Skúli svarar Óttari fullum hálsi Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2022 07:52 Skúli Mogensen, til hægri, gefur lítið fyrir skrif Óttars Guðmundssonar í Fréttablaðinu. Vísir Athafnamaðurinn Skúli Mogensen segist hvorki vera auðmaður né gjaldþrota í svari við bakþönkum Óttars Guðmundssonar geðlæknis. Óttar sagði í bakþönkum sínum á laugardag að Skúli hefði sett flugfélagið Wow air „glæsilega á hausinn“ með tilheyrandi tapi fyrir þjóðarbúið. Skúli segir Wow hafa skilað meiru í ríkiskassann en allur áliðnaðurinn árið 2018. Á laugardaginn birtust bakþankar Óttar Guðmundssonar geðlæknis í Fréttablaðinu. Þar gagnrýnir hann að Bjarni Benediktsson og tveir aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Íslands hafi mætt í opnun sjóbaða Skúla í Hvammsvík á dögunum. „Er það virkilega hlutverk ráðherra að hjálpa gjaldþrota auðmanni að auglýsa nýtt fyrirtæki í ferðamannabransanum?“ spyr Óttar í bakþönkunum. Skúli birti svar við bakþönkum Óttars í Fréttablaði dagsins. Þar kveðst hann hvorki vera auðmaður né gjaldþrota og bendir á að ómögulegt sé að vera bæði á sama tíma. Þá segir Skúli bakþankana vera svo fulla af rangfærslum og dylgjum að hann hafi ekki getað látið kyrrt liggja þrátt fyrir að leggja það ekki í vana sinn að svara misgáfulegum skrifum um sig eða Wow air. „Hér eru sem sagt skilaboðin þau að ef einhverjum mistekst þrátt fyrir að hafa átt farsælan feril þá ber að hafna viðkomandi, setja til hliðar og útskúfa. Að sama skapi, átti undirritaður að gefast upp og leggjast í kör og hætta frekari frumkvöðlastarfsemi og uppbyggingu? Ég vona svo sannarlega að þetta séu ekki ráðin sem þú gefur þínum skjólstæðingum,“ segir Skúli. Lánsamur í gegnum tíðina Skúli segir ekki rétt að hann hafi orðið gjaldþrota þegar Wow air féll þó það hafi staðið tæpt enda hafi hann lagt allt undir og meira til. Þökk sé góðum vinum, fjölskyldu og mikilli vinnu hafi honum tekist að vinna sig upp á nýjan leik. „Ég hef verið mjög lánsamur að vinna ítrekað með frábæru fólki og komið að uppbyggingu tuga fyrirtækja sem mörg hver þóttu ekki mjög lífvænleg þegar farið var af stað,“ segir Skúli og tekur sem dæmi Oz, Íslandssíma og endurreisn MP Banka. Fjárfesting í Wow sú besta í sögunni fyrir alla nema Skúla Því næst hjólar Skúli í fullyrðingar Óttars um Wow air. Óttar segir atvinnulífið á Suðurnesjum hafa verið slegið í rot og ríkissjóð hafa tapað milljörðum við fall flugfélagsins. Þetta segir Skúli vera rangfærslur og skorar á Óttar að lesa grein Egils Almars Ágústssonar, Hagsmunir flugfélaga og samfélagsins, sem birtist í Viðskiptablaðinu árið 2021. Í greininni sé fjárfesting Skúla kölluð besta fjárfesting Íslandssögunnar fyrir alla nema hann sjálfan. „Það er nefnilega afskaplega mikil einföldun að taka punktstöðu WOW við gjaldþrotið og dæma félagið eingöngu út frá því. Staðreyndin er sú að WOW skilaði gríðarlegum verðmætum inn í samfélagið með um 1.500 starfsmenn þegar mest lét og á fyrsta ársfjórðungi 2018 fluttum við fleiri farþega heldur en Icelandair. Það sama ár skilaði WOW um 120 milljörðum í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, meira heldur en samanlagður áliðnaðurinn allur það árið,“ segir Skúli. Þá segir hann að hann sé stoltur af aðkomu Wow að því að Ísland sé nú komið til að vera sem öflugur ferðamannastaður. „Þú nefnir Suðurnesin sérstaklega, minn heimabæ, en þar var yfir 25% atvinnuleysi þegar ég stofnaði WOW en á örfáum árum var þar orðið neikvætt atvinnuleysi og þó að vissulega setti fall WOW strik í reikninginn til skamms tíma þá er uppbyggingin á Suðurnesjum líka varanleg og verið hefur gaman að fylgjast með og taka þátt í henni áfram,“ segir Skúli. Ekki að slá sig til riddara Skúli segist ekki rifja söguna af Wow air upp til þess að slá sig til riddara heldur einfaldlega til þess að svara rangfærslum Óttars og benda á hversu vafasaman boðskap sé að finna í bakþönkum hans. Hann segir Óttar reyna að koma ódýru höggi á ráðamenn fyrir að voga sér að láta sjá sig með óráðsmanni á borð við hann. „Ólíkt þér þá tel ég það bráðnauðsynlegt að íslenskir ráðamenn styðji við atvinnulífið, búi því til umgjörð og farveg þannig að þar eigi sér stað eðlileg samkeppni, uppbygging og nýsköpun, sama hvaða flokki þeir tilheyra,“ segir Skúli. Að lokum segir Skúli að það væri sér sönn ánægja að bjóða Óttari í sjóböðin í Hvammsvík og sýna honum þá uppbyggingu sem nú eigi sér stað í Hvalfirðinum. WOW Air Kjósarhreppur Tengdar fréttir Rúmlega sjö ára saga WOW air fær válegan endi Ör vöxtur og áform sem ekki gengu eftir settu svip sinn á rekstur lággjaldaflugfélagsins WOW air sem þraut örendi í dag. Félagið braust inn á íslenskan flugmarkað með látum árið 2011 og var saga þess samofin sögulegum uppgangi í ferðaþjónustu hér á landi. 28. mars 2019 13:30 Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30 „Við Suðurnesjamenn erum ýmsu vanir“ Yfirvöld Reykjanesbæjar hafa áhyggjur af störfum á svæðinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. 28. mars 2019 14:31 „Einfaldlega ekki rétt“ að rekstur Wow air hefði aldrei gengið Skúli Mogensen ítrekar að stefnubreyting í átt frá lággjaldamódelinu hafi að endingu orðið flugfélaginu að falli og reksturinn hafi hreinlega gengið mjög vel fyrstu árin. 26. nóvember 2019 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Á laugardaginn birtust bakþankar Óttar Guðmundssonar geðlæknis í Fréttablaðinu. Þar gagnrýnir hann að Bjarni Benediktsson og tveir aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Íslands hafi mætt í opnun sjóbaða Skúla í Hvammsvík á dögunum. „Er það virkilega hlutverk ráðherra að hjálpa gjaldþrota auðmanni að auglýsa nýtt fyrirtæki í ferðamannabransanum?“ spyr Óttar í bakþönkunum. Skúli birti svar við bakþönkum Óttars í Fréttablaði dagsins. Þar kveðst hann hvorki vera auðmaður né gjaldþrota og bendir á að ómögulegt sé að vera bæði á sama tíma. Þá segir Skúli bakþankana vera svo fulla af rangfærslum og dylgjum að hann hafi ekki getað látið kyrrt liggja þrátt fyrir að leggja það ekki í vana sinn að svara misgáfulegum skrifum um sig eða Wow air. „Hér eru sem sagt skilaboðin þau að ef einhverjum mistekst þrátt fyrir að hafa átt farsælan feril þá ber að hafna viðkomandi, setja til hliðar og útskúfa. Að sama skapi, átti undirritaður að gefast upp og leggjast í kör og hætta frekari frumkvöðlastarfsemi og uppbyggingu? Ég vona svo sannarlega að þetta séu ekki ráðin sem þú gefur þínum skjólstæðingum,“ segir Skúli. Lánsamur í gegnum tíðina Skúli segir ekki rétt að hann hafi orðið gjaldþrota þegar Wow air féll þó það hafi staðið tæpt enda hafi hann lagt allt undir og meira til. Þökk sé góðum vinum, fjölskyldu og mikilli vinnu hafi honum tekist að vinna sig upp á nýjan leik. „Ég hef verið mjög lánsamur að vinna ítrekað með frábæru fólki og komið að uppbyggingu tuga fyrirtækja sem mörg hver þóttu ekki mjög lífvænleg þegar farið var af stað,“ segir Skúli og tekur sem dæmi Oz, Íslandssíma og endurreisn MP Banka. Fjárfesting í Wow sú besta í sögunni fyrir alla nema Skúla Því næst hjólar Skúli í fullyrðingar Óttars um Wow air. Óttar segir atvinnulífið á Suðurnesjum hafa verið slegið í rot og ríkissjóð hafa tapað milljörðum við fall flugfélagsins. Þetta segir Skúli vera rangfærslur og skorar á Óttar að lesa grein Egils Almars Ágústssonar, Hagsmunir flugfélaga og samfélagsins, sem birtist í Viðskiptablaðinu árið 2021. Í greininni sé fjárfesting Skúla kölluð besta fjárfesting Íslandssögunnar fyrir alla nema hann sjálfan. „Það er nefnilega afskaplega mikil einföldun að taka punktstöðu WOW við gjaldþrotið og dæma félagið eingöngu út frá því. Staðreyndin er sú að WOW skilaði gríðarlegum verðmætum inn í samfélagið með um 1.500 starfsmenn þegar mest lét og á fyrsta ársfjórðungi 2018 fluttum við fleiri farþega heldur en Icelandair. Það sama ár skilaði WOW um 120 milljörðum í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, meira heldur en samanlagður áliðnaðurinn allur það árið,“ segir Skúli. Þá segir hann að hann sé stoltur af aðkomu Wow að því að Ísland sé nú komið til að vera sem öflugur ferðamannastaður. „Þú nefnir Suðurnesin sérstaklega, minn heimabæ, en þar var yfir 25% atvinnuleysi þegar ég stofnaði WOW en á örfáum árum var þar orðið neikvætt atvinnuleysi og þó að vissulega setti fall WOW strik í reikninginn til skamms tíma þá er uppbyggingin á Suðurnesjum líka varanleg og verið hefur gaman að fylgjast með og taka þátt í henni áfram,“ segir Skúli. Ekki að slá sig til riddara Skúli segist ekki rifja söguna af Wow air upp til þess að slá sig til riddara heldur einfaldlega til þess að svara rangfærslum Óttars og benda á hversu vafasaman boðskap sé að finna í bakþönkum hans. Hann segir Óttar reyna að koma ódýru höggi á ráðamenn fyrir að voga sér að láta sjá sig með óráðsmanni á borð við hann. „Ólíkt þér þá tel ég það bráðnauðsynlegt að íslenskir ráðamenn styðji við atvinnulífið, búi því til umgjörð og farveg þannig að þar eigi sér stað eðlileg samkeppni, uppbygging og nýsköpun, sama hvaða flokki þeir tilheyra,“ segir Skúli. Að lokum segir Skúli að það væri sér sönn ánægja að bjóða Óttari í sjóböðin í Hvammsvík og sýna honum þá uppbyggingu sem nú eigi sér stað í Hvalfirðinum.
WOW Air Kjósarhreppur Tengdar fréttir Rúmlega sjö ára saga WOW air fær válegan endi Ör vöxtur og áform sem ekki gengu eftir settu svip sinn á rekstur lággjaldaflugfélagsins WOW air sem þraut örendi í dag. Félagið braust inn á íslenskan flugmarkað með látum árið 2011 og var saga þess samofin sögulegum uppgangi í ferðaþjónustu hér á landi. 28. mars 2019 13:30 Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30 „Við Suðurnesjamenn erum ýmsu vanir“ Yfirvöld Reykjanesbæjar hafa áhyggjur af störfum á svæðinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. 28. mars 2019 14:31 „Einfaldlega ekki rétt“ að rekstur Wow air hefði aldrei gengið Skúli Mogensen ítrekar að stefnubreyting í átt frá lággjaldamódelinu hafi að endingu orðið flugfélaginu að falli og reksturinn hafi hreinlega gengið mjög vel fyrstu árin. 26. nóvember 2019 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Rúmlega sjö ára saga WOW air fær válegan endi Ör vöxtur og áform sem ekki gengu eftir settu svip sinn á rekstur lággjaldaflugfélagsins WOW air sem þraut örendi í dag. Félagið braust inn á íslenskan flugmarkað með látum árið 2011 og var saga þess samofin sögulegum uppgangi í ferðaþjónustu hér á landi. 28. mars 2019 13:30
Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30
„Við Suðurnesjamenn erum ýmsu vanir“ Yfirvöld Reykjanesbæjar hafa áhyggjur af störfum á svæðinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. 28. mars 2019 14:31
„Einfaldlega ekki rétt“ að rekstur Wow air hefði aldrei gengið Skúli Mogensen ítrekar að stefnubreyting í átt frá lággjaldamódelinu hafi að endingu orðið flugfélaginu að falli og reksturinn hafi hreinlega gengið mjög vel fyrstu árin. 26. nóvember 2019 11:47