Reyndi að ráða þjóðaröryggisráðgjafa Trumps af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 15:59 John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump. Getty/Win McNamee Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært íranskan hermann fyrir ráðabrugg um að að ráða John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna af dögum. Talið er að morðið hafi átt að vera hefndaraðgerð eftir að Bandaríkjamenn felldu íranskan herforingja í loftárás í Írak. Ákærur voru opinberaðar gegn Shahram Poursafi en hann er meðlimur svokallaðra Byltingarvarða Írans, sem er valdamikil deild íranska hersins. Poursafi er sakaður um að hafa í október árið 2021, að skipan forsvarsmanna Quds-deildar Byltingarvarðanna, sem sér um aðgerðir íranska hersins á erlendri grundu, byrjað að reyna að ráða launmorðingja í Bandaríkjunum til að myrða Bolton. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir að líklegast hafi verið um hefndaraðgerð að ræða. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump en hafði hætt þegar Bandaríkjamenn réðu íranska herforingjann Qasem Soleimani af dögum árið 2020. Bolton sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann þakkaði Alríkislögreglu Bandaríkjanna fyrir og lýsti ráðamönnum í Tehran sem lygurum, hryðjuverkamönnum og óvinum Bandaríkjanna. I wish to thank the Justice Dept for initiating the criminal proceeding unsealed today; the FBI for its diligence in discovering and tracking the Iranian regime s criminal threat to American citizens; and the Secret Service for providing protection against Tehran s efforts. pic.twitter.com/QDjkX6gUWM— John Bolton (@AmbJohnBolton) August 10, 2022 Poursafi er sagður hafa notað dulkóðaðar samskiptaleiðir til að bjóða launmorðingjum þrjú hundruð þúsund dali fyrir að myrða Bolton í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, eða í Maryland. Hann byrjaði á því að bjóða manni fúlgur fjár fyrir myndir af Bolton, sem Poursafi sagði að væru vegna bókar. Sá maður vísaði Poursafi á annan mann og eftir viðræður við hann bauð Poursafi honum 250 þúsund dali fyrir að finna launmorðingja sem Poursafi gæti rætt við. Eftir frekari viðræður var upphæðin komin í þrjú hundruð þúsund. Poursafi sagði að ekki skipti máli hvernig Bolton yrði myrtur en samtök hans þyrftu myndband sem staðfesti dauða þjóðaröryggisráðgjafans þáverandi. Í nóvember 2021 spurði maðurinn Poursafi hvar hann gæti fundið Bolton. Shahram Poursafi er nú eftirlýstur í Bandaríkjunum en hann verður líklegast aldrei framseldur frá Íran.AP/FBI Virtist senda skilaboð frá Tehran Poursafi sendi manninum, sem virðist hafa verið uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), skjáskot af korti þar sem finna mætti skrifstofu Boltons í Washington DC. Á skjáskotinu má sjá texta sem segir að skrifstofan sé í 10.162 kílómetra fjarlægð, sem samsvarar fjarlægðinni milli Washington DC og Tehran, höfuðborg Írans. Í janúar lýsti Poursafi vonbrigðum yfir því að Bolton væri enn á lífi og sagði mikilvægt að hann yrði ráðinn af dögum sem fyrst. Best hefði verið að gera það á afmæli dauðadags Soleimani. Hann sendi honum einnig frekari ráðleggingar um hvernig hægt væri að myrða Bolton og sagðist undir þrýstingi frá yfirmönnum sínum. Qassem Soleimani dó í loftárás Bandaríkjanna í Írakí byrjun árs 2020. Hann stýrði lengi Quds-deild íranska byltingarvarðarins og þar af leiðandi aðgerðum íranska hersins á erlendri grundu. Bandaríkjamenn segja hann hafa borið ábyrgð á fjölmörgum dauðsföllum bandarískra hermanna og annarra í Mið-Austurlöndum í gegnum árin. Mike Pompeo, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, staðhæfði einnig að árásin hefði verið gerð til að koma í veg fyrir yfirvofandi árás sem hefði sett bandaríska borgara í hættu. Hafði annað verkefni í huga Þann 18. janúar sendi maðurinn Poursafi opinberar upplýsingar um að Bolton yrði á ferðalagi frá Washington DC á þeim tíma sem hann vildi að maðurinn myrti þjóðaröryggisráðgjafann. Poursafi bað manninn um að bíða aðeins og innan við klukkustund síðar sagði hann að Bolton yrði ekki á ferðalagi. Samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu veitti Poursafi manninum upplýsingar um dagskrá Boltons sem voru ekki aðgengilegar á opinberum vettvangi. Nokkrum dögum síðar sagðist Poursafi hafa annað verkefni fyrir manninn, eftir að Bolton hefði verið myrtur. Þegar væri búið að safna upplýsingum um viðkomandi skotmark gaf hann í skyn að það hefði verið gert af öðrum útsendara Quds í Bandaríkjunum. Ekkert varð þó af banatilræðinu og er búið að ákæra Poursafi. Hann stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist og mögulegri 250 þúsund dala sekt. Hann er þó ekki í haldi Bandaríkjamanna og verður líklegast aldrei framseldur frá Íran. Bandaríkin Íran Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ákærur voru opinberaðar gegn Shahram Poursafi en hann er meðlimur svokallaðra Byltingarvarða Írans, sem er valdamikil deild íranska hersins. Poursafi er sakaður um að hafa í október árið 2021, að skipan forsvarsmanna Quds-deildar Byltingarvarðanna, sem sér um aðgerðir íranska hersins á erlendri grundu, byrjað að reyna að ráða launmorðingja í Bandaríkjunum til að myrða Bolton. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir að líklegast hafi verið um hefndaraðgerð að ræða. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump en hafði hætt þegar Bandaríkjamenn réðu íranska herforingjann Qasem Soleimani af dögum árið 2020. Bolton sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann þakkaði Alríkislögreglu Bandaríkjanna fyrir og lýsti ráðamönnum í Tehran sem lygurum, hryðjuverkamönnum og óvinum Bandaríkjanna. I wish to thank the Justice Dept for initiating the criminal proceeding unsealed today; the FBI for its diligence in discovering and tracking the Iranian regime s criminal threat to American citizens; and the Secret Service for providing protection against Tehran s efforts. pic.twitter.com/QDjkX6gUWM— John Bolton (@AmbJohnBolton) August 10, 2022 Poursafi er sagður hafa notað dulkóðaðar samskiptaleiðir til að bjóða launmorðingjum þrjú hundruð þúsund dali fyrir að myrða Bolton í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, eða í Maryland. Hann byrjaði á því að bjóða manni fúlgur fjár fyrir myndir af Bolton, sem Poursafi sagði að væru vegna bókar. Sá maður vísaði Poursafi á annan mann og eftir viðræður við hann bauð Poursafi honum 250 þúsund dali fyrir að finna launmorðingja sem Poursafi gæti rætt við. Eftir frekari viðræður var upphæðin komin í þrjú hundruð þúsund. Poursafi sagði að ekki skipti máli hvernig Bolton yrði myrtur en samtök hans þyrftu myndband sem staðfesti dauða þjóðaröryggisráðgjafans þáverandi. Í nóvember 2021 spurði maðurinn Poursafi hvar hann gæti fundið Bolton. Shahram Poursafi er nú eftirlýstur í Bandaríkjunum en hann verður líklegast aldrei framseldur frá Íran.AP/FBI Virtist senda skilaboð frá Tehran Poursafi sendi manninum, sem virðist hafa verið uppljóstrari fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), skjáskot af korti þar sem finna mætti skrifstofu Boltons í Washington DC. Á skjáskotinu má sjá texta sem segir að skrifstofan sé í 10.162 kílómetra fjarlægð, sem samsvarar fjarlægðinni milli Washington DC og Tehran, höfuðborg Írans. Í janúar lýsti Poursafi vonbrigðum yfir því að Bolton væri enn á lífi og sagði mikilvægt að hann yrði ráðinn af dögum sem fyrst. Best hefði verið að gera það á afmæli dauðadags Soleimani. Hann sendi honum einnig frekari ráðleggingar um hvernig hægt væri að myrða Bolton og sagðist undir þrýstingi frá yfirmönnum sínum. Qassem Soleimani dó í loftárás Bandaríkjanna í Írakí byrjun árs 2020. Hann stýrði lengi Quds-deild íranska byltingarvarðarins og þar af leiðandi aðgerðum íranska hersins á erlendri grundu. Bandaríkjamenn segja hann hafa borið ábyrgð á fjölmörgum dauðsföllum bandarískra hermanna og annarra í Mið-Austurlöndum í gegnum árin. Mike Pompeo, þáverandi utanríkisráðherra Trumps, staðhæfði einnig að árásin hefði verið gerð til að koma í veg fyrir yfirvofandi árás sem hefði sett bandaríska borgara í hættu. Hafði annað verkefni í huga Þann 18. janúar sendi maðurinn Poursafi opinberar upplýsingar um að Bolton yrði á ferðalagi frá Washington DC á þeim tíma sem hann vildi að maðurinn myrti þjóðaröryggisráðgjafann. Poursafi bað manninn um að bíða aðeins og innan við klukkustund síðar sagði hann að Bolton yrði ekki á ferðalagi. Samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu veitti Poursafi manninum upplýsingar um dagskrá Boltons sem voru ekki aðgengilegar á opinberum vettvangi. Nokkrum dögum síðar sagðist Poursafi hafa annað verkefni fyrir manninn, eftir að Bolton hefði verið myrtur. Þegar væri búið að safna upplýsingum um viðkomandi skotmark gaf hann í skyn að það hefði verið gert af öðrum útsendara Quds í Bandaríkjunum. Ekkert varð þó af banatilræðinu og er búið að ákæra Poursafi. Hann stendur frammi fyrir allt að tíu ára fangelsisvist og mögulegri 250 þúsund dala sekt. Hann er þó ekki í haldi Bandaríkjamanna og verður líklegast aldrei framseldur frá Íran.
Bandaríkin Íran Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira