Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2022 09:44 Spennan á Taívansundi hefur aukist síðustu vikur. Getty Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. Heimsókn Pelosi til Taívan olli miklu fjaðrafoki og kölluðu Kínverjar heimsóknina óboðlegt inngrip í innanríkismál landsins og aðför gegn meginreglunni um eitt sameinað Kína. Kínverjar hafa haldið heræfingar í Taívansundi og utanríkisráðherra eyríkisins kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Samkvæmt yfirlýsingu bandaríska sjóhersins sigldu tvö herskip í gegnum sundið í dag og er það til marks um vilja Bandaríkjamanna til að halda uppi friði á svæðinu. Engin alþjóðalög hafi verið brotin, að sögn hersins, enda ekki siglt í gegnum lögsögu nokkurs ríkis. Kínverjar brugðust hart við og segjast hafa verið reiðubúnir til að svara hverri ögrun sjóhersins af fullu afli. Þeir hafa nú efnt til heræfinga á svæðinu umhverfis Taívan. Taívanar hafa svarað í sömu mynt og munu halda eigin heræfingar. Taívan hefur verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949, í kjölfar þess að Chiang Kai-shek, þáverandi leiðtogi Lýðveldisins Kína flúði þangað eftir sigur Kommúnistaflokksins á meginlandinu. Bandaríkjamenn hafa ekki opinberlega viðurkennt sjálfstæði Taívan en segjast styðja rétt landsins til að ákvarða eigin framtíð. Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Heimsókn Pelosi til Taívan olli miklu fjaðrafoki og kölluðu Kínverjar heimsóknina óboðlegt inngrip í innanríkismál landsins og aðför gegn meginreglunni um eitt sameinað Kína. Kínverjar hafa haldið heræfingar í Taívansundi og utanríkisráðherra eyríkisins kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Samkvæmt yfirlýsingu bandaríska sjóhersins sigldu tvö herskip í gegnum sundið í dag og er það til marks um vilja Bandaríkjamanna til að halda uppi friði á svæðinu. Engin alþjóðalög hafi verið brotin, að sögn hersins, enda ekki siglt í gegnum lögsögu nokkurs ríkis. Kínverjar brugðust hart við og segjast hafa verið reiðubúnir til að svara hverri ögrun sjóhersins af fullu afli. Þeir hafa nú efnt til heræfinga á svæðinu umhverfis Taívan. Taívanar hafa svarað í sömu mynt og munu halda eigin heræfingar. Taívan hefur verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949, í kjölfar þess að Chiang Kai-shek, þáverandi leiðtogi Lýðveldisins Kína flúði þangað eftir sigur Kommúnistaflokksins á meginlandinu. Bandaríkjamenn hafa ekki opinberlega viðurkennt sjálfstæði Taívan en segjast styðja rétt landsins til að ákvarða eigin framtíð.
Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira