Íslenskir gullgrafarar hafa fundið tíu tonn af gulli Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. september 2022 11:53 Frá einu af leitarsvæðum Amaroq Minerals. Mynd/AEX Gold. Íslenskir gullgrafarar í Grænlandi hafa staðfest mun meira gullmagn í námu sinni en áður hafði fundist. Heildarsöluverðmæti gullsins er nú áttatíu milljarðar króna en forstjórinn er viss um að mun meira gull leynist í námunni. Fyrirtækið Amaroq Minerals hefur staðið að rannsóknum og leit að gulli á Suður-Grænlandi í sjö ár. Fyrirtækið er kanadískt en á meðal stærstu hluthafa þess eru íslenskir fjárfestar og forstjóri þess er Íslendingurinn Eldur Ólafsson. „Planið er núna að byrja vinnslu á næsta ári úr fyrsta partinum af fjallinu. Og við erum að horfa til að það verði um 15 þúsund til 30 þúsund tonn og erum þá að gera ráð fyrir á bilinu 15 til 30 þúsund únsum á næsta ári vonandi,“ segir Eldur. Nýjasta auðlindamat sýnir að áætlað heildarmagn gulls úr einni helstu námu svæðisins hafi hækkað úr 250 þúsund únsum í 320 þúsund únsur. 320 þúsund únsur jafngilda um 10 tonnum af gulli. Verðmæti gulls í námunni fer því úr 60 milljörðum íslenskra króna í 80 milljarða. Eldur Ólafsson er í forstjóri Amaroq Minerals.Vísir/Egill Eldur telur þó að mun meira gull leynist í námunni. „Við teljum að svæðið allt á þessari námu geti verið um milljón til tvær milljónir únsa. Á því bili. Það byggjum við upp yfir tímann á meðan við erum í vinnslu. Þannig við erum alltaf að auka við magnið til þess að geta verið með 20 til 30 ára líftíma námunnar sem er þarna,“ segir Eldur. Söluverðmæti tveggja milljarða únsa af gulli er í kring um tæpa 500 milljarða íslenskra króna. Langtímaverkefni Fyrirtækið mun hefja fulla vinnslu á svæðinu 2024, þegar búið er að koma upp vinnslustöð á svæðinu þar sem hægt er að vinna gullið. Eldur segir að gríðarlegur ágóði sé af verkefninu, fyrir fjárfesta en ekki síst grænlenskt samfélag. Hér er ljóst að einhverjir milljarðamæringar verði til úr verkefninu. „Munurinn á þessu og flestum þeim viðskiptum sem eru í dag og eru kannski einhver tæknifyrirtæki, vefsíður sem menn búa til á tveimur, þremur árum og svo verða menn milljarðamæringar, þá er þetta eitthvað sem tekur langan tíma. Og þú þarft að hafa gríðarlega vítt samskiptanet og góð samskipti við samfélagið, við umhverfismálin, markaði og svo framvegis. Þannig þetta er ekkert sem gerist hratt,“ segir Eldur. Grænland Stóriðja Námuvinnsla Íslendingar erlendis Amaroq Minerals Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
Fyrirtækið Amaroq Minerals hefur staðið að rannsóknum og leit að gulli á Suður-Grænlandi í sjö ár. Fyrirtækið er kanadískt en á meðal stærstu hluthafa þess eru íslenskir fjárfestar og forstjóri þess er Íslendingurinn Eldur Ólafsson. „Planið er núna að byrja vinnslu á næsta ári úr fyrsta partinum af fjallinu. Og við erum að horfa til að það verði um 15 þúsund til 30 þúsund tonn og erum þá að gera ráð fyrir á bilinu 15 til 30 þúsund únsum á næsta ári vonandi,“ segir Eldur. Nýjasta auðlindamat sýnir að áætlað heildarmagn gulls úr einni helstu námu svæðisins hafi hækkað úr 250 þúsund únsum í 320 þúsund únsur. 320 þúsund únsur jafngilda um 10 tonnum af gulli. Verðmæti gulls í námunni fer því úr 60 milljörðum íslenskra króna í 80 milljarða. Eldur Ólafsson er í forstjóri Amaroq Minerals.Vísir/Egill Eldur telur þó að mun meira gull leynist í námunni. „Við teljum að svæðið allt á þessari námu geti verið um milljón til tvær milljónir únsa. Á því bili. Það byggjum við upp yfir tímann á meðan við erum í vinnslu. Þannig við erum alltaf að auka við magnið til þess að geta verið með 20 til 30 ára líftíma námunnar sem er þarna,“ segir Eldur. Söluverðmæti tveggja milljarða únsa af gulli er í kring um tæpa 500 milljarða íslenskra króna. Langtímaverkefni Fyrirtækið mun hefja fulla vinnslu á svæðinu 2024, þegar búið er að koma upp vinnslustöð á svæðinu þar sem hægt er að vinna gullið. Eldur segir að gríðarlegur ágóði sé af verkefninu, fyrir fjárfesta en ekki síst grænlenskt samfélag. Hér er ljóst að einhverjir milljarðamæringar verði til úr verkefninu. „Munurinn á þessu og flestum þeim viðskiptum sem eru í dag og eru kannski einhver tæknifyrirtæki, vefsíður sem menn búa til á tveimur, þremur árum og svo verða menn milljarðamæringar, þá er þetta eitthvað sem tekur langan tíma. Og þú þarft að hafa gríðarlega vítt samskiptanet og góð samskipti við samfélagið, við umhverfismálin, markaði og svo framvegis. Þannig þetta er ekkert sem gerist hratt,“ segir Eldur.
Grænland Stóriðja Námuvinnsla Íslendingar erlendis Amaroq Minerals Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira