Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2022 13:31 Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Hann vill sleppa því að flytja vikurinn eftir vegakerfi Íslands og skella honum beint um borð í bát. vísir/egill Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill ráðast í hafnargerð í Vík í Mýrdal til að koma í veg fyrir umfangsmikla vikurflutninga um Suðurlandsveginn. Höfnin myndi skapa mikil tækifæri fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnarlausa sjávarþorp landsins. Fréttastofa hefur fjallað talsvert um fyrirhugaða þungaflutninga um Suðurlandsveginn. Það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem stendur að baki áformunum en fyrirtækið vill hefja efnistöku á vikri við Hafursey á Mýrdalssandi. Vikurinn yrði síðan fluttur með vörubílum alla leið til Þorlákshafnar - nýr bíll færi af stað á kortersfresti. „Nú þverar þjóðvegur 1 enn sem komið er nokkur þéttbýli á leiðinni til Þorlákshafnar. Þannig við leggjum það til hjá sveitarfélaginu að það verði skoðaður sá möguleiki að skipa þessu öllu út héðan frá ströndinni og ráðast í hafnargerð,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Vík er í dag eina sjávarþorp landsins þar sem ekki má finna neina höfn. Gríðarlega mikill sandur er nefnilega á hafsbotni allt í kring um bæinn. Er alveg raunhæft að koma hér upp höfn? „Ég held að mönnum hafi ekki fundist það raunhæft hingað til. En það hvað er raunhæft er auðvitað mjög afstætt. Menn héldu hér fyrir ekkert svo löngu síðan að það væri ekki raunhæft að brúa yfir jökulsá en þar er verið að klára núna glæsilega tvíbreiða brú. Það er búið að gera höfn í Landeyjahöfn og ég held að það sé vel hægt að læra af því módeli og betrumbæta það. Þannig að já, ég held að þetta sé alveg klárlega möguleiki sem er hægt að skoða,“ segir Einar. Sveitarfélagið hefur þegar sett sig í samband við þýska fyrirtækið, sem Einar segir að taki ekki endilega illa í þessa hugmynd. „Því að við sjáum ekki fyrir okkur að þetta yrði fjármagnað af opinberu fé. En getur boðið upp á tækifæri í alls konar atvinnuþróun; bara í ferðamennsku og sjávarútvegi líka. Þannig að þetta gæti verið mjög spennandi tækifæri fyrir okkur,“ segir Einar. Hann hefur miklar efasemdir um að hin leiðin - tíðar ferðir vöruflutningabíla sem keyra burt úr sveitarfélaginu með vikur til Þorlákshafnar til að flytja hann til meginlandsins þaðan - myndi skila miklum ávinningi fyrir íbúa Mýrdalshrepps. Mýrdalshreppur Sjávarútvegur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Námuvinnsla Tengdar fréttir Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20 „Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað talsvert um fyrirhugaða þungaflutninga um Suðurlandsveginn. Það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem stendur að baki áformunum en fyrirtækið vill hefja efnistöku á vikri við Hafursey á Mýrdalssandi. Vikurinn yrði síðan fluttur með vörubílum alla leið til Þorlákshafnar - nýr bíll færi af stað á kortersfresti. „Nú þverar þjóðvegur 1 enn sem komið er nokkur þéttbýli á leiðinni til Þorlákshafnar. Þannig við leggjum það til hjá sveitarfélaginu að það verði skoðaður sá möguleiki að skipa þessu öllu út héðan frá ströndinni og ráðast í hafnargerð,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Vík er í dag eina sjávarþorp landsins þar sem ekki má finna neina höfn. Gríðarlega mikill sandur er nefnilega á hafsbotni allt í kring um bæinn. Er alveg raunhæft að koma hér upp höfn? „Ég held að mönnum hafi ekki fundist það raunhæft hingað til. En það hvað er raunhæft er auðvitað mjög afstætt. Menn héldu hér fyrir ekkert svo löngu síðan að það væri ekki raunhæft að brúa yfir jökulsá en þar er verið að klára núna glæsilega tvíbreiða brú. Það er búið að gera höfn í Landeyjahöfn og ég held að það sé vel hægt að læra af því módeli og betrumbæta það. Þannig að já, ég held að þetta sé alveg klárlega möguleiki sem er hægt að skoða,“ segir Einar. Sveitarfélagið hefur þegar sett sig í samband við þýska fyrirtækið, sem Einar segir að taki ekki endilega illa í þessa hugmynd. „Því að við sjáum ekki fyrir okkur að þetta yrði fjármagnað af opinberu fé. En getur boðið upp á tækifæri í alls konar atvinnuþróun; bara í ferðamennsku og sjávarútvegi líka. Þannig að þetta gæti verið mjög spennandi tækifæri fyrir okkur,“ segir Einar. Hann hefur miklar efasemdir um að hin leiðin - tíðar ferðir vöruflutningabíla sem keyra burt úr sveitarfélaginu með vikur til Þorlákshafnar til að flytja hann til meginlandsins þaðan - myndi skila miklum ávinningi fyrir íbúa Mýrdalshrepps.
Mýrdalshreppur Sjávarútvegur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Námuvinnsla Tengdar fréttir Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20 „Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20
„Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53
Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31