Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 2. ágúst 2022 21:30 Gunnlaugur Bragi Björnsson var kjörinn formaður Hinsegin daga í Reykjavík í fyrra. Hinsegin dagar Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. Við setningarathöfnina í dag sagði Eliza Reid forsetafrú regnbogann í miðbænum minna á mikilvægi baráttu hinsegin fólks. „Jafnrétti sprettur ekki upp af sjálfsdáðum og á meðan við fögnum öllum framfaraskrefum megum við aldrei gleyma hvað það er auðvelt að skrensa aftur á bak. Regnbogi fjölbreytileikans, litskrúðugi borðinn í miðborginni, er þörf áminning, bæði um það sem við höfum áorkað og leiðina sem við eigum enn eftir að feta. Hann er líka tákn um að við eigum öll rétt á okkur, óháð því hvar við erum í litrófinu,“ sagði Eliza við þetta tilefni. Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í kvöld þar sem gleðin var að venju allsráðandi. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, sagði skömmu fyrir upphaf hátíðarinnar að það væri frábært að geta haldið Hinsegin daga með venjulegu sniði eftir tvö erfið ár sem lituðust af heimsfaraldri kórónuveiru. Hann hafi varla þorað að nefna það upphátt síðustu daga af ótta við að storka forlögunum. „Ég held að það sé orðið of seint að snúa við þannig að við erum auðvitað bara mjög spennt.“ Hlakka til að sjá samstöðuna með hinsegin fólki Gunnlaugur sagði sérstaklega mikilvægt sé að fá að halda Hinsegin daga nú þegar borið hafi á auknum fordómum gegn hinsegin fólki. Nýlega bárust fregnir af því að hinsegin unglingar verði í auknum mæli fyrir aðkasti og óprúttnir aðilar hafi krotað ítrekað á samstöðumerki hinsegin fólks við Grafarvogskirkju. „Við höfum alltaf sagt það að Hinsegin dagar eru mikilvægir, sýnileikinn og áframhaldandi barátta en ég held að við förum kannski svolítið öðruvísi inn í hátíðina núna eftir fréttir síðustu vikna og mánaða af þessu bakslagi sem við virðumst vera að horfa fram á núna,“ sagði Gunnlaugur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Friðrik Ómar Hjörleifsson, stjórnandi opnunarhátíðar Hinsegin daga, lofaði brjáluðu stuði á hátíðinni. „Svo hlökkum við bara til að sjá alla á laugardaginn standa með okkur.“
Við setningarathöfnina í dag sagði Eliza Reid forsetafrú regnbogann í miðbænum minna á mikilvægi baráttu hinsegin fólks. „Jafnrétti sprettur ekki upp af sjálfsdáðum og á meðan við fögnum öllum framfaraskrefum megum við aldrei gleyma hvað það er auðvelt að skrensa aftur á bak. Regnbogi fjölbreytileikans, litskrúðugi borðinn í miðborginni, er þörf áminning, bæði um það sem við höfum áorkað og leiðina sem við eigum enn eftir að feta. Hann er líka tákn um að við eigum öll rétt á okkur, óháð því hvar við erum í litrófinu,“ sagði Eliza við þetta tilefni. Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í kvöld þar sem gleðin var að venju allsráðandi. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, sagði skömmu fyrir upphaf hátíðarinnar að það væri frábært að geta haldið Hinsegin daga með venjulegu sniði eftir tvö erfið ár sem lituðust af heimsfaraldri kórónuveiru. Hann hafi varla þorað að nefna það upphátt síðustu daga af ótta við að storka forlögunum. „Ég held að það sé orðið of seint að snúa við þannig að við erum auðvitað bara mjög spennt.“ Hlakka til að sjá samstöðuna með hinsegin fólki Gunnlaugur sagði sérstaklega mikilvægt sé að fá að halda Hinsegin daga nú þegar borið hafi á auknum fordómum gegn hinsegin fólki. Nýlega bárust fregnir af því að hinsegin unglingar verði í auknum mæli fyrir aðkasti og óprúttnir aðilar hafi krotað ítrekað á samstöðumerki hinsegin fólks við Grafarvogskirkju. „Við höfum alltaf sagt það að Hinsegin dagar eru mikilvægir, sýnileikinn og áframhaldandi barátta en ég held að við förum kannski svolítið öðruvísi inn í hátíðina núna eftir fréttir síðustu vikna og mánaða af þessu bakslagi sem við virðumst vera að horfa fram á núna,“ sagði Gunnlaugur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Friðrik Ómar Hjörleifsson, stjórnandi opnunarhátíðar Hinsegin daga, lofaði brjáluðu stuði á hátíðinni. „Svo hlökkum við bara til að sjá alla á laugardaginn standa með okkur.“
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira