Lífið

Rakel Tómasdóttir selur íbúðina á Grettisgötu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Rakel Tómasdóttir, gerir verk undir nafninu Rakel Thomas.
Rakel Tómasdóttir, gerir verk undir nafninu Rakel Thomas. Aðsend

Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur sett íbúðina sína á sölu. Um er að ræða einstaklega stílhreina og fallega eign, sem staðsett er á Grettisgötu í Reykjavík.

Íbúðin er 43,2 fermetrar og í henni er eitt svefnherbergi. Um er að ræða steinsteypt hús frá árinu 1913 samkvæmt Fasteignavef Vísis. 

„Ég held mig í 101, get ekki hugsað mér að búa neinstaðar annars staðar,“ 

segir Rakel í um söluna í samtali við Lífið.  „Mig er búið að dreyma lengi um svalir og útsýni, það er aðal ástæðan fyrir flutningunum.“

Rakel fagnar fimm ára starfsafmæli sem listakona um þessar mundir. Á þessum fimm árum hefur hún selt málverk, teikningar, eftirprent, speglaverk, dagbækur, listaverkabækur og fleira.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá íbúðinni. 

fasteignaljósmyndun.is
fasteignaljósmyndun.is
fasteignaljósmyndun.is
fasteignaljósmyndun.is
fasteignaljósmyndun.is
fasteignaljósmyndun.is

Tengdar fréttir

Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar: „Það er hægt að segja svo margt án orða“

Listakonan Rakel Tómasdóttir opnar sýninguna Hillingar í dag klukkan 17:30 í Núllinu, Bankastræti 0. Á sýningunni fá gestir rými til að velta raunveruleikanum fyrir sér ásamt því að verða hluti af verkunum, þar sem öll verkin eru máluð á plexiglerplötur ofan á spegil. Blaðamaður hafði samband við Rakel og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim.

Gerir upp gamlar tilfinningar á nýrri sýningu

Listakonan Rakel Tomas opnar sýninguna Hvar ertu? næsta föstudag á vinnustofu sinni og sýningarrými á Grettisgötu 3. Til sýnis verða um tuttugu ný verk sem Rakel segir hafa farið í allt aðra átt en hún átti von á við upphaf ferlisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.