Hvernig kennara viljum við? Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 15:01 Hver árstími hefur sínar venjur, töfra og takt. Nú hefst starf grunn- og framhaldsskóla um land allt og haustbyrjun tekur við í leikskólum landsins. Áætla má að um 4.000 börn sæki leikskóla, um 46 þúsund nemar grunnskóla og um 23 þúsund nemar framhaldsskóla. Það skiptir okkur öll máli að skólastarf gangi vel, að börn og ungmenni njóti sín í námi og leik og að hlúð sé að velferð þeirra og þroska. Við vitum öll hve miklu máli góðir kennarar skipta og eigum flest minningar um kennara sem hafa snert hjörtu okkar og mótað okkur sem manneskjur. Við viljum öll styðja við þetta mikilvæga leiðtogahlutverk kennara og vera bandamenn þeirra í því óendanlega mikilvæga verkefni sem menntun barna er. Menntafléttan liðast um landið Haustið 2021 hófst verkefni á vegum stjórnvalda, háskóla og Kennarasambands Íslands sem ber heitið Menntafléttan – námssamfélag í skóla- og frístundastarfi. Verkefnið felur í sér framboð á opnum og aðgengilegum námskeiðum fyrir kennara og annað fagfólk í skóla- og frístundastarfi. Námskeiðin eru byggð á rannsóknum á því hvaða skilyrði og stuðningur þarf að vera til staðar fyrir þróun kennara í starfi. Þær rannsóknir segja okkur ítrekað að starfsþróun er farsæl og árangursrík þegar hún er sameiginlegt verkefni margra á sama vinnustað, frekar en einstaklingsverkefni hvers og eins. Þátttakendur eru leiðtogar á sínum vinnustað og koma á samvinnu um þróun starfshátta og kennslu. Námskeiðin er hagnýt og skapa vettvang fyrir samstarf og samtal þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Mikil þátttaka Að þróun hvers námskeiðs koma kennarar, fræðimenn og sérfræðingar sem byggja á nýjustu rannsóknum en einnig deiglunni sem er til staðar í menntakerfi okkar. Sjá má fjölbreytt framboð á vefsíðunni menntamidja.is. Við erum stolt af því að í kennarahópi Menntafléttunnar eru framúrskarandi, reynslumiklir kennarar frá um 25 skólum víða um land. Við sem stöndum að verkefninu erum í skýjunum með frábærar móttökur, en vorið 2022 höfðu rúmlega 500 leiðtogar lokið námskeiðum Menntafléttu og nú þegar hafa um 1.100 þátttakendur skráð sig til leiks veturinn 2022-2023. Það er ljóst að kennarar landsins taka þessari tegund starfsþróunar fagnandi og skráningin varpar ljósi á þann óþrjótandi áhuga og neista sem kennarar búa yfir. Margföldum áhrifin saman Stuðningur stjórnvalda við Menntafléttuna hefur sannað sig svo um munar. Næsta vetur munu 50% leikskóla eiga þátttakendur í Menntafléttu, 72% framhaldsskóla og 78% grunnskóla. Auk þess hafa þátttakendur frá bókasöfnum, félagsmiðstöðvum, skólaskrifstofum, heilsugæslu, frístundaheimilum og sérfræðingar frá félagasamtökum skráð sig í Menntafléttuna, enda er menntun barna og ungmenna samstarfsverkefni margra ólíkra fagstétta. Miðað við árangur verkefnisins hingað til má auðveldlega ímynda sér hver margfeldisáhrif Menntafléttu geta orðið, ef við höldum áfram að tryggja vandað framboð námskeiða. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun Menntafléttu næstu árin því starfsþróun kennara og starfsfólks í menntakerfinu er viðvarandi verkefni, ekki átak. Fyrir hönd aðstandenda Menntafléttunnar skora ég á stjórnvöld að fjárfesta í kennurum landsins og tryggja framtíð Menntafléttu. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og sat í undirbúnings- og stýrihópi Menntafléttu 2020 til 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hver árstími hefur sínar venjur, töfra og takt. Nú hefst starf grunn- og framhaldsskóla um land allt og haustbyrjun tekur við í leikskólum landsins. Áætla má að um 4.000 börn sæki leikskóla, um 46 þúsund nemar grunnskóla og um 23 þúsund nemar framhaldsskóla. Það skiptir okkur öll máli að skólastarf gangi vel, að börn og ungmenni njóti sín í námi og leik og að hlúð sé að velferð þeirra og þroska. Við vitum öll hve miklu máli góðir kennarar skipta og eigum flest minningar um kennara sem hafa snert hjörtu okkar og mótað okkur sem manneskjur. Við viljum öll styðja við þetta mikilvæga leiðtogahlutverk kennara og vera bandamenn þeirra í því óendanlega mikilvæga verkefni sem menntun barna er. Menntafléttan liðast um landið Haustið 2021 hófst verkefni á vegum stjórnvalda, háskóla og Kennarasambands Íslands sem ber heitið Menntafléttan – námssamfélag í skóla- og frístundastarfi. Verkefnið felur í sér framboð á opnum og aðgengilegum námskeiðum fyrir kennara og annað fagfólk í skóla- og frístundastarfi. Námskeiðin eru byggð á rannsóknum á því hvaða skilyrði og stuðningur þarf að vera til staðar fyrir þróun kennara í starfi. Þær rannsóknir segja okkur ítrekað að starfsþróun er farsæl og árangursrík þegar hún er sameiginlegt verkefni margra á sama vinnustað, frekar en einstaklingsverkefni hvers og eins. Þátttakendur eru leiðtogar á sínum vinnustað og koma á samvinnu um þróun starfshátta og kennslu. Námskeiðin er hagnýt og skapa vettvang fyrir samstarf og samtal þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Mikil þátttaka Að þróun hvers námskeiðs koma kennarar, fræðimenn og sérfræðingar sem byggja á nýjustu rannsóknum en einnig deiglunni sem er til staðar í menntakerfi okkar. Sjá má fjölbreytt framboð á vefsíðunni menntamidja.is. Við erum stolt af því að í kennarahópi Menntafléttunnar eru framúrskarandi, reynslumiklir kennarar frá um 25 skólum víða um land. Við sem stöndum að verkefninu erum í skýjunum með frábærar móttökur, en vorið 2022 höfðu rúmlega 500 leiðtogar lokið námskeiðum Menntafléttu og nú þegar hafa um 1.100 þátttakendur skráð sig til leiks veturinn 2022-2023. Það er ljóst að kennarar landsins taka þessari tegund starfsþróunar fagnandi og skráningin varpar ljósi á þann óþrjótandi áhuga og neista sem kennarar búa yfir. Margföldum áhrifin saman Stuðningur stjórnvalda við Menntafléttuna hefur sannað sig svo um munar. Næsta vetur munu 50% leikskóla eiga þátttakendur í Menntafléttu, 72% framhaldsskóla og 78% grunnskóla. Auk þess hafa þátttakendur frá bókasöfnum, félagsmiðstöðvum, skólaskrifstofum, heilsugæslu, frístundaheimilum og sérfræðingar frá félagasamtökum skráð sig í Menntafléttuna, enda er menntun barna og ungmenna samstarfsverkefni margra ólíkra fagstétta. Miðað við árangur verkefnisins hingað til má auðveldlega ímynda sér hver margfeldisáhrif Menntafléttu geta orðið, ef við höldum áfram að tryggja vandað framboð námskeiða. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun Menntafléttu næstu árin því starfsþróun kennara og starfsfólks í menntakerfinu er viðvarandi verkefni, ekki átak. Fyrir hönd aðstandenda Menntafléttunnar skora ég á stjórnvöld að fjárfesta í kennurum landsins og tryggja framtíð Menntafléttu. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og sat í undirbúnings- og stýrihópi Menntafléttu 2020 til 2021.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun