Fækkun sýslumanna – stöldrum við Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 13:00 Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á. Markmiðið var m.a. að tryggja að starfsstöðvarnar yrðu stærri og öflugri og réðu við aukinn fjölda stærri verkefna. Ég hef ítrekað vakið máls á þessu fyrirkomulagi í ræðustól Alþingis síðan þá og þykir leitt að segja að því miður hefur þetta ekki gengið eftir að stóru leyti, þrátt fyrir ýmsar tillögur sýslumanna víða um land að verkefnaflutningum og styrkingu embættanna í gegnum árin. Miðstýring Nú á aftur að leggja til atlögu með stórri kerfisbreytingu sem felst í því að fækka sýslumönnum niður í einn, búa til miðstýrða einingu sem færir mikið vald frá Alþingi til ráðherra. Markmiðin eru, eins og áður, að byggja upp öflugar og nútímalegar þjónustueiningar og fjölga bæði verkefnum og störfum á landsbyggðunum. Eftir lestur frumvarpsins get ég engan veginn séð að þessi kerfisbreyting sé nauðsynleg til að ná fram þeim verðugu markmiðum sem stefnt er að. Sporin hræða og það er ekki rakið eða sýnt fram á, með afgerandi hætti, í greinargerð frumvarpsins um hvaða verkefni er að ræða eða hvar þau á að inna af hendi. Þá er ekki sýnt fram á að þeim breytingum sem stefnt er að megi ekki ná fram í núverandi skipulagi sýslumannsembætta, án þessara stórkostlegu kerfisbreytinga. Það hefur verið lítill vilji hjá ráðuneytum og stofnunum fram til þessa að flytja verkefni til sýslumannsembættanna eins og sjá má á svörum við fyrirspurnum mínum varðandi málaflokkinn á síðustu árum. Nærþjónusta heima í héraði Ég geri ekki lítið úr mikilvægi þess að fylgja eftir nýjungum m.t.t. stafrænna lausna og sérhæfingu á ýmsum sviðum, enda hafa sýslumenn verið að nútímavæðast með innleiðingu stafrænna lausna, með því að taka að sér ný verkefni sem hafa verið vel leyst. Svo vel að þeir hafa hlotið viðurkenningu fyrir innleiðingu þeirra. Þá megum við ekki gleyma að sýslumenn og þeirra starfsfólk er mjög oft að sinna viðkvæmri nærþjónustu og að mínu mati er mikilvægt að forræði og stjórnun verkefna verði áfram í nærumhverfinu eins og kostur er. Hér er líka vert að minna á að þrátt fyrir þrönga stöðu hafa embættin sýnt góðan árangur ár eftir ár í þjónustukönnunum og vaxandi ánægja er með þjónustu þeirra. Af 32 umsögnum um málið í samráðsgátt eru allir, að undanskilinni einni sem tekur ekki afstöðu til nema eins atriðis í málinu, sem telja að málið sé ekki nægjanlega vel unnið, hvort raunveruleg þörf sé á svo miklum breytingum, og það þarfnist frekara samtals og samráðs. Ég tek undir það og ekki síst í ljósi fyrirliggjandi byggðaáætlunar þar sem ég tel málið, eins og það er lagt upp, ekki samræmast þeirri nálgun sem þar er lögð til. Ég hvet ráðherra til að endurskoða framlagningu málsins og hlusta á alla þá hagaðila sem skiluðu umsögnum um málið. Ég get ekki samþykkt þessa leið sem hér er lagt upp með óbreytta. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á. Markmiðið var m.a. að tryggja að starfsstöðvarnar yrðu stærri og öflugri og réðu við aukinn fjölda stærri verkefna. Ég hef ítrekað vakið máls á þessu fyrirkomulagi í ræðustól Alþingis síðan þá og þykir leitt að segja að því miður hefur þetta ekki gengið eftir að stóru leyti, þrátt fyrir ýmsar tillögur sýslumanna víða um land að verkefnaflutningum og styrkingu embættanna í gegnum árin. Miðstýring Nú á aftur að leggja til atlögu með stórri kerfisbreytingu sem felst í því að fækka sýslumönnum niður í einn, búa til miðstýrða einingu sem færir mikið vald frá Alþingi til ráðherra. Markmiðin eru, eins og áður, að byggja upp öflugar og nútímalegar þjónustueiningar og fjölga bæði verkefnum og störfum á landsbyggðunum. Eftir lestur frumvarpsins get ég engan veginn séð að þessi kerfisbreyting sé nauðsynleg til að ná fram þeim verðugu markmiðum sem stefnt er að. Sporin hræða og það er ekki rakið eða sýnt fram á, með afgerandi hætti, í greinargerð frumvarpsins um hvaða verkefni er að ræða eða hvar þau á að inna af hendi. Þá er ekki sýnt fram á að þeim breytingum sem stefnt er að megi ekki ná fram í núverandi skipulagi sýslumannsembætta, án þessara stórkostlegu kerfisbreytinga. Það hefur verið lítill vilji hjá ráðuneytum og stofnunum fram til þessa að flytja verkefni til sýslumannsembættanna eins og sjá má á svörum við fyrirspurnum mínum varðandi málaflokkinn á síðustu árum. Nærþjónusta heima í héraði Ég geri ekki lítið úr mikilvægi þess að fylgja eftir nýjungum m.t.t. stafrænna lausna og sérhæfingu á ýmsum sviðum, enda hafa sýslumenn verið að nútímavæðast með innleiðingu stafrænna lausna, með því að taka að sér ný verkefni sem hafa verið vel leyst. Svo vel að þeir hafa hlotið viðurkenningu fyrir innleiðingu þeirra. Þá megum við ekki gleyma að sýslumenn og þeirra starfsfólk er mjög oft að sinna viðkvæmri nærþjónustu og að mínu mati er mikilvægt að forræði og stjórnun verkefna verði áfram í nærumhverfinu eins og kostur er. Hér er líka vert að minna á að þrátt fyrir þrönga stöðu hafa embættin sýnt góðan árangur ár eftir ár í þjónustukönnunum og vaxandi ánægja er með þjónustu þeirra. Af 32 umsögnum um málið í samráðsgátt eru allir, að undanskilinni einni sem tekur ekki afstöðu til nema eins atriðis í málinu, sem telja að málið sé ekki nægjanlega vel unnið, hvort raunveruleg þörf sé á svo miklum breytingum, og það þarfnist frekara samtals og samráðs. Ég tek undir það og ekki síst í ljósi fyrirliggjandi byggðaáætlunar þar sem ég tel málið, eins og það er lagt upp, ekki samræmast þeirri nálgun sem þar er lögð til. Ég hvet ráðherra til að endurskoða framlagningu málsins og hlusta á alla þá hagaðila sem skiluðu umsögnum um málið. Ég get ekki samþykkt þessa leið sem hér er lagt upp með óbreytta. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar