„Klikkað að gera“ eftir að gosið hófst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2022 23:00 Birgir Ómar Haraldsson er framkvæmdastjóri Norðurflugs. Hann segir félagið vart hafa undan í bókunum eftir að gjósa tók á Reykjanesskaga að nýju. Vísir/Ívar Ferðaþjónustufyrirtæki eru þegar farin að finna fyrir auknum þunga í bókunartölum vegna eldgossins í Meradölum. Framkvæmdastjóri þyrlufyrirtækis segir erlenda ferðamenn treysta á að gosið endist inn í haustið. Bókanir teygi sig inn í nóvember. Þótt eldgosið í Meradölum sé rétt rúmlega tveggja sólarhringa gamalt hafa ferðaþjónustufyrirtæki strax fundið fyrir miklum áhuga fólks á gosinu. Þar sem fréttastofa fór á starfsstöð fyrirtækisins Norðurflugs við Reykjavíkurflugvöll í dag var stöðug þyrluumferð, ýmist á leið að gosinu eða að koma þaðan. Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, segir fyrirtækið vart hafa undan við að bóka ferðir að gosstöðvunum. Erlendir ferðamenn séu nokkuð áhugasamari en Íslendingar, sem hafi sótt þyrluflugið fastar þegar gaus á síðasta ári. „Já þeir eru dálítið áhugasamir um þetta, það hefur þó aðeins breyst hvernig þessi samsetning er, en það er alveg klárt að það er eftirspurn eftir þessu og verður eftirspurn alveg inn í veturinn.“ Margir bóki þyrluferðir langt fram í tímann. „Það er verið að bóka þetta alveg inn í september og október, af því að reynslan á síðasta ári var sú að þetta væri vel rúmlega hálft ár.“ Tímalegustu bókanirnar nái þá inn í nóvember. Margir séu því ekki jafn áfjáðir í að komast strax að gosinu. Engu að síður rigni bókunum inn. „Það er búið að vera svo klikkað að gera og við viljum biðja okkar íslensku viðskiptavini og aðra að sýna okkur biðlund þessa dagana, því þetta er svakalegt álag á félagið,“ segir Birgir. Rútuferðirnar hefjast á morgun Fyrirtækið Icelandia, áður Kynnisferðir, rekur Reykjavík Excursions sem mun bjóða upp á rútuferðir með leiðsögumanni að gosinu frá og með morgundeginum. Fyrirtækið bauð upp á sams konar ferðir þegar gosið á síðasta ári stóð yfir. „Við sjáum það á bókunartölum að það er þó nokkur fjöldi sem er búinn að bóka sig á morgun, og við erum að fjölga í ferðunum og bæta úrvalið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Icelandia. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia, sem rekur meðal annars Reykjavík Excursions.Vísir/Ívar Hann segir að stærstur hluti viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. Ekki hafi enn borið mikið á bókunum fram í tímann, líkt og hjá Norðurflugi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst núna fólk sem er á landinu og fréttir af gosinu, stekkur af stað og vill komast að sjá þetta. Enda stórkostlegt,“ segir Björn og á þar við eldgosið sjálft, sem er mikið sjónarspil. Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þótt eldgosið í Meradölum sé rétt rúmlega tveggja sólarhringa gamalt hafa ferðaþjónustufyrirtæki strax fundið fyrir miklum áhuga fólks á gosinu. Þar sem fréttastofa fór á starfsstöð fyrirtækisins Norðurflugs við Reykjavíkurflugvöll í dag var stöðug þyrluumferð, ýmist á leið að gosinu eða að koma þaðan. Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, segir fyrirtækið vart hafa undan við að bóka ferðir að gosstöðvunum. Erlendir ferðamenn séu nokkuð áhugasamari en Íslendingar, sem hafi sótt þyrluflugið fastar þegar gaus á síðasta ári. „Já þeir eru dálítið áhugasamir um þetta, það hefur þó aðeins breyst hvernig þessi samsetning er, en það er alveg klárt að það er eftirspurn eftir þessu og verður eftirspurn alveg inn í veturinn.“ Margir bóki þyrluferðir langt fram í tímann. „Það er verið að bóka þetta alveg inn í september og október, af því að reynslan á síðasta ári var sú að þetta væri vel rúmlega hálft ár.“ Tímalegustu bókanirnar nái þá inn í nóvember. Margir séu því ekki jafn áfjáðir í að komast strax að gosinu. Engu að síður rigni bókunum inn. „Það er búið að vera svo klikkað að gera og við viljum biðja okkar íslensku viðskiptavini og aðra að sýna okkur biðlund þessa dagana, því þetta er svakalegt álag á félagið,“ segir Birgir. Rútuferðirnar hefjast á morgun Fyrirtækið Icelandia, áður Kynnisferðir, rekur Reykjavík Excursions sem mun bjóða upp á rútuferðir með leiðsögumanni að gosinu frá og með morgundeginum. Fyrirtækið bauð upp á sams konar ferðir þegar gosið á síðasta ári stóð yfir. „Við sjáum það á bókunartölum að það er þó nokkur fjöldi sem er búinn að bóka sig á morgun, og við erum að fjölga í ferðunum og bæta úrvalið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Icelandia. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia, sem rekur meðal annars Reykjavík Excursions.Vísir/Ívar Hann segir að stærstur hluti viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. Ekki hafi enn borið mikið á bókunum fram í tímann, líkt og hjá Norðurflugi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst núna fólk sem er á landinu og fréttir af gosinu, stekkur af stað og vill komast að sjá þetta. Enda stórkostlegt,“ segir Björn og á þar við eldgosið sjálft, sem er mikið sjónarspil.
Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira