Lífið

Eldgosamaður vakti athygli í vefmyndavél Vísis

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eldgosamaðurinn gaf sér góðan hálftíma fyrir framan vefmyndavél Vísis í Merardölum.
Eldgosamaðurinn gaf sér góðan hálftíma fyrir framan vefmyndavél Vísis í Merardölum. Stöð 2 Vísir

Þrátt fyrir að eldgosinu í Meradölum sé að öllum líkindum lokið var nóg að gerast í vefmyndavél Vísis í fyrradag. Þar mætti maður í fullum skrúða hlífðarfatnaðar og lék listir sínar fyrir áhorfendur líkt og hann væri staddur í geimnum.

Þetta skondna athæfi vakti athygli áhorfenda á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Var hann í kringum hálfa klukkustund í mynd í útsendingu okkar frá eldgosinu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessum dularfulla Volcano Man, sem Aníta Guðlaug starfsmaður fréttastofunnar klippti saman af atriði hans. Taka skal fram að við bættum einnig tónlist við, til að undirstrika listræna tjáningu hans. 

Veist þú hver maðurinn er? Sendu okkur póst á [email protected]






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.