt og að hann muni ekki aka fyrir liðið á næsta tímabili. Eftir að Fernando Alonso ákvað að skrifa undir samning við Aston Martin fyrir næsta tímabil þurfti Alpine að leita að eftirmanni Spánverjans. Hinn 21 árs gamli Piastri, ríkjandi meistari í Formúlu 2, virtist hafa verið valinn í hans stað og Alpine sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem núverandi varamaðurinn var kynntur. 2023 driver line-up confirmed: Esteban Ocon 🤝 Oscar PiastriAfter four years as part of the Renault and Alpine family, Reserve Driver Oscar Piastri is promoted to a race seat alongside Esteban Ocon starting from 2023. pic.twitter.com/4Fvy0kaPn7— BWT Alpine F1 Team (@AlpineF1Team) August 2, 2022 Ökumaðurinn sjálfur virtist þó ekki hafa hugmynd um það að hann væri að fara að aka fyrir liðið á næsta tímabili. Hann hefur nú neitað því að hafa skrifað undir samning við liðið og segir í færslu á Twitter-síðu sinni að hann muni ekki aka fyrir Alpine á næsta tímabili. Piastri segir að Alpine hafi ekki fengið leyfi til að staðfesta samninginn. I understand that, without my agreement, Alpine F1 have put out a press release late this afternoon that I am driving for them next year. This is wrong and I have not signed a contract with Alpine for 2023. I will not be driving for Alpine next year.— Oscar Piastri (@OscarPiastri) August 2, 2022 „Ég sé að Alpine F1 hefur sent frá sér fréttatilkynningu án míns samþykkis þar sem kemur fram að ég muni aka fyrir þá á næsta ári,“ ritaði Piastri. „Þetta er rangt og ég hef ekki skrifað undir samning við Alpine fyrir árið 2023. Ég mun ekki aka fyrir Alpine á næsta ári.“ Piastri hafði verið í viðræðum við McLaren áður en sæti hjá Alpine-liðinu losnaði. Framtíð Daniel Ricciardo hjá McLaren er í lausu lofti og því höfðu hinir ýmsu velt fyrir sér hvort Piastri væri að taka hans sæti í liðinu. Alpine-liðið telur hins vegar að samningur Piastri við liðið geri honum skylt að aka fyrir liðið á næsta ári. Samkvæmt heimildum Sky Sports rann sú klásúla í samningi hans hins vegar út fyrir tveimur dögum, þann 31. júlí, en það hefur þó ekki enn verið staðfest af talsmönnum Alpine. Akstursíþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Eftir að Fernando Alonso ákvað að skrifa undir samning við Aston Martin fyrir næsta tímabil þurfti Alpine að leita að eftirmanni Spánverjans. Hinn 21 árs gamli Piastri, ríkjandi meistari í Formúlu 2, virtist hafa verið valinn í hans stað og Alpine sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem núverandi varamaðurinn var kynntur. 2023 driver line-up confirmed: Esteban Ocon 🤝 Oscar PiastriAfter four years as part of the Renault and Alpine family, Reserve Driver Oscar Piastri is promoted to a race seat alongside Esteban Ocon starting from 2023. pic.twitter.com/4Fvy0kaPn7— BWT Alpine F1 Team (@AlpineF1Team) August 2, 2022 Ökumaðurinn sjálfur virtist þó ekki hafa hugmynd um það að hann væri að fara að aka fyrir liðið á næsta tímabili. Hann hefur nú neitað því að hafa skrifað undir samning við liðið og segir í færslu á Twitter-síðu sinni að hann muni ekki aka fyrir Alpine á næsta tímabili. Piastri segir að Alpine hafi ekki fengið leyfi til að staðfesta samninginn. I understand that, without my agreement, Alpine F1 have put out a press release late this afternoon that I am driving for them next year. This is wrong and I have not signed a contract with Alpine for 2023. I will not be driving for Alpine next year.— Oscar Piastri (@OscarPiastri) August 2, 2022 „Ég sé að Alpine F1 hefur sent frá sér fréttatilkynningu án míns samþykkis þar sem kemur fram að ég muni aka fyrir þá á næsta ári,“ ritaði Piastri. „Þetta er rangt og ég hef ekki skrifað undir samning við Alpine fyrir árið 2023. Ég mun ekki aka fyrir Alpine á næsta ári.“ Piastri hafði verið í viðræðum við McLaren áður en sæti hjá Alpine-liðinu losnaði. Framtíð Daniel Ricciardo hjá McLaren er í lausu lofti og því höfðu hinir ýmsu velt fyrir sér hvort Piastri væri að taka hans sæti í liðinu. Alpine-liðið telur hins vegar að samningur Piastri við liðið geri honum skylt að aka fyrir liðið á næsta ári. Samkvæmt heimildum Sky Sports rann sú klásúla í samningi hans hins vegar út fyrir tveimur dögum, þann 31. júlí, en það hefur þó ekki enn verið staðfest af talsmönnum Alpine.
Akstursíþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira