Veðja á hljóðfráar farþegaþotur að nýju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2022 23:30 Áætlað er að vélarnar muni líta svona út. Mynd/Boom Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur lagt inn pöntun fyrir allt að tuttugu hljóðfráun farþegaþotum frá flugvélaframleiðendanum Boom Supersonic. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki verið í notkun frá því að hætt var að fljúga Concorde vélum snemma á þessari öld. Reuters greinir frá en þar kemur fram að American Airlines eigi einnig rétt á því að panta fjörutíu slíkar flugvélar í viðbót. Vélin nefnist Overture og getur tekið 65 til áttatíu farþega. Í frétt Reuters er tekið sem dæmi að flugvélin eigi að geta ferðast á milli Miami í Bandaríkjunum og London, höfuðborgar Bretlands, á tæpum fimm tímum. Það tekur venjulega farþegaþotu níu tíma að fljúga þessa leið. Áætlað er að flugvélin geti flogið á tvöföldum hraða hefðbundinna farþegaþota. Flugfélagið býst ekki við að taka vélarnar í notkun fyrr en árið 2029. Vélin er enn á hönnunarstigi en Boom reiknar með að geta framleitt fyrstu vélina árið 2025 og hafið prófanir á henni ári seinna. Alls hafa pantanir fyrir 130 Overture flugvélum borist Boom, þar af eru fimmtán frá United Airlines, einum helsta keppinauti American Airlines. Samningar flugfélaganna tveggja eru háðir því að flugvélin mæti öryggis-, umhverfis-, og rekstrarlegum skilyrðum þeirra. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki flogið um jörðina frá því að síðustu Concorde-vélinni var lagt árið 2003, vegna mikils rekstrarkostnaðar og minnkandi áhuga viðskiptavina eftir að Concorde vél Air France hrapaði í Frakklandi árið 2000. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Reuters greinir frá en þar kemur fram að American Airlines eigi einnig rétt á því að panta fjörutíu slíkar flugvélar í viðbót. Vélin nefnist Overture og getur tekið 65 til áttatíu farþega. Í frétt Reuters er tekið sem dæmi að flugvélin eigi að geta ferðast á milli Miami í Bandaríkjunum og London, höfuðborgar Bretlands, á tæpum fimm tímum. Það tekur venjulega farþegaþotu níu tíma að fljúga þessa leið. Áætlað er að flugvélin geti flogið á tvöföldum hraða hefðbundinna farþegaþota. Flugfélagið býst ekki við að taka vélarnar í notkun fyrr en árið 2029. Vélin er enn á hönnunarstigi en Boom reiknar með að geta framleitt fyrstu vélina árið 2025 og hafið prófanir á henni ári seinna. Alls hafa pantanir fyrir 130 Overture flugvélum borist Boom, þar af eru fimmtán frá United Airlines, einum helsta keppinauti American Airlines. Samningar flugfélaganna tveggja eru háðir því að flugvélin mæti öryggis-, umhverfis-, og rekstrarlegum skilyrðum þeirra. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki flogið um jörðina frá því að síðustu Concorde-vélinni var lagt árið 2003, vegna mikils rekstrarkostnaðar og minnkandi áhuga viðskiptavina eftir að Concorde vél Air France hrapaði í Frakklandi árið 2000.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira