Ekki æða af stað upp í fjall, segir Víðir Snorri Másson skrifar 4. ágúst 2022 11:43 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það hörkuferðalag að fara upp að gosi. Eldgosið í Merardölum hefur haldið uppteknum hætti frá því að það hófst eftir hádegi í gær. Því er enn beint til almennings að fara ekki að gosinu fyrr en viðbragðsaðilar hafa náð utan um aðstæður þar. Tveir slösuðust í Fagradalsfjalli í gær - en Víðir Reynisson segir það hörkuferðalag að fara upp að gosinu. Það gýs enn á ný og fólk flykkist á staðinn. En gönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli nú er öllu lengri og torfærari en hún var í fyrra - nálgast þarf ferðalagið upp að gosinu öðruvísi. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að menn þurfi að undirbúa sig áður en lagt er af stað. Flestir tala um fjórar til fimm klukkustundir í heild af erfiðri göngu og þegar hafa orðið nokkur óhöpp. Einn ökklabrotnaði í fjallinu í nótt. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill Ekki aðeins eykur lengri vegalengd hættuna á að fólk lendi í vandræðum á leiðinni, heldur gerir hún björgunarsveitum erfiðara fyrir að flytja slasað fólk niður af fjalli. Því sér fólk fyrir sér að Landhelgisgæslan muni annast töluvert af sjúkraflutningum í þyrlu, eins og hún gerði í nótt. „Þegar það er orðið kalt úti getum við ekkert beðið endalaust með að flytja fólk niður. Það er vont að missa fólk í ofkælingu á nóttinni,“ segir Bogi Adolfsson í samtali við fréttastofu. Eyþór Árnason Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna lýsir göngunni sem „hörkuferðalagi.“ Engar lokanir eru þó í gildi á svæðinu nema til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Leiðin upp að gosi er þó erfið bæði gangandi og á bíl. „Við erum enn þá að biðja fólk að vera kannski ekki að æða þarna núna strax af því að við erum að fara af stað með að laga aðgengi, sérstaklega þegar það kemur í ljós eins og í nótt að það var erfitt að koma búnaði á staðinn,“sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36 Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Það gýs enn á ný og fólk flykkist á staðinn. En gönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli nú er öllu lengri og torfærari en hún var í fyrra - nálgast þarf ferðalagið upp að gosinu öðruvísi. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að menn þurfi að undirbúa sig áður en lagt er af stað. Flestir tala um fjórar til fimm klukkustundir í heild af erfiðri göngu og þegar hafa orðið nokkur óhöpp. Einn ökklabrotnaði í fjallinu í nótt. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill Ekki aðeins eykur lengri vegalengd hættuna á að fólk lendi í vandræðum á leiðinni, heldur gerir hún björgunarsveitum erfiðara fyrir að flytja slasað fólk niður af fjalli. Því sér fólk fyrir sér að Landhelgisgæslan muni annast töluvert af sjúkraflutningum í þyrlu, eins og hún gerði í nótt. „Þegar það er orðið kalt úti getum við ekkert beðið endalaust með að flytja fólk niður. Það er vont að missa fólk í ofkælingu á nóttinni,“ segir Bogi Adolfsson í samtali við fréttastofu. Eyþór Árnason Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna lýsir göngunni sem „hörkuferðalagi.“ Engar lokanir eru þó í gildi á svæðinu nema til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Leiðin upp að gosi er þó erfið bæði gangandi og á bíl. „Við erum enn þá að biðja fólk að vera kannski ekki að æða þarna núna strax af því að við erum að fara af stað með að laga aðgengi, sérstaklega þegar það kemur í ljós eins og í nótt að það var erfitt að koma búnaði á staðinn,“sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36 Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
„Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36
Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11