Þar sem kvíðinn fylgir skólanum Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 07:01 Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum. Awa sem er 12 ára og gengur í skóla í Pujehun héraði í Síerra Leóne er líka spennt fyrir skólanum en þó meira kvíðin. Hún er komin á kynþroskaaldurinn og hefur oftar en einu sinni orðið vitni að því að bekkjarsystur hennar séu reknar heim þegar það lekur í gegn hjá þeim þegar þær eru á blæðingum. Henni þykir mjög vandræðalegt og kvíðavaldandi að geta átt von á því og vill alls ekki að strákarnir sjái túrbletti í buxunum hennar. Hún kvíðir því líka að sjá hverja kennarinn mun velja til að bera bækurnar hans heim í ár. Hún vill ekki vera sú útvalda því hún hefur tekið eftir því að þær stelpur sem bera bækur kennarans heim eftir skóla breytast mikið, þær verða oft leiðar og missa mikið úr skóla. Svo þegar líða fer á veturinn hætta þær alveg í skóla. Awa fékk að vita að ástæðan fyrir því að þær hafi hætt sé sú að þær hafi eignast barn og að ein stelpa hafi meira að segja dáið þegar hún fæddi barnið. Awa vill alls ekki að kennarinn velji hana. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna með yfirvöldum í Pujehun héraði að því að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi í og á leið í skóla í héraðinu. Mikið hefur áunnist á því ári sem samtökin hafa unnið á svæðinu og hefur Líflína Barnaheilla breytt lífi barna til hins betra. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna og kynningarmála hjá Barnaheillum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum. Awa sem er 12 ára og gengur í skóla í Pujehun héraði í Síerra Leóne er líka spennt fyrir skólanum en þó meira kvíðin. Hún er komin á kynþroskaaldurinn og hefur oftar en einu sinni orðið vitni að því að bekkjarsystur hennar séu reknar heim þegar það lekur í gegn hjá þeim þegar þær eru á blæðingum. Henni þykir mjög vandræðalegt og kvíðavaldandi að geta átt von á því og vill alls ekki að strákarnir sjái túrbletti í buxunum hennar. Hún kvíðir því líka að sjá hverja kennarinn mun velja til að bera bækurnar hans heim í ár. Hún vill ekki vera sú útvalda því hún hefur tekið eftir því að þær stelpur sem bera bækur kennarans heim eftir skóla breytast mikið, þær verða oft leiðar og missa mikið úr skóla. Svo þegar líða fer á veturinn hætta þær alveg í skóla. Awa fékk að vita að ástæðan fyrir því að þær hafi hætt sé sú að þær hafi eignast barn og að ein stelpa hafi meira að segja dáið þegar hún fæddi barnið. Awa vill alls ekki að kennarinn velji hana. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna með yfirvöldum í Pujehun héraði að því að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi í og á leið í skóla í héraðinu. Mikið hefur áunnist á því ári sem samtökin hafa unnið á svæðinu og hefur Líflína Barnaheilla breytt lífi barna til hins betra. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna og kynningarmála hjá Barnaheillum
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar