Ekkert barn þarf að sitja eftir Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 16. september 2022 13:01 Á þeim sex árum sem liðið hafa frá því lesfimipróf Menntamálstofnunar fór fyrst í almenna notkun hafa litlar breytingar orðið á niðurstöðum prófsins á landsvísu og hlutfall nemenda sem útskrifast úr grunnskóla undir lágmarksviðmiði í lesfimi enn um 30%. Þessir nemendur eru ekki ólæsir, eins og gjarnan heyrist í umræðunni, en líklegt að þeir búi ekki yfir nægilegri færni sem nýtist þeim vel á næsta skólastigi þar sem t.d. yfirferð á lesefni eykst og texti þyngist. Góð lesfimi er ein af forsendum góðs lesskilnings og því mikilvægt að nemendur nái tökum á henni. Lesfimiprófið er hitamælir Umræðan um lesfimiprófið hefur verið býsna heit á köflum. Þar ruglar fólk jafnan saman mælitækinu sjálfu og viðmiðunum. Líta má á lesfimiprófið sem mælitæki eins og hitamæli sem veitir hlutlausar upplýsingar um stöðuna út frá alþjóðlega viðurkenndri aðferð um það hvernig meta á lestrarfærni þar sem niðurstöður eru gefnar upp í lesnum orðum á mínútu. Viðmiðin, sem eru gefin út fyrir hvern árgang, eiga svo að gefa til kynna æskilega stígandi í lestrarfærni nemenda eftir því sem lestrarnámi hans vindur fram. Þessu tvennu má ekki rugla saman, það er að segja aðferðinni við mat á lestrarfærninni (hitamælinum) og viðmiðunum sem mynda túlkunarramma á frammistöðu. Lesfimiviðmiðin Á þeim árum sem lesfimiprófið hefur verið í notkun hefur þess misskilnings jafnan gætt í umræðunni að markmiðið hljóti að vera það að lesa sem hraðast og má rekja þann misskilning að hluta til framsetningar á viðmiðunum sem brýnt er færa til betri vegar í ljósi þeirra gagna sem safnast hafa á undanförnum árum. Í Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils, sem finna má á heimasíðu Menntamálastofnunar, er að finna allar upplýsingar um æskilega túlkun á niðurstöðum prófsins og eru kennarar og foreldrar hvattir til að kynna sér þær vel. Notkun stuðningsprófa við mat á lestri Ef nemandi nær ekki lágmarksviðmiði á lesfimiprófi er eðlilegt að kennari grípi til svokallaðra stuðningsprófa sem veita vísbendingar varðandi það hver ástæðan kann að vera fyrir slöku gengi nemanda á lesfimiprófinu. Annað stuðningsprófið, orðleysulestur, hjálpar kennara að leggja mat á færni nemandans í beitingu hljóðaaðferðar á meðan hitt stuðningsprófið, sem metur sjónrænan orðaforða, hjálpar kennara að leggja mat á forsendur nemenda til að ná tökum á lesfimi. Með því að leggja stuðningsprófin fyrir og nýta sér aðrar upplýsingar sem fást úr vinnu með nemendum geta kennarar hratt og örugglega fundið þá sem glíma mögulega við vanda í lestri á fyrstu stigum lestrarnáms og veitt snemmbæran stuðning. Jafnframt geta skólar nýtt sér niðurstöður lesfimi- og stuðningsprófa markvisst til að kortleggja heildarstöðu á nemendahópnum og fengið þannig góðar upplýsingar um stöðu og fjölda nemenda sem þurfa stuðning í lestri til lengri eða skemmri tíma. Þetta hjálpar skólum að forgangsraða við ráðstöfun á tíma stoðþjónustu og eykur líkur á að þeir nemendur, sem þurfa á aðstoð að halda, fái hana þar sem skýrar upplýsingar um stöðu þeirra liggja fyrir. Lítil notkun á stuðningsprófunum Notkunartölur á stuðningsprófunum benda hins vegar til þess að þau séu ekki nægilega markvisst notuð í skólastarfi en eins og áður segist fást með notkun þeirra dýrmætar upplýsingar og svör um það hvers vegna nemanda gengur mögulega illa á lesfimiprófi og þá í lestri. Menntamálastofnun vill því hvetja skóla til að gera notkun stuðningsprófanna að sjálfsögðum hluta við gagnaöflun um stöðu nemenda í lestri svo hægt sé að veita nauðsynlegan stuðning sem fyrst. Það er liður í því að tryggja að ekkert barn þurfi að sitja eftir með slaka lestrarfærni sem hefur áhrif á annað nám og líðan. Höfundur er læsisráðgjafi hjá MMS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á þeim sex árum sem liðið hafa frá því lesfimipróf Menntamálstofnunar fór fyrst í almenna notkun hafa litlar breytingar orðið á niðurstöðum prófsins á landsvísu og hlutfall nemenda sem útskrifast úr grunnskóla undir lágmarksviðmiði í lesfimi enn um 30%. Þessir nemendur eru ekki ólæsir, eins og gjarnan heyrist í umræðunni, en líklegt að þeir búi ekki yfir nægilegri færni sem nýtist þeim vel á næsta skólastigi þar sem t.d. yfirferð á lesefni eykst og texti þyngist. Góð lesfimi er ein af forsendum góðs lesskilnings og því mikilvægt að nemendur nái tökum á henni. Lesfimiprófið er hitamælir Umræðan um lesfimiprófið hefur verið býsna heit á köflum. Þar ruglar fólk jafnan saman mælitækinu sjálfu og viðmiðunum. Líta má á lesfimiprófið sem mælitæki eins og hitamæli sem veitir hlutlausar upplýsingar um stöðuna út frá alþjóðlega viðurkenndri aðferð um það hvernig meta á lestrarfærni þar sem niðurstöður eru gefnar upp í lesnum orðum á mínútu. Viðmiðin, sem eru gefin út fyrir hvern árgang, eiga svo að gefa til kynna æskilega stígandi í lestrarfærni nemenda eftir því sem lestrarnámi hans vindur fram. Þessu tvennu má ekki rugla saman, það er að segja aðferðinni við mat á lestrarfærninni (hitamælinum) og viðmiðunum sem mynda túlkunarramma á frammistöðu. Lesfimiviðmiðin Á þeim árum sem lesfimiprófið hefur verið í notkun hefur þess misskilnings jafnan gætt í umræðunni að markmiðið hljóti að vera það að lesa sem hraðast og má rekja þann misskilning að hluta til framsetningar á viðmiðunum sem brýnt er færa til betri vegar í ljósi þeirra gagna sem safnast hafa á undanförnum árum. Í Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils, sem finna má á heimasíðu Menntamálastofnunar, er að finna allar upplýsingar um æskilega túlkun á niðurstöðum prófsins og eru kennarar og foreldrar hvattir til að kynna sér þær vel. Notkun stuðningsprófa við mat á lestri Ef nemandi nær ekki lágmarksviðmiði á lesfimiprófi er eðlilegt að kennari grípi til svokallaðra stuðningsprófa sem veita vísbendingar varðandi það hver ástæðan kann að vera fyrir slöku gengi nemanda á lesfimiprófinu. Annað stuðningsprófið, orðleysulestur, hjálpar kennara að leggja mat á færni nemandans í beitingu hljóðaaðferðar á meðan hitt stuðningsprófið, sem metur sjónrænan orðaforða, hjálpar kennara að leggja mat á forsendur nemenda til að ná tökum á lesfimi. Með því að leggja stuðningsprófin fyrir og nýta sér aðrar upplýsingar sem fást úr vinnu með nemendum geta kennarar hratt og örugglega fundið þá sem glíma mögulega við vanda í lestri á fyrstu stigum lestrarnáms og veitt snemmbæran stuðning. Jafnframt geta skólar nýtt sér niðurstöður lesfimi- og stuðningsprófa markvisst til að kortleggja heildarstöðu á nemendahópnum og fengið þannig góðar upplýsingar um stöðu og fjölda nemenda sem þurfa stuðning í lestri til lengri eða skemmri tíma. Þetta hjálpar skólum að forgangsraða við ráðstöfun á tíma stoðþjónustu og eykur líkur á að þeir nemendur, sem þurfa á aðstoð að halda, fái hana þar sem skýrar upplýsingar um stöðu þeirra liggja fyrir. Lítil notkun á stuðningsprófunum Notkunartölur á stuðningsprófunum benda hins vegar til þess að þau séu ekki nægilega markvisst notuð í skólastarfi en eins og áður segist fást með notkun þeirra dýrmætar upplýsingar og svör um það hvers vegna nemanda gengur mögulega illa á lesfimiprófi og þá í lestri. Menntamálastofnun vill því hvetja skóla til að gera notkun stuðningsprófanna að sjálfsögðum hluta við gagnaöflun um stöðu nemenda í lestri svo hægt sé að veita nauðsynlegan stuðning sem fyrst. Það er liður í því að tryggja að ekkert barn þurfi að sitja eftir með slaka lestrarfærni sem hefur áhrif á annað nám og líðan. Höfundur er læsisráðgjafi hjá MMS.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar