Heimalestur: að berja börn til bókar eða nesta fyrir framtíðina? Anna Söderström skrifar 29. ágúst 2022 19:31 Nú eru grunnskólar aftur teknir til starfa og mörg börn koma heim með lestrarhefti í skólatöskunni með kröfum um daglegan heimalestur. Fyrir margar fjölskyldur getur þó reynst erfitt, jafnvel ómögulegt þrátt fyrir góðan vilja, að uppfylla kröfur um að lesa fimm sinum í viku. Foreldrahlutverkið krefst mikils og í amstri hversdagsins eru ýmis krefjandi verkefni sem foreldrar verða að sinna auk heimalesturs barna. Foreldrar, sem að auki sinna fullu starfi utan heimilis, hafa ekki endilega mikinn tíma aflögu, sérstaklega ef mörg grunnskólabörn eru á heimilinu sem öll eiga að lesa. Þá lengist korters heimalestur til muna. Sama á við ef barn vill alls ekki lesa heima eða getur það ekki. Í slíkum aðstæðum getur korters lestur á dag orðið óyfirstíganleg hindrun sem veldur kvíða og stressi frekar en að vekja lestrargleði. Heimalestur þykir svo sjálfsagður hluti af skólagöngu barna að við höfum gleymt að spyrja okkur hvort það sé virkilega sjálfsagt að skólakerfið geri kröfur til barna og foreldra um daglegar lestrarstundir heima án þess að taka tillit til ólíkra aðstæðna hjá fjölskyldum til þess að mæta slíkum kröfum. Staðlað fyrirkomulag heimalesturs hentar sumum betur en öðrum. Grunnskóli á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Þegar ábyrgð á mikilvægri lestrarþjálfun er færð frá skólum á herðar foreldra fylgir sú hætta að börn fái mismikinn stuðning við lestrarþjálfun eftir heimilisaðstæðum. Börnin standa því ekki jafnfætis þegar kemur að möguleikum til lestrarþjálfunar og þetta fyrirkomulag samræmist varla markmiðum um jafnrétti til náms. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að börn mæta oft ólíku viðmóti í skóla eftir því hversu oft foreldrar þeirra hafa látið þau lesa heima. Barn sem les oft fær umbun, t.d. límmiða eða stimpil í lestrarheftið, á meðan barn sem les sjaldnar og nær ekki að uppfylla kröfur um heimalestur fær athugasemd og kröfu um að leggja harðar að sér. Spyrja má hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á sjálfsmynd þessara barna sem lesanda og nemanda. Að auki má spyrja hvort fyrirkomulag og kröfur um skráningu heimalesturs sé til þess fallið að hvetja og auka áhuga barna á lestri. Það er vissulega hefð fyrir heimalestri grunnskólabarna á Íslandi. Sú staðreynd þýðir þó ekki að ekki megi endurskoða fyrirkomulag heimalesturs og breyta því til að ná betur markmiðum um læsi barna og stuðla að jafnrétti þeirra til náms. Því vil ég skora á kennara og skólayfirvöld: Í stað þess að senda börn heim með lestrarhefti, bjóðið frekar til uppbyggilegs samtals við börn og foreldra um hvernig megi skapa merkingarbært samstarf milli heimilis og skóla sem tekur mið af ólíkum aðstæðum sem börn alast upp við. Þá ættu skólar alls ekki að láta börn sem ekki hafa lesið heima gjalda þess með athugasemdum um að ekki sé nógu mikið lesið heldur styðja þau enn frekar og trygga að öll börn fái þá lestrarþjálfun sem þau þurfa, óháð því hvort foreldrar geti sinnt þjálfuninni eða ekki. Höfundur er doktorsnemi í þjóðfræði og rannsakar lestrarmenningu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Nú eru grunnskólar aftur teknir til starfa og mörg börn koma heim með lestrarhefti í skólatöskunni með kröfum um daglegan heimalestur. Fyrir margar fjölskyldur getur þó reynst erfitt, jafnvel ómögulegt þrátt fyrir góðan vilja, að uppfylla kröfur um að lesa fimm sinum í viku. Foreldrahlutverkið krefst mikils og í amstri hversdagsins eru ýmis krefjandi verkefni sem foreldrar verða að sinna auk heimalesturs barna. Foreldrar, sem að auki sinna fullu starfi utan heimilis, hafa ekki endilega mikinn tíma aflögu, sérstaklega ef mörg grunnskólabörn eru á heimilinu sem öll eiga að lesa. Þá lengist korters heimalestur til muna. Sama á við ef barn vill alls ekki lesa heima eða getur það ekki. Í slíkum aðstæðum getur korters lestur á dag orðið óyfirstíganleg hindrun sem veldur kvíða og stressi frekar en að vekja lestrargleði. Heimalestur þykir svo sjálfsagður hluti af skólagöngu barna að við höfum gleymt að spyrja okkur hvort það sé virkilega sjálfsagt að skólakerfið geri kröfur til barna og foreldra um daglegar lestrarstundir heima án þess að taka tillit til ólíkra aðstæðna hjá fjölskyldum til þess að mæta slíkum kröfum. Staðlað fyrirkomulag heimalesturs hentar sumum betur en öðrum. Grunnskóli á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Þegar ábyrgð á mikilvægri lestrarþjálfun er færð frá skólum á herðar foreldra fylgir sú hætta að börn fái mismikinn stuðning við lestrarþjálfun eftir heimilisaðstæðum. Börnin standa því ekki jafnfætis þegar kemur að möguleikum til lestrarþjálfunar og þetta fyrirkomulag samræmist varla markmiðum um jafnrétti til náms. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að börn mæta oft ólíku viðmóti í skóla eftir því hversu oft foreldrar þeirra hafa látið þau lesa heima. Barn sem les oft fær umbun, t.d. límmiða eða stimpil í lestrarheftið, á meðan barn sem les sjaldnar og nær ekki að uppfylla kröfur um heimalestur fær athugasemd og kröfu um að leggja harðar að sér. Spyrja má hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á sjálfsmynd þessara barna sem lesanda og nemanda. Að auki má spyrja hvort fyrirkomulag og kröfur um skráningu heimalesturs sé til þess fallið að hvetja og auka áhuga barna á lestri. Það er vissulega hefð fyrir heimalestri grunnskólabarna á Íslandi. Sú staðreynd þýðir þó ekki að ekki megi endurskoða fyrirkomulag heimalesturs og breyta því til að ná betur markmiðum um læsi barna og stuðla að jafnrétti þeirra til náms. Því vil ég skora á kennara og skólayfirvöld: Í stað þess að senda börn heim með lestrarhefti, bjóðið frekar til uppbyggilegs samtals við börn og foreldra um hvernig megi skapa merkingarbært samstarf milli heimilis og skóla sem tekur mið af ólíkum aðstæðum sem börn alast upp við. Þá ættu skólar alls ekki að láta börn sem ekki hafa lesið heima gjalda þess með athugasemdum um að ekki sé nógu mikið lesið heldur styðja þau enn frekar og trygga að öll börn fái þá lestrarþjálfun sem þau þurfa, óháð því hvort foreldrar geti sinnt þjálfuninni eða ekki. Höfundur er doktorsnemi í þjóðfræði og rannsakar lestrarmenningu á Íslandi.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar