Háð bæði Kína og Rússlandi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. september 2022 11:00 Mikil aukning hefur orðið á innflutningi á fljótandi gasi til ríkja Evrópusambandsins frá Kína á þessu ári, eða sem nemur um 60% á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt frétt viðskiptablaðsins Financial Times, á sama tíma og vaxandi þrýstingur hefur verið á sambandið að hætta kaupum á rússnesku gasi. Hafa háttsettir forystumenn Evrópusambandsins gengizt við því að sambandið hafi í raun fjármagnað hernað rússneskra stjórnvalda í Úkraínu með kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil sem enn sér ekki fyrir endann á. Fram kemur í fréttinni að þetta þýði að eftir því sem Evrópusambandið fyllist meiri örvæntingu yfir því hvernig komið sé fyrir orkuöryggi þess muni kínversk stjórnvöld verða í sterkari stöðu til þess að taka ákvarðanir sem hafa muni áhrif á sambandið: „Samhliða því sem Evrópusambandið reynir að brjótast út úr þeirri stöðu að vera háð Rússlandi í orkumálum er kaldhæðnislegt að sambandið er að verða háðara Kína.“ Hins vegar er nær að segja að Evrópusambandið sé með þessu að færast yfir í það að verða háð bæði Rússlandi og Kína. Mikil eftirspurn og verðið engin fyrirstaða Taldar eru þannig allar líkur á því að stór hluti af gasinu, sem flutt hefur verið frá Kína til Evrópusambandsins, komi upphaflega frá Rússlandi en Kínverjar hafa sjálfir stóraukið innflutning á rússnesku gasi undanfarin misseri á hagstæðum kjörum. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda í byrjun ársins, um að hætta að birtar opinberlega upplýsingar um uppruna gass sem flutt er frá Kína, þykir renna frekari stoðum undir það. Fyrir vikið er gasið einfaldlega skráð sem kínverskt og þannig er það að sama skapi fært til bókar hjá sambandinu. Kína er sjálft á meðal þeirra ríkja sem framleiða mest af gasi í heiminum en einnig á meðal þeirra ríkja em flytja mest inn af gasi. Vegna niðursveiflu í kínverska hagkerfinu á árinu hafa safnast fyrir umframbirgðir af gasi sem flutt hefur verið til landsins, ekki sízt frá Rússlandi, og sem fyrir vikið hafa verið seldar áfram. Þá einkum til Evrópusambandsins þar sem eftirspurnin er gríðarleg og verðið fyrir vikið engin fyrirstaða. Enda kemur fram í erlendum fjölmiðlum að rífleg álagning sé á gasinu frá Kína ofan á innkaupaverðið frá Rússlandi. Farið úr öskunni í eldinn í orkuöryggismálum Kaupin á gasi frá Kína hafa gert ríkjum Evrópusambandsins auðveldara fyrir en ella að safna gasbirgðum fyrir veturinn. Rússnesk stjórnvöld hafa dregið mjög úr flæði gass um gasleiðslur til Þýzkalands og fleiri ríkja sambandsins og stefnir fyrir vikið í mikinn skort innan þess í vetur. Taldar eru vaxandi líkur á því að Rússar muni innan tíðar skrúfa alfarið fyrir gasið sem aftur mun þýða, samkvæmt Financial Times, að ríki Evrópusambandsins munu þurfa að kaupa allt það gas sem þau mögulega geta óháð verði. Það muni þó ekki duga til. Fyrir vikið er óhætt að segja að Evrópusambandið hafi farið úr öskunni í eldinn þegar kemur að orkuöryggi þess. Staða sambandsins var nógu slæm fyrir þegar það var einungis háð Rússlandi í orkumálum en er nú sem fyrr segir í vaxandi mæli orðið háð Kína líka. Fullyrðingar sumra, um að við Íslendingar þurfum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi okkar, verða að teljast í bezta falli broslegar í ljósi þess að sambandið hefur reynzt algerlega ófært um að standa vörð um eigið efnahagslegt öryggi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið á innflutningi á fljótandi gasi til ríkja Evrópusambandsins frá Kína á þessu ári, eða sem nemur um 60% á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt frétt viðskiptablaðsins Financial Times, á sama tíma og vaxandi þrýstingur hefur verið á sambandið að hætta kaupum á rússnesku gasi. Hafa háttsettir forystumenn Evrópusambandsins gengizt við því að sambandið hafi í raun fjármagnað hernað rússneskra stjórnvalda í Úkraínu með kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil sem enn sér ekki fyrir endann á. Fram kemur í fréttinni að þetta þýði að eftir því sem Evrópusambandið fyllist meiri örvæntingu yfir því hvernig komið sé fyrir orkuöryggi þess muni kínversk stjórnvöld verða í sterkari stöðu til þess að taka ákvarðanir sem hafa muni áhrif á sambandið: „Samhliða því sem Evrópusambandið reynir að brjótast út úr þeirri stöðu að vera háð Rússlandi í orkumálum er kaldhæðnislegt að sambandið er að verða háðara Kína.“ Hins vegar er nær að segja að Evrópusambandið sé með þessu að færast yfir í það að verða háð bæði Rússlandi og Kína. Mikil eftirspurn og verðið engin fyrirstaða Taldar eru þannig allar líkur á því að stór hluti af gasinu, sem flutt hefur verið frá Kína til Evrópusambandsins, komi upphaflega frá Rússlandi en Kínverjar hafa sjálfir stóraukið innflutning á rússnesku gasi undanfarin misseri á hagstæðum kjörum. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda í byrjun ársins, um að hætta að birtar opinberlega upplýsingar um uppruna gass sem flutt er frá Kína, þykir renna frekari stoðum undir það. Fyrir vikið er gasið einfaldlega skráð sem kínverskt og þannig er það að sama skapi fært til bókar hjá sambandinu. Kína er sjálft á meðal þeirra ríkja sem framleiða mest af gasi í heiminum en einnig á meðal þeirra ríkja em flytja mest inn af gasi. Vegna niðursveiflu í kínverska hagkerfinu á árinu hafa safnast fyrir umframbirgðir af gasi sem flutt hefur verið til landsins, ekki sízt frá Rússlandi, og sem fyrir vikið hafa verið seldar áfram. Þá einkum til Evrópusambandsins þar sem eftirspurnin er gríðarleg og verðið fyrir vikið engin fyrirstaða. Enda kemur fram í erlendum fjölmiðlum að rífleg álagning sé á gasinu frá Kína ofan á innkaupaverðið frá Rússlandi. Farið úr öskunni í eldinn í orkuöryggismálum Kaupin á gasi frá Kína hafa gert ríkjum Evrópusambandsins auðveldara fyrir en ella að safna gasbirgðum fyrir veturinn. Rússnesk stjórnvöld hafa dregið mjög úr flæði gass um gasleiðslur til Þýzkalands og fleiri ríkja sambandsins og stefnir fyrir vikið í mikinn skort innan þess í vetur. Taldar eru vaxandi líkur á því að Rússar muni innan tíðar skrúfa alfarið fyrir gasið sem aftur mun þýða, samkvæmt Financial Times, að ríki Evrópusambandsins munu þurfa að kaupa allt það gas sem þau mögulega geta óháð verði. Það muni þó ekki duga til. Fyrir vikið er óhætt að segja að Evrópusambandið hafi farið úr öskunni í eldinn þegar kemur að orkuöryggi þess. Staða sambandsins var nógu slæm fyrir þegar það var einungis háð Rússlandi í orkumálum en er nú sem fyrr segir í vaxandi mæli orðið háð Kína líka. Fullyrðingar sumra, um að við Íslendingar þurfum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi okkar, verða að teljast í bezta falli broslegar í ljósi þess að sambandið hefur reynzt algerlega ófært um að standa vörð um eigið efnahagslegt öryggi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun