„Ég get ruglað og bullað með Guðna“ Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 21:30 Hilmar Örn ætlar að rugla og bulla með Guðna Val í kvöld. Patrick Smith/Getty Images Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason munu báðir keppa til úrslita á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München í Þýskalandi eftir góðan árangur í undanriðlunum í dag. Hilmar Örn mun keppa til úrslita í sleggjukasti annað kvöld en hann kastaði sleggju sinni 76,33 metra í dag. „Það er smá spennufall en svo jafnar maður sig á því. Ég get ruglað og bullað með Guðna núna og við getum aðeins kúplað okkur út en svo förum við aftur í slaginn á morgun,“ sagði Hilmar Örn Jónsson í viðtali við Stöð 2 í dag. 76,33 metra kastið hans Hilmars var hans lengsta á þessu ári og næst lengsta kastið á hans ferli. „Ég var bara ósköp rólegur. Ég vissi hvað ég var að gera vel og helt því áfram. Þetta var sama staða og ég var í á HM en þá gerði ég nákvæmlega það sama nema það var ógilt.“ Kast Hilmars var það sjöunda besta í undanriðlinum en Hilmar var ekki alveg viss hvaða tilfinningar báru honum í brjósti eftir daginn í dag. „Ég kannski átta mig ekki alveg á þessu fyrr en á morgun. Þetta er kannski það sama og maður segir þegar það gengur illa, þá er það verst á morgun. Þetta verður þá kannski bara best á morgun,“ sagði Hilmar með bros á vör. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði lengst 61,80 metra en það var tólfta lengsta kast undanriðilsins og það dugði Guðna til að vera á meðal þeirra tólf sem keppast um Evrópumeistaratitilinn næsta föstudag. Metrana 61,8 kastaði Guðni í annari tilraun sinni af þremur. „Ég kastaði fyrst 61 og það kast byrjaði vel en náði ekki alveg seinni part kastsins. Svo var það öfugt í næsta kasti, sem var samt lengsta kastið, þá fannst mér byrjunin ekki góð en ég náði að hamra hrikalega vel á það. Síðan tengdi eiginlega saman lélegu tvo punktana í þriðja kastinu,“ sagði Guðni Valur í viðtali við Stöð 2. „Ég er bara glaður að þetta dugði til því þá get ég sýnt að ég get kastað lengra en þetta á föstudaginn,“ bætti hann við. Viðtölin í heild við þá Hilmar og Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42 Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Hilmar Örn mun keppa til úrslita í sleggjukasti annað kvöld en hann kastaði sleggju sinni 76,33 metra í dag. „Það er smá spennufall en svo jafnar maður sig á því. Ég get ruglað og bullað með Guðna núna og við getum aðeins kúplað okkur út en svo förum við aftur í slaginn á morgun,“ sagði Hilmar Örn Jónsson í viðtali við Stöð 2 í dag. 76,33 metra kastið hans Hilmars var hans lengsta á þessu ári og næst lengsta kastið á hans ferli. „Ég var bara ósköp rólegur. Ég vissi hvað ég var að gera vel og helt því áfram. Þetta var sama staða og ég var í á HM en þá gerði ég nákvæmlega það sama nema það var ógilt.“ Kast Hilmars var það sjöunda besta í undanriðlinum en Hilmar var ekki alveg viss hvaða tilfinningar báru honum í brjósti eftir daginn í dag. „Ég kannski átta mig ekki alveg á þessu fyrr en á morgun. Þetta er kannski það sama og maður segir þegar það gengur illa, þá er það verst á morgun. Þetta verður þá kannski bara best á morgun,“ sagði Hilmar með bros á vör. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði lengst 61,80 metra en það var tólfta lengsta kast undanriðilsins og það dugði Guðna til að vera á meðal þeirra tólf sem keppast um Evrópumeistaratitilinn næsta föstudag. Metrana 61,8 kastaði Guðni í annari tilraun sinni af þremur. „Ég kastaði fyrst 61 og það kast byrjaði vel en náði ekki alveg seinni part kastsins. Svo var það öfugt í næsta kasti, sem var samt lengsta kastið, þá fannst mér byrjunin ekki góð en ég náði að hamra hrikalega vel á það. Síðan tengdi eiginlega saman lélegu tvo punktana í þriðja kastinu,“ sagði Guðni Valur í viðtali við Stöð 2. „Ég er bara glaður að þetta dugði til því þá get ég sýnt að ég get kastað lengra en þetta á föstudaginn,“ bætti hann við. Viðtölin í heild við þá Hilmar og Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42 Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. 17. ágúst 2022 09:42
Guðni Valur komst líka í úrslit á EM Guðni Valur Guðnason er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München og var þar með annar íslenski kastarinn sem tryggir sér inn í úrslit á EM í dag. 17. ágúst 2022 12:12