Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 13:51 Staðurinn tæmdist á svipstundu eftir að lyktin fór á stjá. Vísir/Vilhelm Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. Um helgina var nóg að gera í bænum og gleðin var við völd, þar á meðal á Lebowski bar. Staðurinn var pakkfullur á laugardaginn þegar einhver mætti inn með prumpufýlusprengju og þegar lyktin tók yfir staðinn yfirgáfu hann allir og fóru út á götu. „Þetta hefur ekki komið áður fyrir hjá okkur en við höfum heyrt að aðrir staðir hafi lent í þessu, aðallega fyrir Covid. Þetta getur verið alveg agalegt. Þetta er tjón upp á gríðarlegar upphæðir. Við ætlum að gera allt í okkar valdi til að ná í þessa aðila,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski, í samtali við fréttastofu. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski.Vísir/Egill Lebowski var ekki eini staðurinn sem lenti í þessu um helgina og nú er verið að bera saman myndbönd frá Lebowski við myndbönd frá öðrum stöðum. „Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem skemmtistaður lendir í þessu en sem betur fer náðum við að lofta vel út. Þetta eru leiðinda dúddar sem eru að standa í þessu,“ segir Arnar. Hann segist vera með nokkra grunaða. Hann hvetur þá sem bera ábyrgð á þessu að sleppa því að gera þetta og leyfa fólki að skemmta sér. „Það er gleði í fólki og við erum á fullu að undirbúa Menningarnótt og hvetjum flesta til að koma þá. Það er allt í blússandi gír og við erum að gera allt sem við getum til að gleðja landann og túristann. Keyra partýið í gang. Leiðindaatriði þegar svona aðilar halda að þetta sé fyndið og skemma fyrir öðrum,“ segir Arnar að lokum. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Um helgina var nóg að gera í bænum og gleðin var við völd, þar á meðal á Lebowski bar. Staðurinn var pakkfullur á laugardaginn þegar einhver mætti inn með prumpufýlusprengju og þegar lyktin tók yfir staðinn yfirgáfu hann allir og fóru út á götu. „Þetta hefur ekki komið áður fyrir hjá okkur en við höfum heyrt að aðrir staðir hafi lent í þessu, aðallega fyrir Covid. Þetta getur verið alveg agalegt. Þetta er tjón upp á gríðarlegar upphæðir. Við ætlum að gera allt í okkar valdi til að ná í þessa aðila,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski, í samtali við fréttastofu. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Lebowski.Vísir/Egill Lebowski var ekki eini staðurinn sem lenti í þessu um helgina og nú er verið að bera saman myndbönd frá Lebowski við myndbönd frá öðrum stöðum. „Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem skemmtistaður lendir í þessu en sem betur fer náðum við að lofta vel út. Þetta eru leiðinda dúddar sem eru að standa í þessu,“ segir Arnar. Hann segist vera með nokkra grunaða. Hann hvetur þá sem bera ábyrgð á þessu að sleppa því að gera þetta og leyfa fólki að skemmta sér. „Það er gleði í fólki og við erum á fullu að undirbúa Menningarnótt og hvetjum flesta til að koma þá. Það er allt í blússandi gír og við erum að gera allt sem við getum til að gleðja landann og túristann. Keyra partýið í gang. Leiðindaatriði þegar svona aðilar halda að þetta sé fyndið og skemma fyrir öðrum,“ segir Arnar að lokum.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira