This is Going to Hurt: Misþyrming heilbrigðisstéttarinnar Heiðar Sumarliðason skrifar 2. september 2022 07:01 Adam eftir dæmigerða vakt. Ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir (í línulegri dagskrá og streymi) bresku þáttaröðina This is Going to Hurt. Hún byggir á samnefndri bók sem fyrrverandi læknirinn Adam McKay skrifaði um störf sín í opinbera breska heilbrigðiskerfinu. Aðalpersónan heitir sama nafni og höfundurinn þó þáttaröðin sé að töluverðu leyti skáldskapur og bókin sjálf notuð sem stökkpallur fyrir persónusköpun og mörgum atvikum breytt. Adam McKay er fæðingarlæknir á spítala í London, þar sem hann tekur á móti börnum við aðstæður sem eru ekki upp á marga fiska. Fæðingarnar eru oft mjög sóðalegar, alltof fáir á vakt og mikið drama, þið sjáið hvert þetta er að fara. Blygðunarlaus ósvífni Þáttaröðin var gagnrýnd eftir að fyrsti þátturinn fór í loftið og sagður innihalda kvenfyrirlitningu. Rithöfundurinn Milli Hill sagði á Twitter-síðu sinni: Þátturinn er blygðunarlaust ósvífinn gagnvart konum. Hann kjarnar þá kvenfyrirlitningu sem greipt er í fæðingarþjónustuna - hugmyndin um að kona sem telur sig geta stjórnað eða planað fæðinguna sína sé bjáni. Það þarf þó að taka fram að Hill skrifaði bókina Positive Birth Book, og því ekki skrítið að henni þyki sá veruleiki sem hér er sýndur stuðandi og sennilega eðlilegt að hún taki málið óstinnt upp. This is Going to Hurt er sannarlega stuðandi þáttaröð, en á að vera það, titillinn tilkynnir áhorfandanum það áður en hann byrjar að horfa. Það er bókstaflega hlutverk þátta um lækna að vera stuðandi. Ég efast stórlega um að nokkur hafi áhuga á að sjá bók Hill um jákvæðar fæðingar aðlagaða í sjónvarpsþáttaröð. Einnig gagnrýndi hún þættina fyrir að segja ekki sögur kvenna, heldur karlkyns læknis; konurnar séu eins og kjötstykki í bakgrunninum. Ef hún hefði horft á fleiri þætti af This is Going to Hurt áður en hún hóf upp raust sína hefði hún komist að því að hjarta og sál þeirra er sannarlega kona, unglæknirinn Shruti (Ambika Mod). Það tekur bara eilítinn tíma fyrir áhorfendur að átta sig á því. Í raun skildi ég mikilvægi Shruti ekki fyllilega fyrr en á þeim tímapunkti að persónu hennar naut ekki við á skjánum. Það sem gerðist við það, var að botninn datt eilítið úr þáttunum, því án hennar höfum við minni áhuga á persónu McKay, til þess er hann of mikið fífl. Hann verður í raun einungis áhugaverður í samhengi við aðrar persónur þáttanna, og þá sérstaklega Shruti. Dramaþættir, ekki almennaþjónustuauglýsing Ég skil svo sem alveg afstöðu Hill og viðbrögð hennar við fyrsta þættinum. Í vinnu sinni eyðir hún öllum sínum tíma í að sannfæra konur um að fæðing þurfi ekki að vera neikvæð upplifun og þær geti haft stjórn á henni. Svo kemur loks þáttaröð sem gerist á fæðingardeild, og þá er aðalpersónan karlmaður og hinar fæðandi konur vart persónur að neinu marki. Þetta eru hins vegar dramaþættir, ekki almannaþjónustuauglýsing. Þeir byggja á metsölubók og að mestu leyti á raunverulegum atburðum. Sjónarhorn bókarinnar er einungis frá augum McKay, sem sannarlega er karlmaður og getur lítið í því gert. Vegna þess liggur í hlutarins eðli að þær konur sem eru að fæða börn í þáttaröðinni geta almennt ekki verið fyrirferðarmiklar persónur þar sem þær yfirgefa augljóslega spítalann með afkvæmin að fæðingu lokinni. Höfundarnir gera hins vegar frábærlega í því að færa þetta afmarkaða sjónarhorn bókarinnar og skapa þáttaröð fulla af lífi utan þessa þrönga ramma sem frumefnið var samið út frá. Og best af öllu eru frábærar kvenpersónur. Mögulega var Hill aðeins að gagnrýna This is Going to Hurt til þess eins að vekja athygli á sjálfri sér. Almennt var gagnrýni hennar á þáttaröðina vísað á bug og er kannski ágætis áminning til okkar allra um að telja upp á tíu áður en við förum að gaspra á samfélagsmiðlum. Erfiður læknir Það er ótrúlega snúið að skila sögu um persónu sem sýnir af sér jafn fyrirlitlega hegðun og McKay gerir trekk í trekk, til þess þarftu spennandi framvindu og sympatískt persónugallerí í kringum hann. This is Going to Hurt hefur gnótt af báðum. Fyrrnefnd Shruti fer þar fremst í flokki, en aðrar kvenpersónur eru einnig frábærar. T.d. er kvensjúkdómalæknirinn Miss Houghton hreint stórkostleg sem „comic relief“ og hálfgerð stuðningskona Shruti í baráttu hennar við skammarlega hegðun McKay. McKay að útskýr eitthvað fyrir Shruti. Líklegast í dónalegum tón. Einnig eru höfundar þáttanna með eitt helsta lögmál sagna um fráhrindandi manneskju á hreinu, að hafa í kringum hana aðrar persónur sem eru enn fyrirlitlegri. Dr. Lockhart, yfirmaður sjúkrahússins, hjálpar persónu McKay heilmikið, því jafn fráhrindandi og McKay verður, kemst hann ekki með tærnar þar sem Lockhart hefur hælana. Yfirlæknirinn keyrir t.d. sportbíl, á meðan hinir læknarnir keyra flestir rygðgaðan Fiat með gangtruflanir (kannski metafóra fyrir gallað heilbrigðiskerfið) og hjúkrunarfræðingarnir taka auðvitað almenningssamgöngur. Stórkostleg byrjun Að mestu leyti myndi ég segja This Going to Hurt vera stórkostlega þætti. Í raun er lokaþátturinn sá eini sem ekki svífur vængjum þöndum. Hann skortir þá spennu sem fyrstu sex höfðu. Líklegast er það vegna þess að áhugaverðustu þráðunum er lokið og það eina sem er eftir er að þrífa upp leifar tengdar persónuörk og samböndum McKay. Það mætti líkja This is Going to Hurt við hljómsveit sem inniheldur frábært lagahöfunda dúó, sem gerir hana að því sem hún er. Líkt og Lennon og McCartney, Ulrich og Hetfield og Richards og Jagger, virka McKay og Shruti langbest saman, en eru ekkert spes í sitthvoru lagi. Því hefði ekki verið úr vegi að kynna þáttaröðina með McKay og Shruti í forgrunni, ekki bara McKay. Það hefði mögulega sparað höfundunum Twitter storminn sem kom eftir fyrsta þátt. Það er mjög auðvelt að sjá fyrir sér hið íslenska heilbrigðiskerfi í þessum breska raunveruleika, þó persónuleg upplifun mína af fæðingardeildinni hér heima sé í engum takti við það sem gengur á í þáttunum. Ég er eiginlega handviss um að þar séum við í betri málum en Bretar. Hins vegar óttast ég að aðrar deildir hér heima gangi alls ekki jafn smurt fyrir sig, og guð minn góður hvað ég finn til með heilbrigðisstarfsfólkinu okkar. Þrátt fyrir að sagan missi dampinn eilítið í restina er óhætt að mæla með This is Going to Hurt. Þættirnir eru sýndir á Ríkissjónvarpinu í línulegri dagskrá á sunnudagskvöldum, þeir sem ekki nenna slíku geta streymt allri þáttaröðinni á www.ruv.is Niðurstaða: Virkilega vel heppnaðir þættir um þann þrönga stakk sem opinbera breska heilbrigðiskerfinu er sniðinn og það fólk sem vinnur þrekvirki þar. Ef þú átt hins vegar von á barni, þá er This is Going to Hurt alls alls ekki þáttaröð fyrir þig. Ekki frekar en að Alive sé kvikmynd fyrir fólk sem er að fara að fljúga yfir Andesfjöllin. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Aðalpersónan heitir sama nafni og höfundurinn þó þáttaröðin sé að töluverðu leyti skáldskapur og bókin sjálf notuð sem stökkpallur fyrir persónusköpun og mörgum atvikum breytt. Adam McKay er fæðingarlæknir á spítala í London, þar sem hann tekur á móti börnum við aðstæður sem eru ekki upp á marga fiska. Fæðingarnar eru oft mjög sóðalegar, alltof fáir á vakt og mikið drama, þið sjáið hvert þetta er að fara. Blygðunarlaus ósvífni Þáttaröðin var gagnrýnd eftir að fyrsti þátturinn fór í loftið og sagður innihalda kvenfyrirlitningu. Rithöfundurinn Milli Hill sagði á Twitter-síðu sinni: Þátturinn er blygðunarlaust ósvífinn gagnvart konum. Hann kjarnar þá kvenfyrirlitningu sem greipt er í fæðingarþjónustuna - hugmyndin um að kona sem telur sig geta stjórnað eða planað fæðinguna sína sé bjáni. Það þarf þó að taka fram að Hill skrifaði bókina Positive Birth Book, og því ekki skrítið að henni þyki sá veruleiki sem hér er sýndur stuðandi og sennilega eðlilegt að hún taki málið óstinnt upp. This is Going to Hurt er sannarlega stuðandi þáttaröð, en á að vera það, titillinn tilkynnir áhorfandanum það áður en hann byrjar að horfa. Það er bókstaflega hlutverk þátta um lækna að vera stuðandi. Ég efast stórlega um að nokkur hafi áhuga á að sjá bók Hill um jákvæðar fæðingar aðlagaða í sjónvarpsþáttaröð. Einnig gagnrýndi hún þættina fyrir að segja ekki sögur kvenna, heldur karlkyns læknis; konurnar séu eins og kjötstykki í bakgrunninum. Ef hún hefði horft á fleiri þætti af This is Going to Hurt áður en hún hóf upp raust sína hefði hún komist að því að hjarta og sál þeirra er sannarlega kona, unglæknirinn Shruti (Ambika Mod). Það tekur bara eilítinn tíma fyrir áhorfendur að átta sig á því. Í raun skildi ég mikilvægi Shruti ekki fyllilega fyrr en á þeim tímapunkti að persónu hennar naut ekki við á skjánum. Það sem gerðist við það, var að botninn datt eilítið úr þáttunum, því án hennar höfum við minni áhuga á persónu McKay, til þess er hann of mikið fífl. Hann verður í raun einungis áhugaverður í samhengi við aðrar persónur þáttanna, og þá sérstaklega Shruti. Dramaþættir, ekki almennaþjónustuauglýsing Ég skil svo sem alveg afstöðu Hill og viðbrögð hennar við fyrsta þættinum. Í vinnu sinni eyðir hún öllum sínum tíma í að sannfæra konur um að fæðing þurfi ekki að vera neikvæð upplifun og þær geti haft stjórn á henni. Svo kemur loks þáttaröð sem gerist á fæðingardeild, og þá er aðalpersónan karlmaður og hinar fæðandi konur vart persónur að neinu marki. Þetta eru hins vegar dramaþættir, ekki almannaþjónustuauglýsing. Þeir byggja á metsölubók og að mestu leyti á raunverulegum atburðum. Sjónarhorn bókarinnar er einungis frá augum McKay, sem sannarlega er karlmaður og getur lítið í því gert. Vegna þess liggur í hlutarins eðli að þær konur sem eru að fæða börn í þáttaröðinni geta almennt ekki verið fyrirferðarmiklar persónur þar sem þær yfirgefa augljóslega spítalann með afkvæmin að fæðingu lokinni. Höfundarnir gera hins vegar frábærlega í því að færa þetta afmarkaða sjónarhorn bókarinnar og skapa þáttaröð fulla af lífi utan þessa þrönga ramma sem frumefnið var samið út frá. Og best af öllu eru frábærar kvenpersónur. Mögulega var Hill aðeins að gagnrýna This is Going to Hurt til þess eins að vekja athygli á sjálfri sér. Almennt var gagnrýni hennar á þáttaröðina vísað á bug og er kannski ágætis áminning til okkar allra um að telja upp á tíu áður en við förum að gaspra á samfélagsmiðlum. Erfiður læknir Það er ótrúlega snúið að skila sögu um persónu sem sýnir af sér jafn fyrirlitlega hegðun og McKay gerir trekk í trekk, til þess þarftu spennandi framvindu og sympatískt persónugallerí í kringum hann. This is Going to Hurt hefur gnótt af báðum. Fyrrnefnd Shruti fer þar fremst í flokki, en aðrar kvenpersónur eru einnig frábærar. T.d. er kvensjúkdómalæknirinn Miss Houghton hreint stórkostleg sem „comic relief“ og hálfgerð stuðningskona Shruti í baráttu hennar við skammarlega hegðun McKay. McKay að útskýr eitthvað fyrir Shruti. Líklegast í dónalegum tón. Einnig eru höfundar þáttanna með eitt helsta lögmál sagna um fráhrindandi manneskju á hreinu, að hafa í kringum hana aðrar persónur sem eru enn fyrirlitlegri. Dr. Lockhart, yfirmaður sjúkrahússins, hjálpar persónu McKay heilmikið, því jafn fráhrindandi og McKay verður, kemst hann ekki með tærnar þar sem Lockhart hefur hælana. Yfirlæknirinn keyrir t.d. sportbíl, á meðan hinir læknarnir keyra flestir rygðgaðan Fiat með gangtruflanir (kannski metafóra fyrir gallað heilbrigðiskerfið) og hjúkrunarfræðingarnir taka auðvitað almenningssamgöngur. Stórkostleg byrjun Að mestu leyti myndi ég segja This Going to Hurt vera stórkostlega þætti. Í raun er lokaþátturinn sá eini sem ekki svífur vængjum þöndum. Hann skortir þá spennu sem fyrstu sex höfðu. Líklegast er það vegna þess að áhugaverðustu þráðunum er lokið og það eina sem er eftir er að þrífa upp leifar tengdar persónuörk og samböndum McKay. Það mætti líkja This is Going to Hurt við hljómsveit sem inniheldur frábært lagahöfunda dúó, sem gerir hana að því sem hún er. Líkt og Lennon og McCartney, Ulrich og Hetfield og Richards og Jagger, virka McKay og Shruti langbest saman, en eru ekkert spes í sitthvoru lagi. Því hefði ekki verið úr vegi að kynna þáttaröðina með McKay og Shruti í forgrunni, ekki bara McKay. Það hefði mögulega sparað höfundunum Twitter storminn sem kom eftir fyrsta þátt. Það er mjög auðvelt að sjá fyrir sér hið íslenska heilbrigðiskerfi í þessum breska raunveruleika, þó persónuleg upplifun mína af fæðingardeildinni hér heima sé í engum takti við það sem gengur á í þáttunum. Ég er eiginlega handviss um að þar séum við í betri málum en Bretar. Hins vegar óttast ég að aðrar deildir hér heima gangi alls ekki jafn smurt fyrir sig, og guð minn góður hvað ég finn til með heilbrigðisstarfsfólkinu okkar. Þrátt fyrir að sagan missi dampinn eilítið í restina er óhætt að mæla með This is Going to Hurt. Þættirnir eru sýndir á Ríkissjónvarpinu í línulegri dagskrá á sunnudagskvöldum, þeir sem ekki nenna slíku geta streymt allri þáttaröðinni á www.ruv.is Niðurstaða: Virkilega vel heppnaðir þættir um þann þrönga stakk sem opinbera breska heilbrigðiskerfinu er sniðinn og það fólk sem vinnur þrekvirki þar. Ef þú átt hins vegar von á barni, þá er This is Going to Hurt alls alls ekki þáttaröð fyrir þig. Ekki frekar en að Alive sé kvikmynd fyrir fólk sem er að fara að fljúga yfir Andesfjöllin.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira