Tvöfaldur skellur fyrir tekjulægri Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 24. ágúst 2022 10:31 Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. Þetta kallar á aðhaldssamari peningastefnu og hærri stýrivexti en ella, snarpar breytingar á vaxtastigi sem bitna ekki síst á ungu fólki í eigin húsnæði og fyrstu kaupendum, meðal annars tekjulágum fjölskyldum sem skriðu gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfa nú upp á greiðslubyrðina rjúka upp úr öllu valdi, jafnvel um vel á annað hundrað þúsund krónur á einu ári. Vaxtabótakerfið var hannað til að grípa fólk, dempa höggið við svona aðstæður, en flokkarnir sem stjórna landinu kusu að brjóta þetta kerfi niður og beina húsnæðisstuðningnum frekar til tekjuhæstu heimila í formi skattfríðinda. Ráðstafanir á ríkisfjármálahliðinni til að draga úr þenslu koma ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Samkvæmt kynningu sem þingið fékk í júní fela þær meðal annars í sér að þrengt verður að lágtekju- og millitekjufólki með hækkunum á neyslusköttum. Þetta er tvöfaldur skellur fyrir fólkið í lægri tekjuendanum, hópana sem verja hæsta hlutfalli tekna sinna til neyslu – þeir fá bæði að kenna verst á verðbólgunni sjálfri og meðölunum sem er beitt gegn henni. Það er ekkert náttúrulögmál að aðhald í ríkisfjármálum sé látið bitna óhindrað á tekjulægri hópum samfélagsins: Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lagt sérstaka áherslu á sanngjarnari skattlagningu fyrirtækja og fjármagns og eflingu skattaeftirlits til að vinna á fjárlagahallanum og draga úr verðbólgu og meira að segja íhaldsstjórnin í Bretlandi beitir hvalrekasköttum til að fjármagna stuðningsaðgerðir fyrir almenning vegna hækkandi verðlags. Eitt af því sem verður að horfa til á Íslandi – sanngirnismál sem Tekjublöðin minna okkur á árlega – er að jafna skattbyrðina milli fjármagns og launa og endurskoða skattamatsreglur til að girða fyrir að atvinnutekjur séu taldar ranglega fram sem fjármagnstekjur. Hagdeild ASÍ telur að með því að takmarka möguleika til slíks tekjutilflutnings megi auka tekjur ríkissjóð um allt að átta milljarða króna á ári og að sú skattbyrði myndi einvörðungu leggjast á tekjuhæstu 10 prósent skattgreiðenda. Kaupmáttur launa hefur rýrnað og kostnaður af rekstri heimilis hjá dæmigerðri barnafjölskyldu hækkað um tugi þúsunda á örfáum mánuðum. Flýtingin á lögbundinni hækkun greiðslna til eldra fólks og öryrkja sem var samþykkt á Alþingi í júní hefur þegar fuðrað upp á verðbólgubálinu og sama gildir um aðrar mótvægisaðgerðir. Hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað fer hækkandi, skuggalega hátt hlutfall fólks segist eiga erfitt með að ná endum saman eða reka heimili sitt á yfirdrætti og ójöfnuður fer vaxandi: ráðstöfunartekjur jukust mest hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra og skattbyrðin hefur minnkað hjá þeim allra tekjuhæstu en aukist hjá öðrum. Þetta er efnahagspólitík sem elur á sundrungu og grefur undan samstöðu. Við verðum að skipta um kúrs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur heykst á að beita tækjum ríkisfjármálanna til að taka á verðbólgunni og látið Seðlabankann einan um verkefnið. Þetta kallar á aðhaldssamari peningastefnu og hærri stýrivexti en ella, snarpar breytingar á vaxtastigi sem bitna ekki síst á ungu fólki í eigin húsnæði og fyrstu kaupendum, meðal annars tekjulágum fjölskyldum sem skriðu gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfa nú upp á greiðslubyrðina rjúka upp úr öllu valdi, jafnvel um vel á annað hundrað þúsund krónur á einu ári. Vaxtabótakerfið var hannað til að grípa fólk, dempa höggið við svona aðstæður, en flokkarnir sem stjórna landinu kusu að brjóta þetta kerfi niður og beina húsnæðisstuðningnum frekar til tekjuhæstu heimila í formi skattfríðinda. Ráðstafanir á ríkisfjármálahliðinni til að draga úr þenslu koma ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Samkvæmt kynningu sem þingið fékk í júní fela þær meðal annars í sér að þrengt verður að lágtekju- og millitekjufólki með hækkunum á neyslusköttum. Þetta er tvöfaldur skellur fyrir fólkið í lægri tekjuendanum, hópana sem verja hæsta hlutfalli tekna sinna til neyslu – þeir fá bæði að kenna verst á verðbólgunni sjálfri og meðölunum sem er beitt gegn henni. Það er ekkert náttúrulögmál að aðhald í ríkisfjármálum sé látið bitna óhindrað á tekjulægri hópum samfélagsins: Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lagt sérstaka áherslu á sanngjarnari skattlagningu fyrirtækja og fjármagns og eflingu skattaeftirlits til að vinna á fjárlagahallanum og draga úr verðbólgu og meira að segja íhaldsstjórnin í Bretlandi beitir hvalrekasköttum til að fjármagna stuðningsaðgerðir fyrir almenning vegna hækkandi verðlags. Eitt af því sem verður að horfa til á Íslandi – sanngirnismál sem Tekjublöðin minna okkur á árlega – er að jafna skattbyrðina milli fjármagns og launa og endurskoða skattamatsreglur til að girða fyrir að atvinnutekjur séu taldar ranglega fram sem fjármagnstekjur. Hagdeild ASÍ telur að með því að takmarka möguleika til slíks tekjutilflutnings megi auka tekjur ríkissjóð um allt að átta milljarða króna á ári og að sú skattbyrði myndi einvörðungu leggjast á tekjuhæstu 10 prósent skattgreiðenda. Kaupmáttur launa hefur rýrnað og kostnaður af rekstri heimilis hjá dæmigerðri barnafjölskyldu hækkað um tugi þúsunda á örfáum mánuðum. Flýtingin á lögbundinni hækkun greiðslna til eldra fólks og öryrkja sem var samþykkt á Alþingi í júní hefur þegar fuðrað upp á verðbólgubálinu og sama gildir um aðrar mótvægisaðgerðir. Hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað fer hækkandi, skuggalega hátt hlutfall fólks segist eiga erfitt með að ná endum saman eða reka heimili sitt á yfirdrætti og ójöfnuður fer vaxandi: ráðstöfunartekjur jukust mest hjá tekjuhæstu tíu prósentum Íslendinga í fyrra og skattbyrðin hefur minnkað hjá þeim allra tekjuhæstu en aukist hjá öðrum. Þetta er efnahagspólitík sem elur á sundrungu og grefur undan samstöðu. Við verðum að skipta um kúrs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar