Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband: Myrkur og vel valin augnablik Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 12:00 Tónlist Árnýjar Margrétar hefur vakið athygli út fyrir landsteina. Anna Maggý Rísandi stjarnan Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband við lagið The world is between us hér á Lífinu á Vísi. Myndbandinu er leikstýrt af Erlendi Sveinssyni en það er tekið á 16 millimetra filmu og eyddi tökuhópurinn fimm dögum fyrir vestan á Ísafirði, heimabæ Árnýjar, að skjóta það. Hér má sjá myndbandið: Árný Margrét er alin upp á Ísafirði skrifaði undir samning við útgáfufyrirtækið One Little Independent Records og hefur spilað á tónlistarhátíðum út fyrir landsteinana á borð við Newport Folk Festival ásamt því að hafa hitað upp fyrir tónlistarmennina Passenger, Leif Vollebekk, Blake Mills og fleiri. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að fá smá innsýn í hennar skapandi hugarheim. View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Hvaðan sækir þú innblástur í tónlistinni? Ég sæki innblástur í allt sem er í kringum mig, veðrið, umhverfið, fólk sem ég þekki og þekki ekki, lög og tónlistarmenn. Stundum heyri ég bara eitthvað fallegt orð sem ég vil nota. View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Hvernig gekk að taka upp þetta tónlistarmyndband og hvað stendur upp úr í ferlinu? Þetta var ótrúlega skemmtilegt ferli, Icelandair hafði samband við okkur og voru mjög spennt yfir þessu verkefni. Þau voru tilbúin í nánast hvað sem er, maður fann fyrir viljanum og hvað þau voru til í að gera þetta vel, sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Við Erlendur Sveinsson leikstjóri unnum svo hugmyndina svolítið saman og úr varð þetta myndband. Það sem stendur upp úr fyrir mig er allt tökuferlið og dagarnir fyrir vestan. Við keyrðum vestur í samfloti því fluginu var aflýst. Hittumst í myrkrinu á morgnana og kláruðum í myrkrinu á kvöldin. Mikill snjór og ótrúlega kalt. En það gekk allt ótrúlega vel og við unnum mjög vel saman sem hópur. Líka öðruvísi að fá að taka upp myndband á filmu, maður velur augnablikin betur, það er einhver fegurð í því. Allt tökuferlið stendur upp úr hjá Árnýju Margréti.Anna Maggý Hvað er á döfinni? Ég er að fara gefa út LP plötuna They only talk about the weather núna í október. Annars eru einhverjar tónleikaferðir á plani, Iceland Airwaves og svo bara að taka upp næstu plötu. Tónlist Menning Tengdar fréttir Frumflutningur á Vísi: Úrvalslið íslensks tónlistarfólks flytur Dýrð í dauðaþögn Tónlistarmaðurinn Ásgeir gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn fyrir tíu árum síðan og markaði það ákveðið upphaf af hans velgengni í heimi tónlistarinnar. Úrvalslið íslensks tónlistarfólks hefur nú gert eigin útgáfur af lögum plötunnar í nýrri endurútgáfu. Platan, sem ber nafnið Stór agnarögn, kemur út á helstu streymisveitur í næstu viku en er frumflutt hér á Vísi í dag. 12. ágúst 2022 11:31 „Mér finnst gott að fjalla um veðrið“ Fyrir stuttu kom út lagið Cold Aired Breeze en lagið er fyrsta smáskífan af frumraun Árnýjar Margrétar í fullri lengd, plötunni They Only Talk About the Weather, sem kemur út á vegum One Little Independent þann 21. október nk. 12. júlí 2022 16:01 Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hallgrímskirkju Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla. 28. október 2021 07:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má sjá myndbandið: Árný Margrét er alin upp á Ísafirði skrifaði undir samning við útgáfufyrirtækið One Little Independent Records og hefur spilað á tónlistarhátíðum út fyrir landsteinana á borð við Newport Folk Festival ásamt því að hafa hitað upp fyrir tónlistarmennina Passenger, Leif Vollebekk, Blake Mills og fleiri. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að fá smá innsýn í hennar skapandi hugarheim. View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Hvaðan sækir þú innblástur í tónlistinni? Ég sæki innblástur í allt sem er í kringum mig, veðrið, umhverfið, fólk sem ég þekki og þekki ekki, lög og tónlistarmenn. Stundum heyri ég bara eitthvað fallegt orð sem ég vil nota. View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Hvernig gekk að taka upp þetta tónlistarmyndband og hvað stendur upp úr í ferlinu? Þetta var ótrúlega skemmtilegt ferli, Icelandair hafði samband við okkur og voru mjög spennt yfir þessu verkefni. Þau voru tilbúin í nánast hvað sem er, maður fann fyrir viljanum og hvað þau voru til í að gera þetta vel, sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Við Erlendur Sveinsson leikstjóri unnum svo hugmyndina svolítið saman og úr varð þetta myndband. Það sem stendur upp úr fyrir mig er allt tökuferlið og dagarnir fyrir vestan. Við keyrðum vestur í samfloti því fluginu var aflýst. Hittumst í myrkrinu á morgnana og kláruðum í myrkrinu á kvöldin. Mikill snjór og ótrúlega kalt. En það gekk allt ótrúlega vel og við unnum mjög vel saman sem hópur. Líka öðruvísi að fá að taka upp myndband á filmu, maður velur augnablikin betur, það er einhver fegurð í því. Allt tökuferlið stendur upp úr hjá Árnýju Margréti.Anna Maggý Hvað er á döfinni? Ég er að fara gefa út LP plötuna They only talk about the weather núna í október. Annars eru einhverjar tónleikaferðir á plani, Iceland Airwaves og svo bara að taka upp næstu plötu.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Frumflutningur á Vísi: Úrvalslið íslensks tónlistarfólks flytur Dýrð í dauðaþögn Tónlistarmaðurinn Ásgeir gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn fyrir tíu árum síðan og markaði það ákveðið upphaf af hans velgengni í heimi tónlistarinnar. Úrvalslið íslensks tónlistarfólks hefur nú gert eigin útgáfur af lögum plötunnar í nýrri endurútgáfu. Platan, sem ber nafnið Stór agnarögn, kemur út á helstu streymisveitur í næstu viku en er frumflutt hér á Vísi í dag. 12. ágúst 2022 11:31 „Mér finnst gott að fjalla um veðrið“ Fyrir stuttu kom út lagið Cold Aired Breeze en lagið er fyrsta smáskífan af frumraun Árnýjar Margrétar í fullri lengd, plötunni They Only Talk About the Weather, sem kemur út á vegum One Little Independent þann 21. október nk. 12. júlí 2022 16:01 Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hallgrímskirkju Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla. 28. október 2021 07:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Frumflutningur á Vísi: Úrvalslið íslensks tónlistarfólks flytur Dýrð í dauðaþögn Tónlistarmaðurinn Ásgeir gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn fyrir tíu árum síðan og markaði það ákveðið upphaf af hans velgengni í heimi tónlistarinnar. Úrvalslið íslensks tónlistarfólks hefur nú gert eigin útgáfur af lögum plötunnar í nýrri endurútgáfu. Platan, sem ber nafnið Stór agnarögn, kemur út á helstu streymisveitur í næstu viku en er frumflutt hér á Vísi í dag. 12. ágúst 2022 11:31
„Mér finnst gott að fjalla um veðrið“ Fyrir stuttu kom út lagið Cold Aired Breeze en lagið er fyrsta smáskífan af frumraun Árnýjar Margrétar í fullri lengd, plötunni They Only Talk About the Weather, sem kemur út á vegum One Little Independent þann 21. október nk. 12. júlí 2022 16:01
Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hallgrímskirkju Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla. 28. október 2021 07:00