Íbúafundur í Ráðhúsinu Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. september 2022 13:31 Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál. Þetta fólk var ekki hægt að afgreiða á hefðbundinn hátt borgarstjórnarmeirihlutans með glærusýningu og léttum veitingum. Þau kröfðust svara. Þau kröfðust þess að einhver sýndi ábyrgð. Nýjustu hækjunni í hjálpartækjabanka borgarstjórans var brugðið um stund en tilheyrandi stjórnmálaflokki sem svíkur öll loforð áður en blýið þornar á atkvæðaseðlinum mun hann sjálfsagt jafna sig fyrr en varir. Borgarstjóri brást við með hefðbundnum hætti þegar ekki er hægt að leysa mál með því að skella í góm fyrir framan myndavél. Fór í felur og sendi tindáta á vettvang til að svara erfiðustu spurningunum þangað til vandamálið hverfur. Þetta vandamál er hinsvegar ekki líklegt til að hverfa. Borgarstjórnarmeirihlutinn á engar lausnir. Hann ætlaði sér aldrei að standa við loforðið um leikskólapláss fyrir 12 mánaða og eldri. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar sem tryggja nauðsynlega uppbyggingu og mönnun. Foreldrar eru heldur ekki líklegir til að láta af mótmælum og láta sér nægja froðu í stað framkvæmda. Það er því meira en líklegt að fjölmennt verði í Ráðhús Reykjavíkur á næstunni þar til boðleg niðurstaða er fengin. Klúðrið í leikskólamálum er fráleitt það eina sem stendur uppá borgarstjórnarmeirihlutann. Ástandið í húsnæðismálum er fyrir neðan allar hellur. Auðmönnum og bröskurum hefur verið afhent skipulagsvaldið og þeir tóku glaðir við. Fæst af þeim íbúðum sem nú eru í smíðum í borginni eru á verðlagi við alþýðuskap eða greiðslugetu. Nú er til dæmis verið að byggja á tveim stöðum í Vesturbæ, við Borgartún og Suðurlandsbraut/Grenásveg. Þar er ekki að finna fyrstu kaupa íbúðir eða íbúðir sem falla undir froðu barnamálaráðherrans um hlutdeildarlán. Það er reyndar sjálfstætt rannsóknarefni að komast að því hversu mörg slík lán hafa þegar verið veitt á Höfuðborgarsvæðinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ungt fólk hefur flúið Höfuðborgina vegna skorts á leikskólarýmum og ástandsins í húsnæðismálum. Þau sem eftir sitja reyna að skipuleggja barneignir sínar til að freista þess að börnin komist að á leikskóla í samræmi við loforð meirihlutans. Fólk á leigumarkaði býr einnig við óþolandi óvissu og okurverð fákeppnisleigusala. Það er rétt að hvetja þá sem hafa ekki fengið húsnæði við hæfi til að slást í hópinn og mæta á tröppurnar hjá borgarstjóra og hjálpartækjabanka hans. Þriðji hópurinn sem á sannarlega erindi við borgarráð eru þau sem bíða eftir félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Það er full ástæða fyrir þann hóp að mæta til fundar við borgarstjóra og borgarráð þannig að valdafólkið geti skipst á skoðunum við íbúa öðru vísi en með glærusýningum og léttum veitingum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál. Þetta fólk var ekki hægt að afgreiða á hefðbundinn hátt borgarstjórnarmeirihlutans með glærusýningu og léttum veitingum. Þau kröfðust svara. Þau kröfðust þess að einhver sýndi ábyrgð. Nýjustu hækjunni í hjálpartækjabanka borgarstjórans var brugðið um stund en tilheyrandi stjórnmálaflokki sem svíkur öll loforð áður en blýið þornar á atkvæðaseðlinum mun hann sjálfsagt jafna sig fyrr en varir. Borgarstjóri brást við með hefðbundnum hætti þegar ekki er hægt að leysa mál með því að skella í góm fyrir framan myndavél. Fór í felur og sendi tindáta á vettvang til að svara erfiðustu spurningunum þangað til vandamálið hverfur. Þetta vandamál er hinsvegar ekki líklegt til að hverfa. Borgarstjórnarmeirihlutinn á engar lausnir. Hann ætlaði sér aldrei að standa við loforðið um leikskólapláss fyrir 12 mánaða og eldri. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar sem tryggja nauðsynlega uppbyggingu og mönnun. Foreldrar eru heldur ekki líklegir til að láta af mótmælum og láta sér nægja froðu í stað framkvæmda. Það er því meira en líklegt að fjölmennt verði í Ráðhús Reykjavíkur á næstunni þar til boðleg niðurstaða er fengin. Klúðrið í leikskólamálum er fráleitt það eina sem stendur uppá borgarstjórnarmeirihlutann. Ástandið í húsnæðismálum er fyrir neðan allar hellur. Auðmönnum og bröskurum hefur verið afhent skipulagsvaldið og þeir tóku glaðir við. Fæst af þeim íbúðum sem nú eru í smíðum í borginni eru á verðlagi við alþýðuskap eða greiðslugetu. Nú er til dæmis verið að byggja á tveim stöðum í Vesturbæ, við Borgartún og Suðurlandsbraut/Grenásveg. Þar er ekki að finna fyrstu kaupa íbúðir eða íbúðir sem falla undir froðu barnamálaráðherrans um hlutdeildarlán. Það er reyndar sjálfstætt rannsóknarefni að komast að því hversu mörg slík lán hafa þegar verið veitt á Höfuðborgarsvæðinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ungt fólk hefur flúið Höfuðborgina vegna skorts á leikskólarýmum og ástandsins í húsnæðismálum. Þau sem eftir sitja reyna að skipuleggja barneignir sínar til að freista þess að börnin komist að á leikskóla í samræmi við loforð meirihlutans. Fólk á leigumarkaði býr einnig við óþolandi óvissu og okurverð fákeppnisleigusala. Það er rétt að hvetja þá sem hafa ekki fengið húsnæði við hæfi til að slást í hópinn og mæta á tröppurnar hjá borgarstjóra og hjálpartækjabanka hans. Þriðji hópurinn sem á sannarlega erindi við borgarráð eru þau sem bíða eftir félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Það er full ástæða fyrir þann hóp að mæta til fundar við borgarstjóra og borgarráð þannig að valdafólkið geti skipst á skoðunum við íbúa öðru vísi en með glærusýningum og léttum veitingum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun