„Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð?“ Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 08:30 Jónatan Magnússon missti af fyrsta leik KA á tímabilinu. VÍSIR/VILHELM Í Seinni bylgjunni eftir fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta var það gagnrýnt að aðalþjálfari KA síðustu ár, Jónatan Magnússon, skyldi missa af fyrsta leik tímabilsins vegna árshátíðarferðar. Guðlaugur Arnarsson, sem kom inn í þjálfarateymi KA í sumar, stýrði liðinu í tapinu gegn Haukum síðasta föstudagskvöld en þar var Jónatan hvergi sjáanlegur. „Við náttúrulega elskum Jónatan Magnússon, hann er frábær gaur og allt það, en hann er í Berlín í árshátíðarferð með konunni sinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, og spurði þá Theodór Inga Pálmason og Arnar Daða Arnarsson hvað þeim þætti um það. „Þetta er örugglega ekkert sem kom upp í síðustu viku. Þetta var örugglega rætt í vor og er búið að liggja fyrir lengi. En við erum með deild hérna sem við erum að reyna að stækka og bæta standardinn á, og þjálfarar eiga bara að vera í leikjum nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og aðkallandi,“ sagði Theodór. „Nema að þeir séu í leikbönnum,“ skaut Arnar Daði inn í en hann lauk síðasta tímabili á að fá þriggja leikja bann fyrir ummæli í viðtali eftir leik. Theodór hélt áfram: „Hann [Jónatan] er með tuttugu manna leikmannahóp. Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð með vinnunni eða skólanum og myndu missa af leikjum? Þú þarft að setja ákveðið fordæmi fyrir leikmannahópinn þinn. Mér finnst þetta í besta falli óheppilegt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Jónatan og KA Stefán Árni rifjaði þá upp að Ívar Ásgrímsson, þáverandi þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, hefði á sínum tíma misst af mikilvægum leik vegna skíðaferðar. „Það varð allt vitlaust þá. En þetta er í fyrstu umferð. Kannski aðeins afsláttur þá,“ sagði Stefán. „Já, og það er spurning hvort að þessi leikur hefði getað spilast í gær [síðasta fimmtudag] og hann svo farið út í dag [föstudag]? Maður veit það ekki,“ bætti Arnar Daði við en Theodór ítrekaði að málið væri óheppilegt: „Það kemur móment í leiknum þar sem Guðlaugur Arnarsson viðurkennir að hann hafi verið of seinn að grípa inn í. Ef að Jónatan hefði verið á bekknum, hefði þá verið gripið fyrr inn í? Þetta opnar á svona „ef og hefði“ spurningar.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Guðlaugur Arnarsson, sem kom inn í þjálfarateymi KA í sumar, stýrði liðinu í tapinu gegn Haukum síðasta föstudagskvöld en þar var Jónatan hvergi sjáanlegur. „Við náttúrulega elskum Jónatan Magnússon, hann er frábær gaur og allt það, en hann er í Berlín í árshátíðarferð með konunni sinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, og spurði þá Theodór Inga Pálmason og Arnar Daða Arnarsson hvað þeim þætti um það. „Þetta er örugglega ekkert sem kom upp í síðustu viku. Þetta var örugglega rætt í vor og er búið að liggja fyrir lengi. En við erum með deild hérna sem við erum að reyna að stækka og bæta standardinn á, og þjálfarar eiga bara að vera í leikjum nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og aðkallandi,“ sagði Theodór. „Nema að þeir séu í leikbönnum,“ skaut Arnar Daði inn í en hann lauk síðasta tímabili á að fá þriggja leikja bann fyrir ummæli í viðtali eftir leik. Theodór hélt áfram: „Hann [Jónatan] er með tuttugu manna leikmannahóp. Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð með vinnunni eða skólanum og myndu missa af leikjum? Þú þarft að setja ákveðið fordæmi fyrir leikmannahópinn þinn. Mér finnst þetta í besta falli óheppilegt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Jónatan og KA Stefán Árni rifjaði þá upp að Ívar Ásgrímsson, þáverandi þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, hefði á sínum tíma misst af mikilvægum leik vegna skíðaferðar. „Það varð allt vitlaust þá. En þetta er í fyrstu umferð. Kannski aðeins afsláttur þá,“ sagði Stefán. „Já, og það er spurning hvort að þessi leikur hefði getað spilast í gær [síðasta fimmtudag] og hann svo farið út í dag [föstudag]? Maður veit það ekki,“ bætti Arnar Daði við en Theodór ítrekaði að málið væri óheppilegt: „Það kemur móment í leiknum þar sem Guðlaugur Arnarsson viðurkennir að hann hafi verið of seinn að grípa inn í. Ef að Jónatan hefði verið á bekknum, hefði þá verið gripið fyrr inn í? Þetta opnar á svona „ef og hefði“ spurningar.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira