Forstöðukona Dyngjunnar sökuð um að maka krókinn við innkaup fyrir heimilið Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2022 08:00 Dyngjan tók til starfa 9. apríl 1988 og hefur starfað óslitið síðan. Þar hefur verið tekið á móti konum sem koma úr áfengismeðferð og eiga margar hvergi höfði að halla. Fyrrverandi forstöðukona er nú sökuð um að hafa misnotað úttektarheimildir. Vistkonur segja kostinn hafa verið skorinn við nögl en bókhaldsgögn sýni að af úttektum hefur verið greitt fyrir ýmsan munað sem aldrei kom fyrir sjónir vistkvenna. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forstöðukona Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir heimilislausar konur sem koma úr áfengismeðferð og eiga sumar hvergi höfði að halla, er sökuð um að hafa farið afar frjálslega með úttektarheimildir sínar og notað til að fjármagna einkaneyslu sína. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að undirbúa kæru á hendur henni en kröfur sem fram eru settar eru vel á 6. milljón. Rekstrarkostnaður Dyngjunnar er með launatengdum gjöldum um 20 milljónir á ári og er því um hátt hlutfall rekstrartekna að ræða. Kvittanir sýni að innkaupin fóru oft ekki fram á vinnutíma og oftar en ekki í námunda við heimili forstöðukonunnar sem er búsett við Selfoss. Lögmaður Dyngjunnar staðfestir þetta í samtali við Vísi en vill ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Það sé á afar viðkvæmu stigi. Það vill stjórnarformaður Dyngjunnar, Anna Margrét Kornelíusardóttir, ekki heldur gera en víst er að þeir sem að Dyngjunni standa óttast að málið allt kunni að ríða rekstrinum á slig. Talið er samkvæmt bókhaldsgögnum að þetta misferli hafi staðið yfir árum saman en samkomulag var gert við forstöðukonuna að hún myndi láta af störfum í vor. Tros fyrir vistmenn en hráskinka fyrir forstöðukonuna Konan neitar sök, hafnar öllum kröfum og hefur sett fram gagnkröfur sem varða ógreidd laun og orlofsgreiðslur. Í sem skemmstu máli snúast ásakanir stjórnar Dyngjunnar um að forstöðukonan hafi notað debetkort Dyngjunnar til að fjármagna einkaneyslu sína. Vísir hefur rætt við vistkonur sem segja að kosturinn í Dyngjunni hafi ávallt verið afar naumur, að sögn forstöðukonunnar vegna þess að engir peningar væru til að kaupa nema allra brýnustu nauðsynjar og þá það sem ódýrast er. Hins vegar hafi komið á daginn, þegar bókhaldið var skoðað, eftir að grunur kom upp að debetkortið hafi verið misnotað, að keypt hafi verið og greitt fyrir allskyns munað svo sem hráskinka, konfekt og bláber í stórum stíl. Þá var einnig keyptur hundamatur fyrir debetekort Dyngjunnar og fleira sem vistfólk fullyrðir að hafi aldrei komið inn fyrir dyr heimilisins. Fiskurinn góði reynist ekki gjöf Einnig eru tiltekin í bókhaldi kaup á Nespresso-kaffivél, iPad- og iPhone-tækjum sem aldrei hafa komið inn á Dyngjuna, hvað þá að þau færu í hendur vistkvenna. Í bókahaldi eru áberandi reikningar til söluskrifstofu sem höndlar með fisk. Konur á heimilinu segja að í það hafi verið látið skína að fiskurinn væri gjöf til heimilisins frá velgjörðarmanni; næringarríkur matur sem konurnar fengju að njóta vegna þess að eiginmaður forstöðukonunnar væri að höndla með fiskinn. Þakklætið fyrir fiskinn, þá góðu gjöf, byggi þó á sandi, því bókhaldsgögn leiði í ljós að fyrir fiskinn var greitt og vel yfir kílóverði sambærilegs fisks ef verslað hefði verið í Bónus. Kaup á þeim fiski má samkvæmt bókhaldsgögnum rekja allt aftur til ársins 2016. Félagasamtök Fíkn Fjármál heimilisins Málefni heimilislausra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er verið að undirbúa kæru á hendur henni en kröfur sem fram eru settar eru vel á 6. milljón. Rekstrarkostnaður Dyngjunnar er með launatengdum gjöldum um 20 milljónir á ári og er því um hátt hlutfall rekstrartekna að ræða. Kvittanir sýni að innkaupin fóru oft ekki fram á vinnutíma og oftar en ekki í námunda við heimili forstöðukonunnar sem er búsett við Selfoss. Lögmaður Dyngjunnar staðfestir þetta í samtali við Vísi en vill ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Það sé á afar viðkvæmu stigi. Það vill stjórnarformaður Dyngjunnar, Anna Margrét Kornelíusardóttir, ekki heldur gera en víst er að þeir sem að Dyngjunni standa óttast að málið allt kunni að ríða rekstrinum á slig. Talið er samkvæmt bókhaldsgögnum að þetta misferli hafi staðið yfir árum saman en samkomulag var gert við forstöðukonuna að hún myndi láta af störfum í vor. Tros fyrir vistmenn en hráskinka fyrir forstöðukonuna Konan neitar sök, hafnar öllum kröfum og hefur sett fram gagnkröfur sem varða ógreidd laun og orlofsgreiðslur. Í sem skemmstu máli snúast ásakanir stjórnar Dyngjunnar um að forstöðukonan hafi notað debetkort Dyngjunnar til að fjármagna einkaneyslu sína. Vísir hefur rætt við vistkonur sem segja að kosturinn í Dyngjunni hafi ávallt verið afar naumur, að sögn forstöðukonunnar vegna þess að engir peningar væru til að kaupa nema allra brýnustu nauðsynjar og þá það sem ódýrast er. Hins vegar hafi komið á daginn, þegar bókhaldið var skoðað, eftir að grunur kom upp að debetkortið hafi verið misnotað, að keypt hafi verið og greitt fyrir allskyns munað svo sem hráskinka, konfekt og bláber í stórum stíl. Þá var einnig keyptur hundamatur fyrir debetekort Dyngjunnar og fleira sem vistfólk fullyrðir að hafi aldrei komið inn fyrir dyr heimilisins. Fiskurinn góði reynist ekki gjöf Einnig eru tiltekin í bókhaldi kaup á Nespresso-kaffivél, iPad- og iPhone-tækjum sem aldrei hafa komið inn á Dyngjuna, hvað þá að þau færu í hendur vistkvenna. Í bókahaldi eru áberandi reikningar til söluskrifstofu sem höndlar með fisk. Konur á heimilinu segja að í það hafi verið látið skína að fiskurinn væri gjöf til heimilisins frá velgjörðarmanni; næringarríkur matur sem konurnar fengju að njóta vegna þess að eiginmaður forstöðukonunnar væri að höndla með fiskinn. Þakklætið fyrir fiskinn, þá góðu gjöf, byggi þó á sandi, því bókhaldsgögn leiði í ljós að fyrir fiskinn var greitt og vel yfir kílóverði sambærilegs fisks ef verslað hefði verið í Bónus. Kaup á þeim fiski má samkvæmt bókhaldsgögnum rekja allt aftur til ársins 2016.
Félagasamtök Fíkn Fjármál heimilisins Málefni heimilislausra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira