Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2022 23:05 Franskar, sambærilegar þeim sem gefur að líta á þessari mynd, eru ekki lengur framleiddar hér á landi. Franskarnar á myndinni eru erlendar. Getty Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að útreikningarnir byggi á tölum Hagstofunnar um innflutning. „Tollar hækka innflutningsverð franskra kartaflna um ríflega 46% og útsöluverð til neytenda hækkar í samræmi við það. Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðherra erindi og bent á að verndartollur á franskar kartöflur verndi ekkert lengur, eftir að eini innlendi framleiðandi vörunnar hætti framleiðslu. Engin svör hafa fengist við erindinu,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á tímabilinu hafi verið fluttar til landsins franskar kartöflur fyrir 1,7 milljarða. Innflutningurinn hafi verið meiri í krónum talið á síðasta ári heldur en 2020. Þá hafi verið greiddar 300 milljónir króna í tolla. Í ár stefni í frekari aukningu og í lok júlí hafi neytendur þegar staðið undir 237,6 milljóna króna tollgreiðslum. Verndartollur sem ekkert verndar „Fullur tollur á franskar kartöflur er 76% og stendur í vegi fyrir innflutningi frá ríkjum sem ekki hafa fríverslunarsamning við Ísland um lægri toll. Tölur Hagstofunnar sýna að innflutningur frá þeim ríkjum er hverfandi. Þannig voru fluttar inn franskar kartöflur frá Bandaríkjunum á tímabilinu fyrir um átta milljónir króna og frá Tyrklandi fyrir um 95 þúsund krónur. Innflutningurinn kemur nánast eingöngu frá ríkjum Evrópusambandsins og Kanada, en samkvæmt fríverslunarsamningum er tollur á franskar kartöflur frá þeim ríkjum „aðeins“ 46%.“ Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að tölurnar sýni svart á hvítu hve mikið sé í húfi fyrir neytendur, verslun og veitingageirann að fella niður „verndartoll sem ekkert verndar lengur.“ Með þessum orðum á Ólafur við þær fréttir sem bárust í ágúst, að eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. „Tollarnir nema 300-400 milljónum á ári og á tímum þegar matarverð hækkar stöðugt munar um slíkar fjárhæðir,“ er haft eftir Ólafi. „Besta svarið frá fjármálaráðherranum væri frumvarp um niðurfellingu tollsins strax á haustþinginu.“ Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að útreikningarnir byggi á tölum Hagstofunnar um innflutning. „Tollar hækka innflutningsverð franskra kartaflna um ríflega 46% og útsöluverð til neytenda hækkar í samræmi við það. Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðherra erindi og bent á að verndartollur á franskar kartöflur verndi ekkert lengur, eftir að eini innlendi framleiðandi vörunnar hætti framleiðslu. Engin svör hafa fengist við erindinu,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á tímabilinu hafi verið fluttar til landsins franskar kartöflur fyrir 1,7 milljarða. Innflutningurinn hafi verið meiri í krónum talið á síðasta ári heldur en 2020. Þá hafi verið greiddar 300 milljónir króna í tolla. Í ár stefni í frekari aukningu og í lok júlí hafi neytendur þegar staðið undir 237,6 milljóna króna tollgreiðslum. Verndartollur sem ekkert verndar „Fullur tollur á franskar kartöflur er 76% og stendur í vegi fyrir innflutningi frá ríkjum sem ekki hafa fríverslunarsamning við Ísland um lægri toll. Tölur Hagstofunnar sýna að innflutningur frá þeim ríkjum er hverfandi. Þannig voru fluttar inn franskar kartöflur frá Bandaríkjunum á tímabilinu fyrir um átta milljónir króna og frá Tyrklandi fyrir um 95 þúsund krónur. Innflutningurinn kemur nánast eingöngu frá ríkjum Evrópusambandsins og Kanada, en samkvæmt fríverslunarsamningum er tollur á franskar kartöflur frá þeim ríkjum „aðeins“ 46%.“ Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að tölurnar sýni svart á hvítu hve mikið sé í húfi fyrir neytendur, verslun og veitingageirann að fella niður „verndartoll sem ekkert verndar lengur.“ Með þessum orðum á Ólafur við þær fréttir sem bárust í ágúst, að eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. „Tollarnir nema 300-400 milljónum á ári og á tímum þegar matarverð hækkar stöðugt munar um slíkar fjárhæðir,“ er haft eftir Ólafi. „Besta svarið frá fjármálaráðherranum væri frumvarp um niðurfellingu tollsins strax á haustþinginu.“
Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56