Golfdómarar setja GR stólinn fyrir dyrnar og vilja Margeir úr stjórn Jakob Bjarnar skrifar 17. ágúst 2022 13:28 Gísli Guðni, Margeir og Aron, yfirgolfdómari GR sem nú hefur sagt því starfi sínu lausu vegna þeirrar ákvörðunar formanns að ekki sé vert að víkja Margeiri úr stjórn eftir umdeilt atvik sem átti sér stað á Íslandsmóti eldri kylfinga á Akureyri fyrr í sumar. Aron Hauksson, yfirdómari Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), hefur sagt því starfi sínu lausu í mótmælaskyni við það að Margeir Vilhjálmsson sitji eftir sem áður í stjórn GR meðan mál hans eru til umfjöllunar fyrir aganefnd GSÍ. Aron nýtur stuðnings fleiri golfdómara. Mikil ólga er nú innan golfhreyfingarinnar allrar eftir umdeilt atvik sem kom upp á Íslandsmóti eldri kylfinga sem haldið var á Akureyri dagana 14. – 16. júlí. Til að gera langa sögu stutta dæmdi dómari mótsins, Tryggvi Jóhannesson, tvö víti á þá Helga Svanberg Ingason og Kristján Ólaf Jóhannesson, fyrir að brjóta þá staðareglu að taka æfingapútt á flöt eftir að hafa klárað holuna. Margeir, sem var með þeim Helga og Kristjáni í ráshóp, mótmælti þessu á þeim forsendum að þessari staðareglu hafi ekki verið komið á framfæri við kylfinga með fullnægjandi hætti og að allir væru að gera þetta. Ráshópurinn skilaði þá inn skorkortum eftir hring, eins og lög gera ráð fyrir en tóku í engu tillit til dóms Tryggva sem þá leiddi til frávísunar þeirra þriggja. Í kjölfarið voru þremenningar kærðir til aganefndar GSÍ. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og kæruna: Málið hefur valdið verulegri ólgu innan golfhreyfingarinnar, ekki síst meðal golfdómara sem margir hverjir telja framgöngu Margeirs, sem á sæti í stjórn GR, óásættanlega. Aron setti fram þá kröfu að Margeiri yrði vikið úr stjórn vegna málsins, í það minnsta meðan mál hans er til umfjöllunar hjá aganefndinni. Telur einboðið að víkja beri Margeiri úr stjórninni Gísli Guðni Hall hrl, nýr formaður GR, taldi sig hins vegar ekki geta orðið við þeirri kröfu, stjórn væri kjörin á aðalfundi og hann hefði ekki umboð til þess á þeim forsendum að víkja Margeiri úr stjórninni. Aron telur það fyrirslátt sem ekki fái staðist. Gísli Guðni formaður GR er nú undir þrýstingi frá golfdómurum sumum hverjum sem telja óásættanlegt að Margeir Vilhjálmsson eigi sæti í stjórn meðan aganefnd GSÍ fjallar um kæru á hendur honum.Mörkin „Formaður GR telur sig ekki hafa heimild til að víkja viðkomandi tímabundið á meðan hans málefni fara fyrir aganefnd, viðkomandi stjórnarmaður hefur ekki séð sig knúinn til að víkja á meðan hans málefni eru tekin fyrir af aganefndinni. Því hef ég ekki áhuga lengur að starfa fyrir GR,“ segir Aron á Facebook-síðu sinni. Þau sjónarmið sem Aron Hauksson yfirdómari setti fram samhliða uppsögn sinni vísa til þess sem hann telur alvarleg agabrot stjórnarmanns: a) Margeir hvetji meðspilara til að hunsa úrskurð dómara og og kvitti svo uppá það. b) Hann þræti við dómara sem Aron metur einnig sem alvarlegt agabrot. c) „MV skrifar langan status á facebook sem er svo rangur og er að dissa dómara, mótstjórn og framkvæmd mótsins“. Þá bendir Aron á, að Gísli Guðni Hall sé lögmaður eins þeirra kærðu, og til að verja hann þurfi að setja út á framkvæmd mótsins sem er á pari við það hvernig GR heldur GSÍ-mót. Hvetur golfdómara til að starfa ekki fyrir GR Svo virðist sem Aron njóti býsna víðtæks stuðnings meðal golfdómara landsins alls. Inni á lokuðum hópi golfdómara skrifar til að mynda Toggi Björnsson, sem er golfdómari hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) pistil þar sem hann lýsir yfir fullum stuðningi við Aron. Aron Hauksson yfirdómari GR hefur sagt starfi sínu lausu hjá þessum stærsta golfklúbbi landsins vegna þess að formaður telur ekki vert að víkja Margeiri úr stjórninni. Toggi vísar til pistils Margeirs, sem Toggi segir harðorðan gagnvart golfdómurum og mótstjórn og að auki farið Margeir fari háðulegum orðum um Aron í athugasemd. Þá segir Toggi: „Næstu helgi 19-21 ágúst er Korpubikarinn á GR. Þar sem eini landsdómari GR er hættur störfum þá eru þeir að leita dómara til að dæma þetta mót og munu jafnvel leita til þín sem lesa þetta. Ég hef neitað að dæma þetta mót til stuðnings Aroni og hans málstað. Ég hvet aðra dómara til að gera slíkt hið sama.“ Golfhreyfingin öll hristist og skelfur vegna málsins Ólafur William Hand, stjórnarmaður í GR, reynir að bera klæði á vopnin í svari til Togga og orðum hans að dæma má ljóst vera að mikið er undir. Margeir Vilhjálmsson, kylfingur og golfkennari, stjórnarmaður í GR, er umdeildur maður svo vægt sé til orða tekið. gsí „Ef þetta mál verður til þess að hreyfingin klofni og molni fyrir framan nefið á okkur erum við á slæmum stað,“ segir Ólafur meðal annars. Hann segir að þrýstingur á stjórn GR geri ekkert annað en skapa lélegan móral og íþróttin þurfi ekki á því að halda. Stjórn GR hafi ekki „neitt vald í þessu máli“. Samkvæmt heimildum Vísis hefur GR fengið Davíð Baldur Sigurðsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar til að dæma í komandi móti áðurnefndu. Þá kom hópur dómara úr GR saman í gær til að fara yfir stöðuna. Þar var ákveðið að gefa ætti stjórn svigrúm til að vinna úr málum en ljóst væri að staðan væri bæði viðkvæm og grafalvarleg. Ekki tókst að ná tali af Gísla Guðna formanni GR vegna málsins. Stjórnsýsla Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mikil ólga er nú innan golfhreyfingarinnar allrar eftir umdeilt atvik sem kom upp á Íslandsmóti eldri kylfinga sem haldið var á Akureyri dagana 14. – 16. júlí. Til að gera langa sögu stutta dæmdi dómari mótsins, Tryggvi Jóhannesson, tvö víti á þá Helga Svanberg Ingason og Kristján Ólaf Jóhannesson, fyrir að brjóta þá staðareglu að taka æfingapútt á flöt eftir að hafa klárað holuna. Margeir, sem var með þeim Helga og Kristjáni í ráshóp, mótmælti þessu á þeim forsendum að þessari staðareglu hafi ekki verið komið á framfæri við kylfinga með fullnægjandi hætti og að allir væru að gera þetta. Ráshópurinn skilaði þá inn skorkortum eftir hring, eins og lög gera ráð fyrir en tóku í engu tillit til dóms Tryggva sem þá leiddi til frávísunar þeirra þriggja. Í kjölfarið voru þremenningar kærðir til aganefndar GSÍ. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og kæruna: Málið hefur valdið verulegri ólgu innan golfhreyfingarinnar, ekki síst meðal golfdómara sem margir hverjir telja framgöngu Margeirs, sem á sæti í stjórn GR, óásættanlega. Aron setti fram þá kröfu að Margeiri yrði vikið úr stjórn vegna málsins, í það minnsta meðan mál hans er til umfjöllunar hjá aganefndinni. Telur einboðið að víkja beri Margeiri úr stjórninni Gísli Guðni Hall hrl, nýr formaður GR, taldi sig hins vegar ekki geta orðið við þeirri kröfu, stjórn væri kjörin á aðalfundi og hann hefði ekki umboð til þess á þeim forsendum að víkja Margeiri úr stjórninni. Aron telur það fyrirslátt sem ekki fái staðist. Gísli Guðni formaður GR er nú undir þrýstingi frá golfdómurum sumum hverjum sem telja óásættanlegt að Margeir Vilhjálmsson eigi sæti í stjórn meðan aganefnd GSÍ fjallar um kæru á hendur honum.Mörkin „Formaður GR telur sig ekki hafa heimild til að víkja viðkomandi tímabundið á meðan hans málefni fara fyrir aganefnd, viðkomandi stjórnarmaður hefur ekki séð sig knúinn til að víkja á meðan hans málefni eru tekin fyrir af aganefndinni. Því hef ég ekki áhuga lengur að starfa fyrir GR,“ segir Aron á Facebook-síðu sinni. Þau sjónarmið sem Aron Hauksson yfirdómari setti fram samhliða uppsögn sinni vísa til þess sem hann telur alvarleg agabrot stjórnarmanns: a) Margeir hvetji meðspilara til að hunsa úrskurð dómara og og kvitti svo uppá það. b) Hann þræti við dómara sem Aron metur einnig sem alvarlegt agabrot. c) „MV skrifar langan status á facebook sem er svo rangur og er að dissa dómara, mótstjórn og framkvæmd mótsins“. Þá bendir Aron á, að Gísli Guðni Hall sé lögmaður eins þeirra kærðu, og til að verja hann þurfi að setja út á framkvæmd mótsins sem er á pari við það hvernig GR heldur GSÍ-mót. Hvetur golfdómara til að starfa ekki fyrir GR Svo virðist sem Aron njóti býsna víðtæks stuðnings meðal golfdómara landsins alls. Inni á lokuðum hópi golfdómara skrifar til að mynda Toggi Björnsson, sem er golfdómari hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) pistil þar sem hann lýsir yfir fullum stuðningi við Aron. Aron Hauksson yfirdómari GR hefur sagt starfi sínu lausu hjá þessum stærsta golfklúbbi landsins vegna þess að formaður telur ekki vert að víkja Margeiri úr stjórninni. Toggi vísar til pistils Margeirs, sem Toggi segir harðorðan gagnvart golfdómurum og mótstjórn og að auki farið Margeir fari háðulegum orðum um Aron í athugasemd. Þá segir Toggi: „Næstu helgi 19-21 ágúst er Korpubikarinn á GR. Þar sem eini landsdómari GR er hættur störfum þá eru þeir að leita dómara til að dæma þetta mót og munu jafnvel leita til þín sem lesa þetta. Ég hef neitað að dæma þetta mót til stuðnings Aroni og hans málstað. Ég hvet aðra dómara til að gera slíkt hið sama.“ Golfhreyfingin öll hristist og skelfur vegna málsins Ólafur William Hand, stjórnarmaður í GR, reynir að bera klæði á vopnin í svari til Togga og orðum hans að dæma má ljóst vera að mikið er undir. Margeir Vilhjálmsson, kylfingur og golfkennari, stjórnarmaður í GR, er umdeildur maður svo vægt sé til orða tekið. gsí „Ef þetta mál verður til þess að hreyfingin klofni og molni fyrir framan nefið á okkur erum við á slæmum stað,“ segir Ólafur meðal annars. Hann segir að þrýstingur á stjórn GR geri ekkert annað en skapa lélegan móral og íþróttin þurfi ekki á því að halda. Stjórn GR hafi ekki „neitt vald í þessu máli“. Samkvæmt heimildum Vísis hefur GR fengið Davíð Baldur Sigurðsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar til að dæma í komandi móti áðurnefndu. Þá kom hópur dómara úr GR saman í gær til að fara yfir stöðuna. Þar var ákveðið að gefa ætti stjórn svigrúm til að vinna úr málum en ljóst væri að staðan væri bæði viðkvæm og grafalvarleg. Ekki tókst að ná tali af Gísla Guðna formanni GR vegna málsins.
Stjórnsýsla Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira