Stökkið: „Eins og er bý ég með einhverjum tveim gaurum, held ég“ Elísabet Hanna skrifar 19. september 2022 07:01 Heiða Vigdís er rithöfundur sem býr í Buenos Aires. Aðsend Heiða Vigdís Sigfúsdóttir er rithöfundur, ritlistarnemi og bloggari. Hún gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, Getnaður, hjá Forlaginu. Í beinu framhaldi af útgáfunni flutti hún af landi brott, beint til Buenos Aires í Argentínu. Hvar ertu búsett?Um þessar mundir stunda ég skiptinám í Universidad del Salvador í Buenos Aires, Argentínu. Það er sami skóli og páfinn lærði í. Þegar ég hóf meistaranámið í ritlist, haustið 2020, gekk ég með grímu fyrir andlitinu inn á Alþjóðasvið HÍ og spurði hvort ég gæti plís farið í skiptinám til Rómönsku-Ameríku, „hvert sem er“ grátbað ég. Heiða nýtur sín vel í sólinni.Aðsend Vingjarnlegi starfsmaðurinn þar, Hafliði, sagði eitthvað á borð við: „afsakið en það heimsfaraldur, vissirðu það?“ En seinna, kannski ári seinna, sendi Alþjóðasvið út tölvupóst á nemendur HÍ og auglýsti eitt pláss við Universidad del Salvador. Það sem meira var fylgdi Erasmus styrkur með. Ég hlaut plássið og peningana og þess vegna er ég hérna. Thank you Europe!(og HÍ). Með hverjum býrðu úti?Eins og er bý ég með einhverjum tveim gaurum, held ég. Mig grunar að annar þeirra sé frá Brasilíu vegna þess að hann á það til að koma heim klukkan tvö að morgni til og hringja í vinkonu sína eða kærustuna sína eða mömmu sína og tala ofboðslega hátt á portúgölsku. Veggirnir eru glerþunnir, eða sko það er bara gler á einum stað. Ég fann þetta herbergi á Airbnb áður en ég flaug út og leigði það í einn mánuð. Dvölin er búin að vera ágæt hérna, fékk reyndar covid í heila viku og allir í húsinu hóstuðu í takt við mig en ekkert okkar þorði auðvitað að yfirgefa herbergið sitt svo ég get hvorki sannað né afsannað að allir í byggingunni hafi lent í því sama. View this post on Instagram A post shared by Heiða Vigdís (@heidavigdis) Ég er alveg að fara að flytja í agnarsmáa íbúð í San Telmo sem er ofboðslega hip og kúl hverfi í Buenos Aires. Vonandi eru veggirnir þykkari þar. Hvenær fluttir þú út?Ég flutti út í lok júlí 2022. Ferðalagið var heldur strembið, þegar ég kom á Leifsstöð rann upp fyrir mér að ég hafði gleymt að sækja um túristavisa til að millilenda í Kanada svo flugfreyjan hjá Canadian Air sendi mig aftur heim til að fá mér visa. Ég fékk mér kaffi, sótti svo um visa og fékk svo flug daginn eftir endurgjaldslaust. Fall er fararheill og allt það svo ég fór ekkert að gráta í þetta skiptið. Ekki eins og þegar ég flutti til Mexíkóborgar fyrir áratug og missti af tengifluginu mínu í Bandaríkjunum því ég hafði gleymt að stilla klukkuna á staðartíma og var með heyrnartól þegar nafnið mitt var kallað upp á flugvellinum. Þá var ferðastakan fjarlægð úr farangursrýminu á flugvélinni sem fór án mín til Mexíkó. Núna flýgur tíminn bara samferða manni, iphoninn sér um það. View this post on Instagram A post shared by Heiða Vigdís (@heidavigdis) Í þetta skiptið flaug ég fyrst til Toronto, svo Montreal, síðan Sou Paulo og þetta flugfélag var ekkert að hafa miklar áhyggjur af því hvort taskan mín væri í sömu vél og ég. Loks lenti ég hér í Buenos Aires, þann 29. Júlí, sama dag og nýjasta plata Beyoncé, Renaissance, kom út. Og þó svo að ég hefði ferðast í næstum tvo sólahringa, ælt þrisvar á leiðinni og líklegast verið orðin veik af covid, hló ég bara þegar farangurinn minn birtist ekki. Flugfélagið gaf mér 200 dollara í staðinn og færði mér svo töskuna, aðeins beyglaðri en áður, innan fimm daga. Það er ágætt að lenda í Buenos Aires í lok júlí. Þá er veturinn að klárast og sólin skín bjartar með degi hverjum. Taskan komst til skila með smá beyglum hér og þar.Aðsend. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Mig langaði alltaf að flytja til Argentínu, líka til Kólumbíu, Brasilíu, Galapagos eyja og Mexíkó. Ég bjó í Mexíkóborg í sirka tvö ár samtals og er með Rómönsku-Ameríku á heilanum. Ég flutti auðvitað hingað útaf skiptináminu, sem ég er mjög, mjög, mjög þakklát fyrir. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Heimsfaraldurinn hafði aðallega áhrif á mig andlega, að ég gleymdi umheiminum í smá stund, gleymdi þessari tilfinningu sem leikur um kroppinn endilangan þegar ég stíg fæti á rómanska grundu. Ég veit ekki hvaðan tilfinningin kemur en hún er svolítið eins og að vera skotinn í strák, líklegast er ég því bara skotin í menningu. View this post on Instagram A post shared by Heiða Vigdís (@heidavigdis) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég byrjaði á því að eiga nokkrar andvökunætur yfir fjárhagsáætlun á Íslandi. Ég fékk lokasvar um plássið kannski heldur seint, bjóst ekkert frekar við því að ég fengi það. Auk þess hafði ég takmarkaðan tíma til að sinna sumarstarfi þar sem önnin byrjar í júlí. Ég hefði bara getað sofið sem fastast því Argentína er mun ódýrari en ég hafði búist við, þ.e. ef maður á peninga í erlendum gjaldmiðli. Til dæmis kostar bjór á bar kannski 300 krónur, sem er nokkuð lægra en 1.500 krónurnar sem ég er vön. En þetta á ekki bara við um bjór heldur almennt verðlag. Americano kostar til dæmis 180 en ekki 720 krónur og emanada kannski hundrað krónur, misjafnt eftir gæðum. Erasmus styrkurinn hjálpar auðvitað til. Varðandi húsnæði, þá hafði ég búið í stórborg áður og vissi því hvað það skiptir mig persónulega miklu máli að búa í hverfi sem ég fýla. Ég var heldur ekki tilbúin til að panta gistingu á netinu og skuldbinda mig þar í hálft ár. Þess vegna vildi ég koma fyrst til borgarinnar og kanna í hvaða hverfi mér fyndist ég eiga heima, áður en ég fyndi húsnæði þar sem ég gæti átt heima. Argentína er ódýrari en hún bjóst við.Aðsend. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Praktísk mál í Rómönsku-Ameríku eru ekki eins og í Svíþjóð eða í Þýskalandi (anal). Hérna megin held ég að tungumálið sé lykillinn inn í ryþma daglegs lífs. Ég er svo heppin að vera búin að eiga í sambandi við spænsku í yfir áratug. Þegar ég var 18 ára fékk ég Erasmus styrk til þess að læra, en aðallega vinna og borða ólífur, á suður Spáni. Ári seinna fór ég á vegum AUS, Alþjóðlegra ungmennaskipta, í sjálfboðastarf til Mexíkó. Þá varð ég hooked. Rest is history. Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég er kannski búin að vera hérna of stutt en ég sakna dýranna minna. Ég sakna auðvitað líka samverustunda með yndislega fólkinu sem umkringir mig og svo sakna ég þess líka að borða ferskasta fisk í heimi. Guð hvað ég sakna þess að fara út í fiskbúð. Heiða saknar þess að kaupa fisk.Aðsend. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Kannski sakna ég þess minnst að verða fyrir áhrifum af þessu linnulausa djammi sem íslenska krónan og húsnæðismarkaðurinn eru á. Það er mótsagnakennt vegna þess að hér í Argentínu er óðaverðbólga, spáir segja til um að hún nái 90 prósentum fyrir allt árið 2022. Svo íslenska krónan er að tríta mig alveg svakalega vel hérna úti og setur mig í gríðarlega forréttindastöðu. Ég hugsa samt ekki bara um peninga. Hvernig er veðrið?Ég held ég sé að brenna í andlitinu. Það er vetur núna en byrjar að vora þegar líður lengra á september. Um daginn þegar það var 18 gráðu hiti gat ég ekki lært heima og sagði í alvöru við kennarann: „Afsakið ég gat bara ekki klárað þetta verkefni, það var svo heitt.“ Hún svaraði: „Það er vetur.“ Sólin er mikil.Aðsend Hvaða ferðamáta notast þú við?Langoftast labba ég, því ég bý miðsvæðis. Ef staðurinn er meira en fjörutíu mín í burtu eða ef ég er orðin of sein í skólann tek ég strætó eða lest. Samt elska ég líka að fara í Uber, Capify eða Didi, það eru eiginlega bestu vinir mínir hér. Kemurðu oft til Íslands?Ég er nýflutt út og þar sem flugið aðra leið kostar kannski í kringum 150.000 ætla ég ekki að kíkja í heimsókn. Svo ef þið sjáið mig á Íslandi geti þið kannski boðið mér vasaklút eða klappað mér á bakið. Falleg náttúra.Aðsend. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Það hefur enginn heimsótt mig hingað til. Mér finnst það mjög leiðinlegt því ég á ekkert ofsa marga vini hérna, bara fyrrverandi eiginmann Gunnlaðar vinkonu minnar og einn gaur sem ég kynntist á Tinder. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Ég veit það ekki, stundum kalla ég „Góðann daginn félagi“ úti á götu ef fólk virðist íslenskt í útliti en hef engin svör fengið. Ekki hingað til. Hún nýtur þess að rölta um borgina.Instagram Áttu þér uppáhalds stað?San Telmo, hverfið sem ég ætla að flytja í. En svo er þakið á húsinu sem ég bý í líka æðislegt. Það er á sextándu hæð með útsýni yfir borgina endilanga. Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Ég veit ekki alveg með matinn. Skólasystur mínar sem eru gen z eru alltaf að finna nýja veitingastaði á TikTok, ég elti bara. Set stundum stjörnu við á Google maps en gleymi því oftast. Ég er að eldast. Annars eru æðisleg kaffihús á hverju horni í San Telmo. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Ég held að allir sem komi til Buenos Aires ættu að fara á leiksýningu, jafnvel þó þeir skilji ekki tungumálið. Setjast svo niður á eitt af sögufrægu kaffihúsunum borgarinnar, þessum sem Jorge Luis Borges og félagar sóttu, og leyfa sér að týnast í smá stund. Í borginni er listsköpun ráðandi afl, hér er mikil gróska og mótspyrna við allt sem má flokka sem venjulegt. Fólk virðist hafa óbeit á raunsæinu og þess vegna raunveruleikinn í Buenos Aires kannski aðeins öðruvísi en annars staðar. Mér finnst að allir ættu að fara til Buenos Aires einu sinni á ævinni, að minnsta kosti þeir sem hata ekki listir. Gaman að skoða umhverfið.Aðsend. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Ég vakna yfirleitt klukkan sjö eða átta eða níu eða tíu, stundum ellefu. Svo fæ ég mér kaffi og media luna sem er argentísk útgáfa af crossanti. Fer kannski í skólann eða á kaffihús, eða labba bara eitthvert út í buskann. Stundum hitti ég hina skiptinemana, stundum hitti ég einhverja aðra, stundum dansa ég salsa á kvöldin og stundum horfi ég á heila seríu af Desperate Houseviwes undir teppi uppi í rúmi. Ég fer líka einstaka sinnum í jóga, fæ mér malbec, kíki í heimsókn í önnur hverfi og geri örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki í fljótu bragði. Hérna er lífið mitt um það bil 90 prósent afslappaðra en á Íslandi. Hvað er það besta og versta við staðinn þinn?Það sem er kannski verst en jafnframt best er hvað það er auðvelt að týnast. Ég er svo áttavillt að stundum langar mig að gráta smá, eins og þegar ég fatta að ég er komin fyrir framan sama kaffihúsið í þriðja sinn en hafði kannski stefnt á heimilið mitt. Ég er ekki búin að vera hérna nógu lengi til að finna fyrir skuggahliðum daglegs lífs. Nema þá er auðvitað fjarstæðukennt að vera í þeirri stöðu að þegar efnahagur heimamanna versnar, batnar minn. Það er stundum flókið að rata.Aðsend Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Ætli ég verði ekki að flytja til Íslands aftur, kisinn minn er þar. Hann heitir Piparostur og er frá Miðdal í Kjós. Ég ætla samt ekkert að hætta að flytja til Buenos Aires þó ég flytji kannski aftur heim. Ísland er ágætt og það eru voða mörg skemmtileg verkefni á döfinni hjá mér. Spunahópurinn minn, Eldklárar og eftirsóttar, er byrjaður að vinna að afskaplega djúsi og smá óviðeigandi sýningu. Hún verður kannski tilbúin á Valentínusardag 2023. Í ritlistinni er orkan ekki síðri en við, ritlistarnemar og nemendur í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu, erum einmitt að fara að gefa út bók í september. Hún heitir Takk fyrir komuna – Hótelsögur og er innblásin af sögu hótelsins sem við sáum út um gluggann í kennslustofunni í HÍ, ef það má enn hótel heita. View this post on Instagram A post shared by Heiða Vigdís (@heidavigdis) Svo má ekki gleyma blogginu þar sem ég fjalla um allt sem er djúsi og óviðeigandi í lífi mínu í Buenos. Kannski verður það að bókinni: Beðmál í Buenos, aldrei að vita. Ég verð líka með pistlaröð í Lestinni á Rás 1 næstu vikurnar um argentínska menningu. Hægt er að fylgjast með bloggi Heiðu í Buenos hér. Stökkið Íslendingar erlendis Argentína Tengdar fréttir Stökkið: Flutti til Úganda í starfsnám hjá sendiráðinu Vaka Lind Birkisdóttir er starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala, Úganda. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hún lærði félagsfræði og hagfræði á Íslandi áður en hún flutti til Dublin þar sem hún útskrifaðist með MSc í alþjóðlegum stjórnmálum frá Trinity College. 12. september 2022 08:05 Stökkið: „Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg“ Hildur Anissa býr í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum sínum Sebastian og starfar sem svæðissölustjóri hjá Paper Collective, sem er danskt hönnunarfyrirtæki. Einnig starfar hún við samfélagsmiðla þar sem hún aðstoðar áhrifavalda að móta efnið sitt. 5. september 2022 07:00 Stökkið: Féll fyrir David Attenborough í æsku Rakel Dawn Hanson er dýrafræðingur sem er búsett í Bristol með kærastanum sínum James Scrivens. Hún vinnur við að gera dýralífsheimildarmyndir en áhuginn á faginu kom eftir að hún varð ástfangin að störfum David Attenborough í æsku. 29. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Hvar ertu búsett?Um þessar mundir stunda ég skiptinám í Universidad del Salvador í Buenos Aires, Argentínu. Það er sami skóli og páfinn lærði í. Þegar ég hóf meistaranámið í ritlist, haustið 2020, gekk ég með grímu fyrir andlitinu inn á Alþjóðasvið HÍ og spurði hvort ég gæti plís farið í skiptinám til Rómönsku-Ameríku, „hvert sem er“ grátbað ég. Heiða nýtur sín vel í sólinni.Aðsend Vingjarnlegi starfsmaðurinn þar, Hafliði, sagði eitthvað á borð við: „afsakið en það heimsfaraldur, vissirðu það?“ En seinna, kannski ári seinna, sendi Alþjóðasvið út tölvupóst á nemendur HÍ og auglýsti eitt pláss við Universidad del Salvador. Það sem meira var fylgdi Erasmus styrkur með. Ég hlaut plássið og peningana og þess vegna er ég hérna. Thank you Europe!(og HÍ). Með hverjum býrðu úti?Eins og er bý ég með einhverjum tveim gaurum, held ég. Mig grunar að annar þeirra sé frá Brasilíu vegna þess að hann á það til að koma heim klukkan tvö að morgni til og hringja í vinkonu sína eða kærustuna sína eða mömmu sína og tala ofboðslega hátt á portúgölsku. Veggirnir eru glerþunnir, eða sko það er bara gler á einum stað. Ég fann þetta herbergi á Airbnb áður en ég flaug út og leigði það í einn mánuð. Dvölin er búin að vera ágæt hérna, fékk reyndar covid í heila viku og allir í húsinu hóstuðu í takt við mig en ekkert okkar þorði auðvitað að yfirgefa herbergið sitt svo ég get hvorki sannað né afsannað að allir í byggingunni hafi lent í því sama. View this post on Instagram A post shared by Heiða Vigdís (@heidavigdis) Ég er alveg að fara að flytja í agnarsmáa íbúð í San Telmo sem er ofboðslega hip og kúl hverfi í Buenos Aires. Vonandi eru veggirnir þykkari þar. Hvenær fluttir þú út?Ég flutti út í lok júlí 2022. Ferðalagið var heldur strembið, þegar ég kom á Leifsstöð rann upp fyrir mér að ég hafði gleymt að sækja um túristavisa til að millilenda í Kanada svo flugfreyjan hjá Canadian Air sendi mig aftur heim til að fá mér visa. Ég fékk mér kaffi, sótti svo um visa og fékk svo flug daginn eftir endurgjaldslaust. Fall er fararheill og allt það svo ég fór ekkert að gráta í þetta skiptið. Ekki eins og þegar ég flutti til Mexíkóborgar fyrir áratug og missti af tengifluginu mínu í Bandaríkjunum því ég hafði gleymt að stilla klukkuna á staðartíma og var með heyrnartól þegar nafnið mitt var kallað upp á flugvellinum. Þá var ferðastakan fjarlægð úr farangursrýminu á flugvélinni sem fór án mín til Mexíkó. Núna flýgur tíminn bara samferða manni, iphoninn sér um það. View this post on Instagram A post shared by Heiða Vigdís (@heidavigdis) Í þetta skiptið flaug ég fyrst til Toronto, svo Montreal, síðan Sou Paulo og þetta flugfélag var ekkert að hafa miklar áhyggjur af því hvort taskan mín væri í sömu vél og ég. Loks lenti ég hér í Buenos Aires, þann 29. Júlí, sama dag og nýjasta plata Beyoncé, Renaissance, kom út. Og þó svo að ég hefði ferðast í næstum tvo sólahringa, ælt þrisvar á leiðinni og líklegast verið orðin veik af covid, hló ég bara þegar farangurinn minn birtist ekki. Flugfélagið gaf mér 200 dollara í staðinn og færði mér svo töskuna, aðeins beyglaðri en áður, innan fimm daga. Það er ágætt að lenda í Buenos Aires í lok júlí. Þá er veturinn að klárast og sólin skín bjartar með degi hverjum. Taskan komst til skila með smá beyglum hér og þar.Aðsend. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Mig langaði alltaf að flytja til Argentínu, líka til Kólumbíu, Brasilíu, Galapagos eyja og Mexíkó. Ég bjó í Mexíkóborg í sirka tvö ár samtals og er með Rómönsku-Ameríku á heilanum. Ég flutti auðvitað hingað útaf skiptináminu, sem ég er mjög, mjög, mjög þakklát fyrir. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Heimsfaraldurinn hafði aðallega áhrif á mig andlega, að ég gleymdi umheiminum í smá stund, gleymdi þessari tilfinningu sem leikur um kroppinn endilangan þegar ég stíg fæti á rómanska grundu. Ég veit ekki hvaðan tilfinningin kemur en hún er svolítið eins og að vera skotinn í strák, líklegast er ég því bara skotin í menningu. View this post on Instagram A post shared by Heiða Vigdís (@heidavigdis) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég byrjaði á því að eiga nokkrar andvökunætur yfir fjárhagsáætlun á Íslandi. Ég fékk lokasvar um plássið kannski heldur seint, bjóst ekkert frekar við því að ég fengi það. Auk þess hafði ég takmarkaðan tíma til að sinna sumarstarfi þar sem önnin byrjar í júlí. Ég hefði bara getað sofið sem fastast því Argentína er mun ódýrari en ég hafði búist við, þ.e. ef maður á peninga í erlendum gjaldmiðli. Til dæmis kostar bjór á bar kannski 300 krónur, sem er nokkuð lægra en 1.500 krónurnar sem ég er vön. En þetta á ekki bara við um bjór heldur almennt verðlag. Americano kostar til dæmis 180 en ekki 720 krónur og emanada kannski hundrað krónur, misjafnt eftir gæðum. Erasmus styrkurinn hjálpar auðvitað til. Varðandi húsnæði, þá hafði ég búið í stórborg áður og vissi því hvað það skiptir mig persónulega miklu máli að búa í hverfi sem ég fýla. Ég var heldur ekki tilbúin til að panta gistingu á netinu og skuldbinda mig þar í hálft ár. Þess vegna vildi ég koma fyrst til borgarinnar og kanna í hvaða hverfi mér fyndist ég eiga heima, áður en ég fyndi húsnæði þar sem ég gæti átt heima. Argentína er ódýrari en hún bjóst við.Aðsend. Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Praktísk mál í Rómönsku-Ameríku eru ekki eins og í Svíþjóð eða í Þýskalandi (anal). Hérna megin held ég að tungumálið sé lykillinn inn í ryþma daglegs lífs. Ég er svo heppin að vera búin að eiga í sambandi við spænsku í yfir áratug. Þegar ég var 18 ára fékk ég Erasmus styrk til þess að læra, en aðallega vinna og borða ólífur, á suður Spáni. Ári seinna fór ég á vegum AUS, Alþjóðlegra ungmennaskipta, í sjálfboðastarf til Mexíkó. Þá varð ég hooked. Rest is history. Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég er kannski búin að vera hérna of stutt en ég sakna dýranna minna. Ég sakna auðvitað líka samverustunda með yndislega fólkinu sem umkringir mig og svo sakna ég þess líka að borða ferskasta fisk í heimi. Guð hvað ég sakna þess að fara út í fiskbúð. Heiða saknar þess að kaupa fisk.Aðsend. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Kannski sakna ég þess minnst að verða fyrir áhrifum af þessu linnulausa djammi sem íslenska krónan og húsnæðismarkaðurinn eru á. Það er mótsagnakennt vegna þess að hér í Argentínu er óðaverðbólga, spáir segja til um að hún nái 90 prósentum fyrir allt árið 2022. Svo íslenska krónan er að tríta mig alveg svakalega vel hérna úti og setur mig í gríðarlega forréttindastöðu. Ég hugsa samt ekki bara um peninga. Hvernig er veðrið?Ég held ég sé að brenna í andlitinu. Það er vetur núna en byrjar að vora þegar líður lengra á september. Um daginn þegar það var 18 gráðu hiti gat ég ekki lært heima og sagði í alvöru við kennarann: „Afsakið ég gat bara ekki klárað þetta verkefni, það var svo heitt.“ Hún svaraði: „Það er vetur.“ Sólin er mikil.Aðsend Hvaða ferðamáta notast þú við?Langoftast labba ég, því ég bý miðsvæðis. Ef staðurinn er meira en fjörutíu mín í burtu eða ef ég er orðin of sein í skólann tek ég strætó eða lest. Samt elska ég líka að fara í Uber, Capify eða Didi, það eru eiginlega bestu vinir mínir hér. Kemurðu oft til Íslands?Ég er nýflutt út og þar sem flugið aðra leið kostar kannski í kringum 150.000 ætla ég ekki að kíkja í heimsókn. Svo ef þið sjáið mig á Íslandi geti þið kannski boðið mér vasaklút eða klappað mér á bakið. Falleg náttúra.Aðsend. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Það hefur enginn heimsótt mig hingað til. Mér finnst það mjög leiðinlegt því ég á ekkert ofsa marga vini hérna, bara fyrrverandi eiginmann Gunnlaðar vinkonu minnar og einn gaur sem ég kynntist á Tinder. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Ég veit það ekki, stundum kalla ég „Góðann daginn félagi“ úti á götu ef fólk virðist íslenskt í útliti en hef engin svör fengið. Ekki hingað til. Hún nýtur þess að rölta um borgina.Instagram Áttu þér uppáhalds stað?San Telmo, hverfið sem ég ætla að flytja í. En svo er þakið á húsinu sem ég bý í líka æðislegt. Það er á sextándu hæð með útsýni yfir borgina endilanga. Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Ég veit ekki alveg með matinn. Skólasystur mínar sem eru gen z eru alltaf að finna nýja veitingastaði á TikTok, ég elti bara. Set stundum stjörnu við á Google maps en gleymi því oftast. Ég er að eldast. Annars eru æðisleg kaffihús á hverju horni í San Telmo. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Ég held að allir sem komi til Buenos Aires ættu að fara á leiksýningu, jafnvel þó þeir skilji ekki tungumálið. Setjast svo niður á eitt af sögufrægu kaffihúsunum borgarinnar, þessum sem Jorge Luis Borges og félagar sóttu, og leyfa sér að týnast í smá stund. Í borginni er listsköpun ráðandi afl, hér er mikil gróska og mótspyrna við allt sem má flokka sem venjulegt. Fólk virðist hafa óbeit á raunsæinu og þess vegna raunveruleikinn í Buenos Aires kannski aðeins öðruvísi en annars staðar. Mér finnst að allir ættu að fara til Buenos Aires einu sinni á ævinni, að minnsta kosti þeir sem hata ekki listir. Gaman að skoða umhverfið.Aðsend. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Ég vakna yfirleitt klukkan sjö eða átta eða níu eða tíu, stundum ellefu. Svo fæ ég mér kaffi og media luna sem er argentísk útgáfa af crossanti. Fer kannski í skólann eða á kaffihús, eða labba bara eitthvert út í buskann. Stundum hitti ég hina skiptinemana, stundum hitti ég einhverja aðra, stundum dansa ég salsa á kvöldin og stundum horfi ég á heila seríu af Desperate Houseviwes undir teppi uppi í rúmi. Ég fer líka einstaka sinnum í jóga, fæ mér malbec, kíki í heimsókn í önnur hverfi og geri örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki í fljótu bragði. Hérna er lífið mitt um það bil 90 prósent afslappaðra en á Íslandi. Hvað er það besta og versta við staðinn þinn?Það sem er kannski verst en jafnframt best er hvað það er auðvelt að týnast. Ég er svo áttavillt að stundum langar mig að gráta smá, eins og þegar ég fatta að ég er komin fyrir framan sama kaffihúsið í þriðja sinn en hafði kannski stefnt á heimilið mitt. Ég er ekki búin að vera hérna nógu lengi til að finna fyrir skuggahliðum daglegs lífs. Nema þá er auðvitað fjarstæðukennt að vera í þeirri stöðu að þegar efnahagur heimamanna versnar, batnar minn. Það er stundum flókið að rata.Aðsend Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Ætli ég verði ekki að flytja til Íslands aftur, kisinn minn er þar. Hann heitir Piparostur og er frá Miðdal í Kjós. Ég ætla samt ekkert að hætta að flytja til Buenos Aires þó ég flytji kannski aftur heim. Ísland er ágætt og það eru voða mörg skemmtileg verkefni á döfinni hjá mér. Spunahópurinn minn, Eldklárar og eftirsóttar, er byrjaður að vinna að afskaplega djúsi og smá óviðeigandi sýningu. Hún verður kannski tilbúin á Valentínusardag 2023. Í ritlistinni er orkan ekki síðri en við, ritlistarnemar og nemendur í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu, erum einmitt að fara að gefa út bók í september. Hún heitir Takk fyrir komuna – Hótelsögur og er innblásin af sögu hótelsins sem við sáum út um gluggann í kennslustofunni í HÍ, ef það má enn hótel heita. View this post on Instagram A post shared by Heiða Vigdís (@heidavigdis) Svo má ekki gleyma blogginu þar sem ég fjalla um allt sem er djúsi og óviðeigandi í lífi mínu í Buenos. Kannski verður það að bókinni: Beðmál í Buenos, aldrei að vita. Ég verð líka með pistlaröð í Lestinni á Rás 1 næstu vikurnar um argentínska menningu. Hægt er að fylgjast með bloggi Heiðu í Buenos hér.
Stökkið Íslendingar erlendis Argentína Tengdar fréttir Stökkið: Flutti til Úganda í starfsnám hjá sendiráðinu Vaka Lind Birkisdóttir er starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala, Úganda. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hún lærði félagsfræði og hagfræði á Íslandi áður en hún flutti til Dublin þar sem hún útskrifaðist með MSc í alþjóðlegum stjórnmálum frá Trinity College. 12. september 2022 08:05 Stökkið: „Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg“ Hildur Anissa býr í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum sínum Sebastian og starfar sem svæðissölustjóri hjá Paper Collective, sem er danskt hönnunarfyrirtæki. Einnig starfar hún við samfélagsmiðla þar sem hún aðstoðar áhrifavalda að móta efnið sitt. 5. september 2022 07:00 Stökkið: Féll fyrir David Attenborough í æsku Rakel Dawn Hanson er dýrafræðingur sem er búsett í Bristol með kærastanum sínum James Scrivens. Hún vinnur við að gera dýralífsheimildarmyndir en áhuginn á faginu kom eftir að hún varð ástfangin að störfum David Attenborough í æsku. 29. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Stökkið: Flutti til Úganda í starfsnám hjá sendiráðinu Vaka Lind Birkisdóttir er starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala, Úganda. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hún lærði félagsfræði og hagfræði á Íslandi áður en hún flutti til Dublin þar sem hún útskrifaðist með MSc í alþjóðlegum stjórnmálum frá Trinity College. 12. september 2022 08:05
Stökkið: „Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg“ Hildur Anissa býr í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum sínum Sebastian og starfar sem svæðissölustjóri hjá Paper Collective, sem er danskt hönnunarfyrirtæki. Einnig starfar hún við samfélagsmiðla þar sem hún aðstoðar áhrifavalda að móta efnið sitt. 5. september 2022 07:00
Stökkið: Féll fyrir David Attenborough í æsku Rakel Dawn Hanson er dýrafræðingur sem er búsett í Bristol með kærastanum sínum James Scrivens. Hún vinnur við að gera dýralífsheimildarmyndir en áhuginn á faginu kom eftir að hún varð ástfangin að störfum David Attenborough í æsku. 29. ágúst 2022 07:00